Vilja nota Airbus á Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2013 19:30 Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur, eins og sjá má í myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, BAe 146, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. „Við höfum verið í viðræðum við flugvöllinn í Reykjavík og við höfum óskað eftir leyfi til að lenda í Reykjavík með Airbus A-319," segir Magni Arge, forstjóri Atlantic Airways, í viðtali við Stöð 2. „Ég veit ekki hvort þeir séu búnir að taka ákvörðun. En ef við fáum ekki leyfi til að lenda A-319 í Reykjavík þá verðum við að flytja til Keflavíkur," segir Magni. Hann segir að þeir muni nota gömlu þoturnar eitthvað áfram en einnig þurfi Atlantic Airways að meta hvort framtíðin sé í Keflavík, vegna tengingar við Ameríkuflug Icelandair, sem gæti einnig auðveldað bandarískum ferðamönnum að heimsækja Færeyjar. Á hinn bóginn segir hann að Færeyingum sem eiga erindi til Reykjavíkur finnist virkilega þægilegt að lenda í miðborginni. Hjá Isavia, rekstraraðila Reykjavíkurflugvallar, kannast menn ekki við að eiga í viðræðum við Færeyinga um þetta efni, þótt þetta hafi verið orðað í óformlegu spjalli í fyrrasumar, en afstaða verði tekin ef formlegt erindi berst. Forstjóri Atlantic Airways segist hins vegar vera að bíða eftir svari. „Við höfum ekki fengið ákveðið svar enn. Við óskum alla vega eftir að fá lenda Airbus A-319 í Reykjavík. Þá kveðju máttu bera heim til Íslands," segir Magni Arge. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways óskar eftir því að fá að nota 144 sæta Airbus-þotu í áætlunarflugi sínu milli Reykjavíkur og Færeyja. Þetta yrði stærsta flugvélin sem nýtti Reykjavíkurflugvöll í reglubundnu flugi. Airbus-þota Færeyinga hefur reyndar einu sinni lent á Reykjavíkurflugvelli, í ágústmánuði í fyrrasumar, og fékk þá höfðinglegar móttökur, eins og sjá má í myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt. Færeyska flugfélagið fær aðra Airbus-vél nú í vor og þá þriðju í október. Eldri þotur Færeyinga, af gerðinni British Aerospace, BAe 146, taka 95 farþega, og hafa verið stærstu vélarnar í áætlunarflugi til Reykjavíkur, en Airbus A319 tekur helmingi fleiri, eða 144 farþega. „Við höfum verið í viðræðum við flugvöllinn í Reykjavík og við höfum óskað eftir leyfi til að lenda í Reykjavík með Airbus A-319," segir Magni Arge, forstjóri Atlantic Airways, í viðtali við Stöð 2. „Ég veit ekki hvort þeir séu búnir að taka ákvörðun. En ef við fáum ekki leyfi til að lenda A-319 í Reykjavík þá verðum við að flytja til Keflavíkur," segir Magni. Hann segir að þeir muni nota gömlu þoturnar eitthvað áfram en einnig þurfi Atlantic Airways að meta hvort framtíðin sé í Keflavík, vegna tengingar við Ameríkuflug Icelandair, sem gæti einnig auðveldað bandarískum ferðamönnum að heimsækja Færeyjar. Á hinn bóginn segir hann að Færeyingum sem eiga erindi til Reykjavíkur finnist virkilega þægilegt að lenda í miðborginni. Hjá Isavia, rekstraraðila Reykjavíkurflugvallar, kannast menn ekki við að eiga í viðræðum við Færeyinga um þetta efni, þótt þetta hafi verið orðað í óformlegu spjalli í fyrrasumar, en afstaða verði tekin ef formlegt erindi berst. Forstjóri Atlantic Airways segist hins vegar vera að bíða eftir svari. „Við höfum ekki fengið ákveðið svar enn. Við óskum alla vega eftir að fá lenda Airbus A-319 í Reykjavík. Þá kveðju máttu bera heim til Íslands," segir Magni Arge.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira