Sport

Jón Margeir í metaham á fyrsta degi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Margeir Sverrisson.
Jón Margeir Sverrisson. Mynd/Stefán
Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson byrjar vel á Swim Cup mótinu í Eindhoven í Hollandi því hann setti tvö Íslandsmet á fyrsta degi mótsins sem stendur fram á sunnudag.

Jón Margeir setti Íslandsmet sín í 50 metra flugsundi og 100 metra skriðsundi en í báðum sundum bætti hann sitt eigið met.

Jón Margeir synti 50 metra flugsundið á 27,71 sekúndum en kom í mark í 100 metra skriðsundinu á 56,14 sekúndum. Hann er í greinilega í frábæru formi í stuttu sundunum.

Jón Margeir er í góðu sambandi við hollenska landsliðið og fær að æfa með því í kringum mótið. Hann deilir síðan herbergi með Hollendingnum Marc Evers.

Þeir Jón Margeir og Marc Evers unnu báðir gullverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra í London, Jón Margeir í 200 metra skriðsundi en Marc Evers í 100 metra baksundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×