Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 90-72 | Einvígið jafnt Elvar Geir Magnússon í DHL-höllinni skrifar 4. apríl 2013 13:23 Mynd/Vilhelm KR hefur jafnað 1-1 í einvíginu gegn Grindavík í undanúrslotum Dominos-deildar karla í körfubolta. 90-72 endaði leikurinn í kvöld. Leikurinn í kvöld fór fram í DHL-höllinni í Frostaskjóli. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Sigur KR var gríðarlega verðskuldaður. Liðið sýndi mikinn stöðugleika og öryggi allt frá byrjun og hleyptu Grindvíkingum aldrei of nálægt sér. Gestirnir voru vart skugginn af sjálfum sér nánast allan leikinn. KR-ingar lögðu grunninn að því sem átti eftir að koma strax í fyrsta leikhluta, fengu áhorfendur með sér og nýttu sér meðbyrinn út allan leikinn. Fimm leikmenn skoruðu 10 stig eða meira fyrir heimamenn en stigahæstur var Martin Hermannsson sem skoraði alls 23 stig og setti marga mikilvæga þrista sem sáu til þess að Grindvíkingum var haldið í fjarlægð. Suðurnesjaliðið tók ekki nægilega mörg fráköst og var einfaldlega lakari aðilinn í kvöld. Svo einfalt er það. Liðið þarf að gera miklu betur í þriðja leiknum sem verður á þeirra heimavelli á sunnudagskvöld. Eina neikvæða fyrir KR-ingana í kvöld var að Brendan Richardson fór meiddur af velli seint í leiknum en ekki er vitað um alvarleika þeirra meiðsla.VIÐTÖL (smelltu á fyrirsögn til að horfa á myndbandsupptöku)Martin: 18 ára í úrslitakeppni og troðfullt hús, það gerist ekki betra „Það var ekki leiðinlegt að vinna þetta Grindavíkurlið og hvað þá svona sannfærandi eins og við gerðum í dag," sagði Martin Hermannsson. „Við höfum verið að leggja áherslu á varnarleikinn í síðustu leikjum en vorum hundóánægðir með fyrsta leikinn. Við mættum tilbúnir í dag og að halda Grindavíkurliðinu í 70 stigum er hrikalega sterkt." „Við höfum verið lélegir í að halda stöðugleika í vetur en það er gott að geta haldið svona út gegn Grindavík. Þessi sigur gefur okkur sjálfstraust í næstu leiki. Við verðum að sækja einn sigur í Grindavík og ætlum að gera það í næsta leik." Martin setti marga mikilvæga þrista niður í kvöld. „Ég var hundóánægður með mig í síðasta leik og var staðráðinn að gera betur. Það var gott að það tókst í dag. 18 ára í úrslitakeppni og troðfullt hús, það gerist ekki betra en þetta."Sverrir: Leikur okkar í heild arfaslakur „Við komum fullir sjálfstrausts og ætluðum að komast 2-0 yfir. En við vorum á hælunum, létum ýta okkur út úr öllum hlutum og KR-ingar áttu þennan leik nánast allan tímann," sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, eftir tapið gegn KR í kvöld. „Við komumst aldrei inn í leikinn svo það er fullt af hlutum sem við þurfum að fara yfir og laga fyrir næsta leik. Ég er ekki með skýringar núna á þessari spilamennsku í kvöld en stundum gerist það að hlutirnir virka ekki. Við vorum bara að gera okkur mjög erfitt fyrir." „Varnarleikurinn arfaslakur og leikur okkar í heild. KR-ingar voru góðir í dag, miklu betri en í leiknum um daginn. "Helgi Már: Tileinka Jakobi Erni sigurinn Helgi Már Magnússon, spilandi þjálfari KR, gat leyft sér að vera kátur eftir að liðið vann sannfærandi sigur á Grindavík í kvöld. „Vörnin var fín en mér fannst sóknin ekkert spes, jú við vorum agaðri. Þetta var fínn leikur hjá okkur," sagði Helgi eftir leik. „Ég býst við Grindvíkingum dýrvitlausum í alla leiki. Þetta er úrslitakeppnin og öll lið ætla að sýna sitt besta í þeim leikjum sem eftir eru. Það er alveg gefið." Brandon Richardson fór meiddur af velli í lok leiks. „Ég vona að þetta sé ekki alvarlegt. Ég veit ekki hver staðan á honum er," sagði Helgi og tileinkaði Jakobi Erni Sigurðarsyni að lokum sigurinn en hann á afmæli í dag.KR - Grindavík 90-72 (22-11, 16-15, 24-15, 28-31) KR: Martin Hermannsson 23/7 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 18/7 fráköst, Finnur Atli Magnusson 16/10 fráköst, Brandon Richardson 11/13 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Darshawn McClellan 10/8 fráköst, Kristófer Acox 8, Högni Fjalarsson 2, Brynjar Þór Björnsson 2. Grindavík: Aaron Broussard 20/8 fráköst, Samuel Zeglinski 19/7 stoðsendingar, Ryan Pettinella 10/5 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 7, Davíð Ingi Bustion 4/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 4, Jón Axel Guðmundsson 3, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2/5 fráköst/4 varin skot. Hér að neðan má lesa textalýsinguna frá leiknum:LEIK LOKIÐ: KR 90-72 Grind - KR-ingar þrusuflottir í kvöld en Grindvíkingar langt frá sínu besta. Þriðji leikurinn verður í Grindavík á sunnudagskvöld. Stigahæstir hjá KR: Martin Hermannsson 23, Helgi Már Magnússon 18, Finnur Atli Magnússon 16 (10 fráköst), Brandon Richardson 11 (13 fráköst). Stigahæstir hjá Grindavík: Aaron Broussard 20 (8 fráköst), Samuel Zeglinski 19. Finnur Atli, Davíð Ingi og Sigurður Þorsteinsson luku allir leik með fimm villur.4. leikhluti: KR 82-66 Grind - Kristófer Acox með eina rándýra troðslu. Fékk hann í loftinu frá Brynjari Þór og kláraði með stæl.4. leikhluti: KR 78-63 Grind - Brandon Richardson kominn inn í klefa. Þurfti stuðning, meiddist á ökkla. Lauk leik með ellefu stig.4. leikhluti: KR 77-58 Grind - 3:55 eftir segir leikklukkan. Leikhlé tekið. Til hvers veit ég ekki. Þessi leikur er búinn. Það verður fögnuður á Rauða ljóninu í kvöld.4. leikhluti hálfnaður: KR 75-51 Grind - Þjálfarinn Helgi Már að setja niður þrist.4. leikhluti: KR 67-47 Grind - Ekkert í heiminum sem bendir til þess að KR muni tapa þessu niður. Hafa sýnt mikinn stöðugleika út allan leikinn og ekki hleypt Grindjánum of nálægt sér. 20 stiga munur. KR er að fara að jafna þetta einvígi.3. leikhluta lokið: KR 62-41 Grind - Brynjar Þór Björnsson er kominn með fjórar villur hjá KR og Davíð Ingi fjórar hjá Grindavík. Martin Hermannsson að smella inn enn einum þristinum. 16 stig frá honum í kvöld!3. leikhluti: KR 58-41 Grind - Kristófer Acox að setja sín fyrstu stig og það af miklu harðfylgi og úr erfiðri stöðu. Brotið á honum í leiðinni. Leikhlé.3. leikhluti: KR 56-39 Grind - Martin Hermannsson með aðra ansi smekklega þriggja stiga körfu og er nú kominn með 13 stig. Eru fjórir í þessu KR-liði sem eru að skipta með sér skorinu.3. leikhluti hálfnaður: KR 53-37 Grind - Zeglinski kominn með 12 stig fyrir Grindjána. Helgi Már Magnússon þjálfari og Finnur Atli Magnússon stigahæstir hjá KR með 13 hvor. Finnur kominn með 3 villur líkt og Brynjar Þór. Jóhann Árni með þrjár villur í Grindavíkurliðinu.3. leikhluti:KR 48-33 Grind - Grindvíkingar hafa