Jupp Heynckes, þjálfari Bayern München, var að vonum hæstánægður með 2-0 sigurinn á Juventus í Meistaradeildinni í kvöld.
"Við vorum vel skipulagðir og það mátti sjá strax frá upphafi. Við sóttum strax á þá og tókum Pirlo úr leiknum. Fyrra markið gaf okkur ákveðið öryggi og við spiluðum frábærlega eftir það," sagði Heynckes.
"Ég var búinn að vinna mikla vinnu fyrir þennan leik og það er frábært að vinna leikinn án þess að fá á sig mark. Við spiluðum hágæðafótbolta. Við stýrðum algjörlega leik gegn ítölsku meisturunum. Ég verð að hrósa mínum mönnum fyrir það."
Fótbolti