Endaði á spítala eftir píptest Boði Logason skrifar 2. apríl 2013 10:12 Liðsmenn knattspyrnuliðs þreyta hér prófið. Myndin er úr safni. „Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. Hann var í viðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Krakkar í grunnskóla eru látnir taka þetta próf í leikfimi nokkrum sinnum á önn. Það gengur út á að hlaupa 20 metra innan ákveðins tíma. Eftir því sem líður á prófið fá krakkarnir styttri tíma til að hlaupa vegalengdina. Krakkarnir hlaupa þar til þeir geta ekki meir, og fá hærri einkunn því lengur sem þeir hlaupa. Dóttir Stefáns fór í slíkt próf á dögunum, rétt eins og allir aðrir nemendur í flestum grunnskólum landsins. „Dóttir mín er keppnismanneskja og keyrði sig algjörlega út. Hún var ein eftir af stelpunum, sem hvöttu hana áfram. Síðan fékk hún góða einkunn, sem mér finnst ekki skipta neinu máli, en endaði upp á spítala. Þegar það er hringt í okkur frá hjúkrunarfræðingi skólans og við beðin um að sækja hana, þá var hún ólík sjálfri sér. Gat ekki talað, var með sjóntruflanir, gríðarlegan höfuðverk og leið mjög illa. Við náðum engu sambandi við hana, það var ekkert annað hjá okkur að gera en að keyra upp á Borgarspítala með hana," segir Stefán. Þar var hún allan daginn í rannsóknum, en fékk að fara heim klukkan 22 um kvöldið. „Niðurstaðan var sú að þetta píptest, þessi mikla áreynsla, hefði framkallað í henni undirliggjandi hugsanlegt mígreni," segir Stefán. „Ég mun gera allt til að koma þessu út úr námskrá. Læknar og hjúkrunarfræðingar sögðu við okkur: Já er þetta eitt píptest. Þetta er þekkt dæmi. Einn af þessum sérfræðingum, sagði við okkur: Það er líka hinn vinkillinn á þessu, það eru þeir sem eru ekki fit. Krakkar sem eru ekki í neinni þjálfun, fara í þetta próf og þau kannski komast eina eða tvær ferðir, þá er komið ákveðin ástæða til eineltis því við vitum hvernig krakkar eru," segir hann. Stefán segist einnig hafa rætt við íþróttafræðing og hefur eftir honum: „Það er fráleitt að nota þetta próf til einkunnargjafar. Um er að ræða hámarkspróf, til að mæla hámarkssúrefnisupptöku eða finna út svokallaða þoltölu hvers og eins. Prófið er því einstaklingsmiðað og allur samburður er fráleiddur. Enginn ætti að fara í hámarkspróf fyrr en eftir góða þjálfun, það þarf líka góða upphitun og andlegan undirbúning," hefur Stefán eftir íþróttafræðing.Viðtalið við Stefán má hlusta á í meðfylgjandi hljóðbroti. Tengdar fréttir Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla "Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. 2. apríl 2013 18:40 "Kvíðaeinkenni geta komið fram í hvaða prófi sem er" "Ég held að yfirhöfuð sé ekkert frekar verið að ofnota píptest frekar en önnur próf. Ég veit dæmi þess að sumir sofi nær ekkert nóttina fyrir próf og eru með þvílíkan kvíða. Ég held að oftar en ekki geri einstaklingar sjálfir of miklar kröfur til sín," segir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður Íþróttakennarafélags Íslands. 2. apríl 2013 19:13 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Sjá meira
„Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. Hann var í viðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Krakkar í grunnskóla eru látnir taka þetta próf í leikfimi nokkrum sinnum á önn. Það gengur út á að hlaupa 20 metra innan ákveðins tíma. Eftir því sem líður á prófið fá krakkarnir styttri tíma til að hlaupa vegalengdina. Krakkarnir hlaupa þar til þeir geta ekki meir, og fá hærri einkunn því lengur sem þeir hlaupa. Dóttir Stefáns fór í slíkt próf á dögunum, rétt eins og allir aðrir nemendur í flestum grunnskólum landsins. „Dóttir mín er keppnismanneskja og keyrði sig algjörlega út. Hún var ein eftir af stelpunum, sem hvöttu hana áfram. Síðan fékk hún góða einkunn, sem mér finnst ekki skipta neinu máli, en endaði upp á spítala. Þegar það er hringt í okkur frá hjúkrunarfræðingi skólans og við beðin um að sækja hana, þá var hún ólík sjálfri sér. Gat ekki talað, var með sjóntruflanir, gríðarlegan höfuðverk og leið mjög illa. Við náðum engu sambandi við hana, það var ekkert annað hjá okkur að gera en að keyra upp á Borgarspítala með hana," segir Stefán. Þar var hún allan daginn í rannsóknum, en fékk að fara heim klukkan 22 um kvöldið. „Niðurstaðan var sú að þetta píptest, þessi mikla áreynsla, hefði framkallað í henni undirliggjandi hugsanlegt mígreni," segir Stefán. „Ég mun gera allt til að koma þessu út úr námskrá. Læknar og hjúkrunarfræðingar sögðu við okkur: Já er þetta eitt píptest. Þetta er þekkt dæmi. Einn af þessum sérfræðingum, sagði við okkur: Það er líka hinn vinkillinn á þessu, það eru þeir sem eru ekki fit. Krakkar sem eru ekki í neinni þjálfun, fara í þetta próf og þau kannski komast eina eða tvær ferðir, þá er komið ákveðin ástæða til eineltis því við vitum hvernig krakkar eru," segir hann. Stefán segist einnig hafa rætt við íþróttafræðing og hefur eftir honum: „Það er fráleitt að nota þetta próf til einkunnargjafar. Um er að ræða hámarkspróf, til að mæla hámarkssúrefnisupptöku eða finna út svokallaða þoltölu hvers og eins. Prófið er því einstaklingsmiðað og allur samburður er fráleiddur. Enginn ætti að fara í hámarkspróf fyrr en eftir góða þjálfun, það þarf líka góða upphitun og andlegan undirbúning," hefur Stefán eftir íþróttafræðing.Viðtalið við Stefán má hlusta á í meðfylgjandi hljóðbroti.
Tengdar fréttir Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla "Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. 2. apríl 2013 18:40 "Kvíðaeinkenni geta komið fram í hvaða prófi sem er" "Ég held að yfirhöfuð sé ekkert frekar verið að ofnota píptest frekar en önnur próf. Ég veit dæmi þess að sumir sofi nær ekkert nóttina fyrir próf og eru með þvílíkan kvíða. Ég held að oftar en ekki geri einstaklingar sjálfir of miklar kröfur til sín," segir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður Íþróttakennarafélags Íslands. 2. apríl 2013 19:13 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Sjá meira
Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla "Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. 2. apríl 2013 18:40
"Kvíðaeinkenni geta komið fram í hvaða prófi sem er" "Ég held að yfirhöfuð sé ekkert frekar verið að ofnota píptest frekar en önnur próf. Ég veit dæmi þess að sumir sofi nær ekkert nóttina fyrir próf og eru með þvílíkan kvíða. Ég held að oftar en ekki geri einstaklingar sjálfir of miklar kröfur til sín," segir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður Íþróttakennarafélags Íslands. 2. apríl 2013 19:13