alls ekki verið sjálfum sér líkir í þessum leik. Aaron Broussard verið úti á túni og aðeins með 2 stig.3. leikhluti hafinn: KR 38-26 Grind - Búið að lækka niður í KR-laginu og þriðji leikhluti er farinn af stað. KR-ingar verið að hirða fráköstin það sem af er leik og það er þáttur sem Grindavík þarf að bæta til að komast almennilega inn í leikinn. Gleymum því ekki að helsti ókostur KR í vetur hefur verið óstöðugleiki...Hálfleikur: Stigahæstir hjá KR: Martin Hermannsson 10, Finnur Atli Magnússon 9, Brandon Richardson 8. Stigahæstir hjá Grindjánum: Samuel Zeglinski 7, Ryan Pettinella 5, Þorleifur Óskarsson 5.Hálfleikur: KR 38-26 Grind - Jæja Grindvíkingar sýndu öllu betri spretti í öðrum leikhluta en í þeim fyrsta. Það verður að gefa þeim það. Næsti leikhluti afskaplega mikilvægur.2. leikhluti: KR 36-26 Grind - Pettinella búinn að klúðra þremur vítum til viðbótar en setti svo eitt niður! Fylgdi því svo eftir með svakalegri troðslu. Þetta er orðinn leikur! Stuðningsmenn Grindavíkur láta í sér heyra. Villufréttir: Brynjar Þór Björnsson KR með þrjár villur. Jóhann Árni Ólafsson Grindavík tvær. Aðrir minna. Förum yfir stigaskorið þegar blásið hefur verið til hálfleiks.2. leikhluti: KR 36-23 Grind - Jæja allt annað líf í Grindvíkingum núna. Eru búnir að taka góðan kafla og KR pantar leikhlé. Þorleifur Ólafsson var að setja niður þrist. Pettinella klúðraði víti rétt á undan, var samt ekkert í líkingu við klúðrið í Grindavík!2. leikhluti hálfnaður: KR 36-18 Grind2. leikhluti: KR 34-13 Grind - "Hvað hefur KR á móti hringnum? Þeir misþyrma honum," segir skeleggur blaðamaður Morgunblaðsins. Grindvíkingum gengið herfilega að hitta ofan í hringinn, hringurinn-út er meira saga þeirra. Einn góður þristur frá gestunum sem var þó að detta.2. leikhluti: KR 30-13 Grind - Martin Hermannsson setti stórglæsilegan þrist hér rétt áðan og fylgdi honum svo eftir með tveimur stigum til viðbótar og öðrum þristi!! Alvöru maður. Kominn með átta stig og er á eldi strákurinn.Baldur Beck á Twitter:Pettinella að reyna flotskot í teignum. Dálítið eins og að fara í bútasaum með loftpressu.1. leikhluta lokið: KR 22-11 Grind - Enginn náði að vinna ársbirgðir af Dominos pizzum í hlénu.1. leikhluti: KR 22-11 Grind - KR-ingar halda áfram á fínu skriði. Sex stig í röð frá þeim. Finnur stigahæstur með 7 stig. Zeglinski kominn með 4 fyrir gestina. Grindvíkingar að hitta illa. Ef þessi íþrótt snérist um að hitta hringinn þá væru þeir að vinna.1. leikhluti: KR 16-11 Grind - "Ef við tökum hið klassíska meðaltal þá endar þessi leikur í 64 villum. Það er flautað á allt," segir Palli vallarþulur. Brynjar Þór Björnsson KR-ingur er þegar kominn með tvær villur.1. leikhluti hálfnaður: KR 16-7 Grind - KR-ingar koma nákvæmlega eins til leiks eins og Baldur Beck spáði hérna fyrr í kvöld. Baráttuglaðir og ákveðnir í að vera með frá 1. mínútu.1. leikhluti: KR 13-5 Grind - Sverri Sverrissyni þjálfara Grindavíkur er nóg boðið og tekur leikhlé. Ekki sáttur við hvernig hans menn mæta til leiks.1. leikhluti: KR 11-5 Grind - Fyrstu fjögur stigin voru KR-inga. Finnur Atli Magnússon setti svo niður fyrsta þrist kvöldsins. Brandon og McLellan með 4 stig hvor.1. leikhluti: Leikurinn er hafinn. Dómarar eru Rögnvaldur