Þótt hann sé formaður - er hann samt alltaf pabbi minn Ellý Ármanns skrifar 18. apríl 2013 11:15 Margrét Bjarnadóttir, 21 árs nemi í næringarfræði í Háskóla Íslands, er dóttir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Við höfðum samband við Margréti til að forvitnast um hennar upplifun nú þegar kosningabaráttan stendur sem hæst.Margrét með pabba sínum á góðri stundu.Hvernig er að vera dóttir pabba þíns í kosningabaráttunni - er hann nokkuð heima við? „Það er mjög mikið að gera hjá pabba. Varla ein mínúta sem er óskipulögð hjá honum. Það að fara í pólitík af fullum krafti er gríðarlega stór ákvörðun. Þetta engin hefðbundin vinna og álagið ekki fyrir alla. Maður fer ekki í vinnuna klukkan átta og tekur síðan bindið af klukkan fjögur. Áreitið varir allan sólarhringinn, alla daga ársins." Bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar En hvað er neikvætt og hvað er jákvætt að þínu mati? „Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar að pabbi tilkynnti mér að hann væri mögulega að fara á þing innan sólarhrings. Ég hef stutt hann í þeirri ákvörðun síðan, alveg eins og hann hefur stutt mig í öllu sem að ég tek mér fyrir hendur en margt hefur breyst síðan að hann tók þessa ákvörðun, bæði jákvætt og neikvætt. Það jákvæða hefur þó verið ríkjandi." „Það sem að mér hefur fundist neikvætt við þessa baráttu er að sjá hvað fólk er tilbúið að láta mörg ljót orð falla. Það segir þó meira um það sjálft heldur en nokkurn annan. Ég hugsa að það yrði afar erfitt að vera í pólitík ef að maður myndi taka allar slíkar athugasemdir til sín."Sárnar oft Finnst þér þetta ekkert erfitt - sér í lagi þegar leðjuslagurinn byrjar? „Mér finnst ekkert erfitt að sjá eða heyra slíkt þegar að það tengist vinnunni hans, fólk getur haft mismunandi skoðanir á einhverri pólitík en mér sárnar þegar athugasemdirnar beinast að honum persónulega. Fólk á líka mjög auðvelt með að trúa því sem það les, sérstaklega ef það les það nógu oft."Stolt af pabba „Ég hef gaman af því að fylgjast með honum í þessari baráttu því að hann hefur óbilandi ástríðu fyrir því sem hann er að gera og mikinn metnað til að gera það vel. Ég er ólýsanlega stolt af honum, þá sérstaklega hvernig hann fer á jákvæðninni og ótakmarkandi þolinmæði yfir daginn. Það líður varla morgun þar sem að hann fer öðruvísi en bjartsýnn inn í daginn." Hvernig er pabbi þinn heima - þegar hann er búinn að taka af sér bindið? „Margir virðast halda að hann sé alvarlegur eða pólitískur heima, það er alls ekki þannig. Ég gleymi því seint þegar að ég mætti einn daginn seint í stjórnmálafræðitíma í skólanum og kennarinn spyr mig stuttu eftir að ég kem inn hvað mér finnist um Icesave málið. Ég ætti að vita ýmislegt um það, þar sem að pabbi minn væri nú stjórnmálamaður.„Við systkinin erum fjögur og sjö ár eru á milli okkar allra svo að við upplifum þetta ekki öll eins," segir Margrét.Pabbi óþolandi morgunhress „Ég gat ekki hugsað um annað en að nokkrum mínútum áður en ég labbaði inn í stofuna var ég heima hjá mér í eldhúsinu. Þar stóð pabbi. Óþolandi morgunhress að vanda að hrista Trópíflösku í andlitið á mér í takt við lag og spyrjandi ítrekað hvort ég væri ekki alveg örugglega í stuði," segir Margrét brosandi. Nú er hann stadddur í enn einni baráttunni „Hann á fleiri áhugamál en flestir eiga sér og vill helst stunda þau öll jafn vel. Þegar hann byrjaði að hlaupa með vinum sínum, þá stefndi hann strax á maraþon. Þegar hann fékk áhuga á píanóleik, þá voru allir vaktir hér heima eldsnemma með látum af því að hann var að æfa sig. Hann hefur mikla þörf fyrir að ögra sjálfum sér með alls kyns áskorunum og skorar oft á mig að gera hið sama þegar að ég á eitthvað erfitt með að taka ákvörðun um eitthvað. Nú er hann staddur í enn einni baráttunni sem mun taka mikið á og dagskráin yfir daginn er mjög stíf og krefjandi. Vonandi skilar erfiðið sínu," segir hún. Þakklát fyrir góð ráð frá pabba „Hann hefur bæði veitt mér og mínum vinum góð ráð til að takast á við vandamál og ég er honum afar þakklát fyrir það. Það sem ég hef lært af þessu öllu er að það versta sem maður leyfir fólki að gera, er að láta mann efast um sjálfan sig." „Þótt hann sé formaður í stórum stjórnmálaflokki er hann fyrir mér samt auðvitað alltaf bara pabbi minn." Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
Margrét Bjarnadóttir, 21 árs nemi í næringarfræði í Háskóla Íslands, er dóttir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Við höfðum samband við Margréti til að forvitnast um hennar upplifun nú þegar kosningabaráttan stendur sem hæst.Margrét með pabba sínum á góðri stundu.Hvernig er að vera dóttir pabba þíns í kosningabaráttunni - er hann nokkuð heima við? „Það er mjög mikið að gera hjá pabba. Varla ein mínúta sem er óskipulögð hjá honum. Það að fara í pólitík af fullum krafti er gríðarlega stór ákvörðun. Þetta engin hefðbundin vinna og álagið ekki fyrir alla. Maður fer ekki í vinnuna klukkan átta og tekur síðan bindið af klukkan fjögur. Áreitið varir allan sólarhringinn, alla daga ársins." Bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar En hvað er neikvætt og hvað er jákvætt að þínu mati? „Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar að pabbi tilkynnti mér að hann væri mögulega að fara á þing innan sólarhrings. Ég hef stutt hann í þeirri ákvörðun síðan, alveg eins og hann hefur stutt mig í öllu sem að ég tek mér fyrir hendur en margt hefur breyst síðan að hann tók þessa ákvörðun, bæði jákvætt og neikvætt. Það jákvæða hefur þó verið ríkjandi." „Það sem að mér hefur fundist neikvætt við þessa baráttu er að sjá hvað fólk er tilbúið að láta mörg ljót orð falla. Það segir þó meira um það sjálft heldur en nokkurn annan. Ég hugsa að það yrði afar erfitt að vera í pólitík ef að maður myndi taka allar slíkar athugasemdir til sín."Sárnar oft Finnst þér þetta ekkert erfitt - sér í lagi þegar leðjuslagurinn byrjar? „Mér finnst ekkert erfitt að sjá eða heyra slíkt þegar að það tengist vinnunni hans, fólk getur haft mismunandi skoðanir á einhverri pólitík en mér sárnar þegar athugasemdirnar beinast að honum persónulega. Fólk á líka mjög auðvelt með að trúa því sem það les, sérstaklega ef það les það nógu oft."Stolt af pabba „Ég hef gaman af því að fylgjast með honum í þessari baráttu því að hann hefur óbilandi ástríðu fyrir því sem hann er að gera og mikinn metnað til að gera það vel. Ég er ólýsanlega stolt af honum, þá sérstaklega hvernig hann fer á jákvæðninni og ótakmarkandi þolinmæði yfir daginn. Það líður varla morgun þar sem að hann fer öðruvísi en bjartsýnn inn í daginn." Hvernig er pabbi þinn heima - þegar hann er búinn að taka af sér bindið? „Margir virðast halda að hann sé alvarlegur eða pólitískur heima, það er alls ekki þannig. Ég gleymi því seint þegar að ég mætti einn daginn seint í stjórnmálafræðitíma í skólanum og kennarinn spyr mig stuttu eftir að ég kem inn hvað mér finnist um Icesave málið. Ég ætti að vita ýmislegt um það, þar sem að pabbi minn væri nú stjórnmálamaður.„Við systkinin erum fjögur og sjö ár eru á milli okkar allra svo að við upplifum þetta ekki öll eins," segir Margrét.Pabbi óþolandi morgunhress „Ég gat ekki hugsað um annað en að nokkrum mínútum áður en ég labbaði inn í stofuna var ég heima hjá mér í eldhúsinu. Þar stóð pabbi. Óþolandi morgunhress að vanda að hrista Trópíflösku í andlitið á mér í takt við lag og spyrjandi ítrekað hvort ég væri ekki alveg örugglega í stuði," segir Margrét brosandi. Nú er hann stadddur í enn einni baráttunni „Hann á fleiri áhugamál en flestir eiga sér og vill helst stunda þau öll jafn vel. Þegar hann byrjaði að hlaupa með vinum sínum, þá stefndi hann strax á maraþon. Þegar hann fékk áhuga á píanóleik, þá voru allir vaktir hér heima eldsnemma með látum af því að hann var að æfa sig. Hann hefur mikla þörf fyrir að ögra sjálfum sér með alls kyns áskorunum og skorar oft á mig að gera hið sama þegar að ég á eitthvað erfitt með að taka ákvörðun um eitthvað. Nú er hann staddur í enn einni baráttunni sem mun taka mikið á og dagskráin yfir daginn er mjög stíf og krefjandi. Vonandi skilar erfiðið sínu," segir hún. Þakklát fyrir góð ráð frá pabba „Hann hefur bæði veitt mér og mínum vinum góð ráð til að takast á við vandamál og ég er honum afar þakklát fyrir það. Það sem ég hef lært af þessu öllu er að það versta sem maður leyfir fólki að gera, er að láta mann efast um sjálfan sig." „Þótt hann sé formaður í stórum stjórnmálaflokki er hann fyrir mér samt auðvitað alltaf bara pabbi minn."
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“