Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla Hrund Þórsdóttir skrifar 2. apríl 2013 18:40 „Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. Píptest gengur út á að hlaupa vissa vegalengd endurtekið innan tímamarka og markmiðið er að hlaupa sem lengst. Foreldrar Rakelar Stefánsdóttur þurftu að fara með hana á spítala í kjölfar slíks prófs. „Hún getur varla talað, það er allt komið úr fókus, sjónin hjá henni, hún er með gríðarlegan flökurleika, höfuðkvalir og allt annað. Ég hélt að barnið væri komið með heilablóðfall," segir Stefán Hákonarson. Um slæmt mígreniskast vegna ofreynslu var að ræða og kveðst Stefán hafa eftir læknunum að tilfelli Rakelar sé ekki einstakt. Hann segir prófið gott fyrir íþróttafólk en er mótfallinn því að börn séu tekin úr skólastofum, jafnvel án undirbúnings, og sett í slík þolpróf. „Ég mun ekkert hætta fyrr en þetta verður tekið út úr grunnskólalögunum því við bíðum bara eftir að það verði stórslys." Stefán telur prófin jafnvel geta ýtt undir einelti, þar sem börn standi sig mjög misvel í þeim. Rakel segir suma óttast píptestin. „Alla vega margir sem ég þekki finnst þetta ekkert rosalega skemmtilegt. Af hverju? Ég veit það ekki, kvíða soldið fyrir og svona." Janus Guðlaugsson, íþróttafræðingur, hefur áhyggjur af slöku þreki hjá íslenskum ungmennum en segir meira aðkallandi að mæla hve mikið þau hreyfi sig en að mæla heilsufarsstuðla. „Það þarf að fara mjög varlega í hámarkspróf, sérstaklega þegar börn og unglingar eiga í hlut. Ástæðan er kannski sérstaklega sú að börn og unglingar hafa ekki þróað með sér eins sterka forvörn eða viðbrögð við þreytu eins og fullorðnir, þannig að það getur verið hætta á ferðum," segir Janus. „Við eigum ekki að reka á eftir börnum sem eru orðin þreytt." Tengdar fréttir Endaði á spítala eftir píptest "Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. 2. apríl 2013 10:12 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
„Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. Píptest gengur út á að hlaupa vissa vegalengd endurtekið innan tímamarka og markmiðið er að hlaupa sem lengst. Foreldrar Rakelar Stefánsdóttur þurftu að fara með hana á spítala í kjölfar slíks prófs. „Hún getur varla talað, það er allt komið úr fókus, sjónin hjá henni, hún er með gríðarlegan flökurleika, höfuðkvalir og allt annað. Ég hélt að barnið væri komið með heilablóðfall," segir Stefán Hákonarson. Um slæmt mígreniskast vegna ofreynslu var að ræða og kveðst Stefán hafa eftir læknunum að tilfelli Rakelar sé ekki einstakt. Hann segir prófið gott fyrir íþróttafólk en er mótfallinn því að börn séu tekin úr skólastofum, jafnvel án undirbúnings, og sett í slík þolpróf. „Ég mun ekkert hætta fyrr en þetta verður tekið út úr grunnskólalögunum því við bíðum bara eftir að það verði stórslys." Stefán telur prófin jafnvel geta ýtt undir einelti, þar sem börn standi sig mjög misvel í þeim. Rakel segir suma óttast píptestin. „Alla vega margir sem ég þekki finnst þetta ekkert rosalega skemmtilegt. Af hverju? Ég veit það ekki, kvíða soldið fyrir og svona." Janus Guðlaugsson, íþróttafræðingur, hefur áhyggjur af slöku þreki hjá íslenskum ungmennum en segir meira aðkallandi að mæla hve mikið þau hreyfi sig en að mæla heilsufarsstuðla. „Það þarf að fara mjög varlega í hámarkspróf, sérstaklega þegar börn og unglingar eiga í hlut. Ástæðan er kannski sérstaklega sú að börn og unglingar hafa ekki þróað með sér eins sterka forvörn eða viðbrögð við þreytu eins og fullorðnir, þannig að það getur verið hætta á ferðum," segir Janus. „Við eigum ekki að reka á eftir börnum sem eru orðin þreytt."
Tengdar fréttir Endaði á spítala eftir píptest "Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. 2. apríl 2013 10:12 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Endaði á spítala eftir píptest "Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. 2. apríl 2013 10:12