Hreiðarsson, Björgvin Rúnarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. KR byrjaði í sókn en mistókst að skora.Fyrir leik: Verið er að kynna liðin til leiks. Það er stemning í húsinu og hitinn hérna efst uppi í fréttamannastúkunni er ansi mikill. Við pínum okkur í þetta samt.Fyrir leik: Sjálfur Magnús Gylfason er mættur í stúkuna og einnig fréttagarpurinn Andri Ólafsson. Það er enginn heilvita maður að fara að láta þennan leik framhjá sér fara.Fyrir leik: Það er orðið ansi þéttsetið í DHL-höllinni og AC/DC ómar í hátalarakerfinu. Þeir sem mæta seint þurfa að sætta sig við að standa fyrir aftan körfurnar.Fyrir leik: Sammy Zeglinski og Ryan Pettinella gíruðu sig í gang á athyglisverðan hátt eins og lesa má um á karfan.isFyrir leik: Akkúrat 45 mínútum fyrir leik er byrjað að hleypa áhorfendum inn. Það er oft sagt að við íþróttafréttamenn séum að ofnota orðið veisla en mér er sama. Þetta verður veisla!Fyrir leik: Röddin sjálf er mætt. Palli vallarþulur er alltaf að störfum þegar um risaleiki er að ræða. Enda er hann ekki landsliðsvallarþulurinn í fótbolta fyrir ekki neitt. Fáum einn góðan spámann til að skoða þetta:Baldur Beck, körfuboltasérfræðingur:KR. Ég trúi ekki öðru en að KR taki upp þráðinn úr síðari hálfleiknum í Grindavík þar sem þeir voru loks farnir að líkjast sjálfum sér. Þeir koma kolvitlausir í þennan leik og jafna metin.Fyrir leik: Þegar þetta er skrifað eru 55 mínútur í þennan stórleik. Ekki er enn byrjað að hleypa áhorfendum inn í höllina. Það berast fréttir af leikmannamálum Grindavíkur gegnum Twitter:Ólafur Ólafsson:Ekkert gaman að vera heima veikur á þessu kvöldi #glatad #aframgrindavik Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
KR hefur jafnað 1-1 í einvíginu gegn Grindavík í undanúrslotum Dominos-deildar karla í körfubolta. 90-72 endaði leikurinn í kvöld. Leikurinn í kvöld fór fram í DHL-höllinni í Frostaskjóli. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Sigur KR var gríðarlega verðskuldaður. Liðið sýndi mikinn stöðugleika og öryggi allt frá byrjun og hleyptu Grindvíkingum aldrei of nálægt sér. Gestirnir voru vart skugginn af sjálfum sér nánast allan leikinn. KR-ingar lögðu grunninn að því sem átti eftir að koma strax í fyrsta leikhluta, fengu áhorfendur með sér og nýttu sér meðbyrinn út allan leikinn. Fimm leikmenn skoruðu 10 stig eða meira fyrir heimamenn en stigahæstur var Martin Hermannsson sem skoraði alls 23 stig og setti marga mikilvæga þrista sem sáu til þess að Grindvíkingum var haldið í fjarlægð. Suðurnesjaliðið tók ekki nægilega mörg fráköst og var einfaldlega lakari aðilinn í kvöld. Svo einfalt er það. Liðið þarf að gera miklu betur í þriðja leiknum sem verður á þeirra heimavelli á sunnudagskvöld. Eina neikvæða fyrir KR-ingana í kvöld var að Brendan Richardson fór meiddur af velli seint í leiknum en ekki er vitað um alvarleika þeirra meiðsla.VIÐTÖL (smelltu á fyrirsögn til að horfa á myndbandsupptöku)Martin: 18 ára í úrslitakeppni og troðfullt hús, það gerist ekki betra „Það var ekki leiðinlegt að vinna þetta Grindavíkurlið og hvað þá svona sannfærandi eins og við gerðum í dag," sagði Martin Hermannsson. „Við höfum verið að leggja áherslu á varnarleikinn í síðustu leikjum en vorum hundóánægðir með fyrsta