Sport

Ólafur áfram forseti ÍSÍ

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Rafnsson
Ólafur Rafnsson Mynd/Stefán
Ólafur Rafnsson verður forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands næstu tvö árin. Hann hefur setið á forsetastól undanfarin sjö ár.

Ólafur staðfesti þetta í viðtali í útvarpsþættinum Ísland í bítið á Bylgjunni í morgun. Þar kom fram að ekkert mótframboð hefði borist í formannsembættið fyrir Íþróttaþing ÍSÍ sem fram fer um helgina.

Ólafur var fyrst kjörinn forseti Íþróttasambands Íslands árið 2006 en hann var áður formaður Körfunknattleikssambands Íslands. Hann hafði betur í kosningabaráttu gegn Sigríði Jónsdóttur, þáverandi varaforseta ÍSÍ, árið 2006 og hefur síðan gegnt embættinu.

Framkvæmdastjórn sambandsins verður þó ekki endurkjörin þar sem ný framboð bárust í stjórnina. Hægt er að hlusta á viðtalið við Ólaf í spilaranum hér fyrir ofan.

Dagskrá þingsins sem fram fer á Hótel Reykjavik Natura um helgina má sjá hér.


Tengdar fréttir

Hnefaleikarnir vilja í ÍSÍ

Á Íþróttaþingi ÍSÍ sem fram fer um helgina liggur fyrir tillaga um stofnun fjögurra nýrra sérsambanda, um hnefaleika, bogfimi, hjólreiðar og þríþraut.

Vilja passa upp á lottópeningana

Fjölmargar tillögur liggja fyrir 71. Íþróttaþingi ÍSÍ sem haldið verður á Hótel Reykjavík Natura um helgina. Í tveimur þeirra er Alþingi hvatt til þess að standa vörð um Íslenska Getspá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×