Fótbolti

Fenerbahce og Benfica áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Fenerbahce gerði sér lítið fyrir og sló út ítalska liðið Lazio í fjórðungsúrslitum Evrópudeildar UEFA í kvöld. Þá hafði Benfica betur gegn Newcastle.

Benfica var í sterkri stöðu eftir 3-1 sigur í Portúgal í fyrri leiknum gegn Newcastle. En enska liðið náði 1-0 forystu á 71. mínútu í kvöld þegar að Papiss Cisse skoraði með skalla. Eitt mark í viðbót og Newcastle væri komið áfram.

Heimamenn settu allt púður í sóknarleikinn og Benfica uppskar jöfnunarmark í lok leiksins þegar að Eduardo Salvio skoraði af stuttu færi eftir skyndisókn.

Tyrkneska liðið Fenerbahce hefur komið mörgum á óvart en liðið er nú komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Liðið náði sterku 1-1 jafntefli gegn Lazio á Ítalíu í kvöld og tryggði sér þar með 3-1 samanlagðan sigur.

Senad Lulic kom Lazio yfir í kvöld en Caner Erkin eyddi allri óvissu þegar hann skoraði jöfnunarmark Fenerbahce.


Tengdar fréttir

Gengur Tottenham betur en KR?

Tottenham sækir Basel heim í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Fyrri leik liðanna á White Hart Lane lauk með 2-2 jafntefli þar sem Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Spurs jafntefli.

Tottenham tapaði í vítaspyrnukeppni

Gylfi Þór Sigurðsson var eini leikmaður Tottenham sem nýtti spyrnu sína þegar að liðið féll úr leik í Evrópudeild UEFA. Tottenham tapaði fyrir Basel í vítaspyrnukeppni, 4-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×