leikinn. Við mættum tilbúnir í dag og að halda Grindavíkurliðinu í 70 stigum er hrikalega sterkt." „Við höfum verið lélegir í að halda stöðugleika í vetur en það er gott að geta haldið svona út gegn Grindavík. Þessi sigur gefur okkur sjálfstraust í næstu leiki. Við verðum að sækja einn sigur í Grindavík og ætlum að gera það í næsta leik." Martin setti marga mikilvæga þrista niður í kvöld. „Ég var hundóánægður með mig í síðasta leik og var staðráðinn að gera betur. Það var gott að það tókst í dag. 18 ára í úrslitakeppni og troðfullt hús, það gerist ekki betra en þetta."Sverrir: Leikur okkar í heild arfaslakur „Við komum fullir sjálfstrausts og ætluðum að komast 2-0 yfir. En við vorum á hælunum, létum ýta okkur út úr öllum hlutum og KR-ingar áttu þennan leik nánast allan tímann," sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, eftir tapið gegn KR í kvöld. „Við komumst aldrei inn í leikinn svo það er fullt af hlutum sem við þurfum að fara yfir og laga fyrir næsta leik. Ég er ekki með skýringar núna á þessari spilamennsku í kvöld en stundum gerist það að hlutirnir virka ekki. Við vorum bara að gera okkur mjög erfitt fyrir." „Varnarleikurinn arfaslakur og leikur okkar í heild. KR-ingar voru góðir í dag, miklu betri en í leiknum um daginn. "Helgi Már: Tileinka Jakobi Erni sigurinn Helgi Már Magnússon, spilandi þjálfari KR, gat leyft sér að vera kátur eftir að liðið vann sannfærandi sigur á Grindavík í kvöld. „Vörnin var fín en mér fannst sóknin ekkert spes, jú við vorum agaðri. Þetta var fínn leikur hjá okkur," sagði Helgi eftir leik. „Ég býst við Grindvíkingum dýrvitlausum í alla leiki. Þetta er úrslitakeppnin og öll lið ætla að sýna sitt besta í þeim leikjum sem eftir eru. Það er alveg gefið." Brandon Richardson fór meiddur af velli í lok leiks. „Ég vona að þetta sé ekki alvarlegt. Ég veit ekki hver staðan á honum er," sagði Helgi og tileinkaði Jakobi Erni Sigurðarsyni að lokum sigurinn en hann á afmæli í dag.KR - Grindavík 90-72 (22-11, 16-15, 24-15, 28-31) KR: Martin Hermannsson 23/7 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 18/7 fráköst, Finnur Atli Magnusson 16/10 fráköst, Brandon Richardson 11/13 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Darshawn McClellan 10/8 fráköst, Kristófer Acox 8, Högni Fjalarsson 2, Brynjar Þór Björnsson 2. Grindavík: Aaron Broussard 20/8 fráköst, Samuel Zeglinski 19/7 stoðsendingar, Ryan Pettinella 10/5 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 7, Davíð Ingi Bustion 4/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 4, Jón Axel Guðmundsson 3, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 2/5 fráköst/4 varin skot. Hér að neðan má lesa textalýsinguna frá leiknum:LEIK LOKIÐ: KR 90-72 Grind - KR-ingar þrusuflottir í kvöld en Grindvíkingar langt frá sínu besta. Þriðji leikurinn verður í Grindavík á sunnudagskvöld. Stigahæstir hjá KR: Martin Hermannsson 23, Helgi Már Magnússon 18, Finnur Atli Magnússon 16 (10 fráköst), Brandon Richardson 11 (13 fráköst). Stigahæstir hjá Grindavík: Aaron Broussard 20 (8 fráköst), Samuel Zeglinski 19. Finnur Atli, Davíð Ingi og Sigurður Þorsteinsson luku allir leik með fimm villur.4. leikhluti: KR 82-66 Grind - Kristófer Acox með eina rándýra troðslu. Fékk hann í loftinu frá Brynjari Þór og kláraði með stæl.4. leikhluti: KR 78-63 Grind - Brandon Richardson kominn inn í klefa. Þurfti stuðning, meiddist á ökkla. Lauk leik með ellefu stig.4. leikhluti: KR 77-58 Grind - 3:55 eftir segir leikklukkan. Leikhlé tekið. Til hvers veit ég ekki. Þessi leikur er búinn. Það verður fögnuður á Rauða ljóninu í kvöld.4. leikhluti hálfnaður: KR 75-51 Grind - Þjálfarinn Helgi Már að setja niður þrist.4. leikhluti: KR 67-47 Grind - Ekkert í heiminum sem bendir til þess að KR muni tapa þessu niður. Hafa sýnt mikinn stöðugleika út allan leikinn og ekki hleypt Grindjánum of nálægt sér. 20 stiga munur. KR er að fara að jafna þetta einvígi.3. leikhluta lokið: KR 62-41 Grind - Brynjar Þór Björnsson er kominn með fjórar villur hjá KR og Davíð Ingi fjórar hjá Grindavík. Martin Hermannsson að smella inn enn einum þristinum. 16 stig frá honum í kvöld!3. leikhluti: KR 58-41 Grind - Kristófer Acox að setja sín fyrstu stig og það af miklu harðfylgi og úr erfiðri stöðu. Brotið á honum í leiðinni. Leikhlé.3. leikhluti: KR 56-39 Grind - Martin Hermannsson með aðra ansi smekklega þriggja stiga körfu og er nú kominn með 13 stig. Eru fjórir í þessu KR-liði sem eru að skipta með sér skorinu.3. leikhluti hálfnaður: KR 53-37 Grind - Zeglinski kominn með 12 stig fyrir Grindjána. Helgi Már Magnússon þjálfari og Finnur Atli Magnússon stigahæstir hjá KR með 13 hvor. Finnur kominn með 3 villur líkt og Brynjar Þór. Jóhann Árni með þrjár villur í Grindavíkurliðinu.3. leikhluti:KR 48-33 Grind - Grindvíkingar hafa alls ekki verið sjálfum sér líkir í þessum leik. Aaron Broussard verið úti á túni og aðeins með 2 stig.3. leikhluti hafinn: KR 38-26 Grind - Búið að lækka niður í KR-laginu og þriðji leikhluti er farinn af stað. KR-ingar verið að hirða fráköstin það sem af er leik og það er þáttur sem Grindavík þarf að bæta til að komast almennilega inn í leikinn. Gleymum því ekki að helsti ókostur KR í vetur hefur verið óstöðugleiki...Hálfleikur: Stigahæstir hjá KR: Martin Hermannsson 10, Finnur Atli Magnússon 9, Brandon Richardson 8. Stigahæstir hjá Grindjánum: Samuel Zeglinski 7, Ryan Pettinella 5, Þorleifur Óskarsson 5.Hálfleikur: KR 38-26 Grind - Jæja Grindvíkingar sýndu öllu betri spretti í öðrum leikhluta en í þeim fyrsta. Það verður að gefa þeim það. Næsti leikhluti afskaplega mikilvægur.2. leikhluti: KR 36-26 Grind - Pettinella búinn að klúðra þremur vítum til viðbótar en setti svo eitt niður! Fylgdi því svo eftir með svakalegri troðslu. Þetta er orðinn leikur! Stuðningsmenn Grindavíkur láta í sér heyra. Villufréttir: Brynjar Þór Björnsson KR með þrjár villur. Jóhann Árni Ólafsson Grindavík tvær. Aðrir minna. Förum yfir stigaskorið þegar blásið hefur verið til hálfleiks.2. leikhluti: KR 36-23 Grind - Jæja allt annað líf í Grindvíkingum núna. Eru búnir að taka góðan kafla og KR pantar leikhlé. Þorleifur Ólafsson var að setja niður þrist. Pettinella klúðraði víti rétt á undan, var samt ekkert í líkingu við klúðrið í Grindavík!2. leikhluti hálfnaður: KR 36-18 Grind2. leikhluti: KR 34-13 Grind - "Hvað hefur KR á móti hringnum? Þeir misþyrma honum," segir skeleggur blaðamaður Morgunblaðsins. Grindvíkingum gengið herfilega að hitta ofan í hringinn, hringurinn-út er meira saga þeirra. Einn góður þristur frá gestunum sem var þó að detta.2. leikhluti: KR 30-13 Grind - Martin Hermannsson setti stórglæsilegan þrist hér rétt áðan og fylgdi honum svo eftir með tveimur stigum til viðbótar og öðrum þristi!! Alvöru maður. Kominn með átta stig og er á eldi strákurinn.Baldur Beck á Twitter:Pettinella að reyna flotskot í teignum. Dálítið eins og að fara í bútasaum með loftpressu.1. leikhluta lokið: KR 22-11 Grind - Enginn náði að vinna ársbirgðir af Dominos pizzum í hlénu.1. leikhluti: KR 22-11 Grind - KR-ingar halda áfram á fínu skriði. Sex stig í röð frá þeim. Finnur stigahæstur með 7 stig. Zeglinski kominn með 4 fyrir gestina. Grindvíkingar að hitta illa. Ef þessi íþrótt snérist um að hitta hringinn þá væru þeir að vinna.1. leikhluti: KR 16-11 Grind - "Ef við tökum hið klassíska meðaltal þá endar þessi leikur í 64 villum. Það er flautað á allt," segir Palli vallarþulur. Brynjar Þór Björnsson KR-ingur er þegar kominn með tvær villur.1. leikhluti hálfnaður: KR 16-7 Grind - KR-ingar koma nákvæmlega eins til leiks eins og Baldur Beck spáði hérna fyrr í kvöld. Baráttuglaðir og ákveðnir í að vera með frá 1. mínútu.1. leikhluti: KR 13-5 Grind - Sverri Sverrissyni þjálfara Grindavíkur er nóg boðið og tekur leikhlé. Ekki sáttur við hvernig hans menn mæta til leiks.1. leikhluti: KR 11-5 Grind - Fyrstu fjögur stigin voru KR-inga. Finnur Atli Magnússon setti svo niður fyrsta þrist kvöldsins. Brandon og McLellan með 4 stig hvor.1. leikhluti: Leikurinn er hafinn. Dómarar eru Rögnvaldur Hreiðarsson, Björgvin Rúnarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. KR byrjaði í sókn en mistókst að skora.Fyrir leik: Verið er að kynna liðin til leiks. Það er stemning í húsinu og hitinn hérna efst uppi í fréttamannastúkunni er ansi mikill. Við pínum okkur í þetta samt.Fyrir leik: Sjálfur Magnús Gylfason er mættur í stúkuna og einnig fréttagarpurinn Andri Ólafsson. Það er enginn heilvita maður að fara að láta þennan leik framhjá sér fara.Fyrir leik: Það er orðið ansi þéttsetið í DHL-höllinni og AC/DC ómar í hátalarakerfinu. Þeir sem mæta seint þurfa að sætta sig við að standa fyrir aftan körfurnar.Fyrir leik: Sammy Zeglinski og Ryan Pettinella gíruðu sig í gang á athyglisverðan hátt eins og lesa má um á karfan.isFyrir leik: Akkúrat 45 mínútum fyrir leik er byrjað að hleypa áhorfendum inn. Það er oft sagt að við íþróttafréttamenn séum að ofnota orðið veisla en mér er sama. Þetta verður veisla!Fyrir leik: Röddin sjálf er mætt. Palli vallarþulur er alltaf að störfum þegar um risaleiki er að ræða. Enda er hann ekki landsliðsvallarþulurinn í fótbolta fyrir ekki neitt. Fáum einn góðan spámann til að skoða þetta:Baldur Beck, körfuboltasérfræðingur:KR. Ég trúi ekki öðru en að KR taki upp þráðinn úr síðari hálfleiknum í Grindavík þar sem þeir voru loks farnir að líkjast sjálfum sér. Þeir koma kolvitlausir í þennan leik og jafna metin.Fyrir leik: Þegar þetta er skrifað eru 55 mínútur í þennan stórleik. Ekki er enn byrjað að hleypa áhorfendum inn í höllina. Það berast fréttir af leikmannamálum Grindavíkur gegnum Twitter:Ólafur Ólafsson:Ekkert gaman að vera heima veikur á þessu kvöldi #glatad #aframgrindavik
Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira