Sport

Tvíburarnir tvöfaldir meistarar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir fagna hér með félögum sínum í liði Marienlyst.
Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir fagna hér með félögum sínum í liði Marienlyst. Mynd/Heimasíða Marienlyst
Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir, tvíburabræður frá Hveragerði, urðu í gær danskir meistarar í blaki en lið þeirra Marienlyst vann þá 3-2 sigur á Gentofte í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu.

Úrslitaleikurinn var dramatískur og tók tvo og hálfan tíma. Marienlyst komst í 1-0 og 2-1 en Gentofte jafnaðí í bæði skiptin. Gentofte komst síðan í 5-1, 8-5 og 10-7 í oddahrinunni en Marienlyst tókst að koma til baka og tryggja sér 15-13 sigur.

Hafsteinn og Kristján eru 23 ára gamlir en þeir eru báðir 204 sentímetrar á hæð. Hafsteinn Valdimarsson var á dögunum kjörinn Íþróttamaður Hveragerðis 2012 en bróðir hans var einnig tilnefndur.

Marienlyst vann einnig bikarkeppnina fyrr á tímabilinu og er því tvöfaldur meistari í ár. Þetta var sjöundi meistaratitill félagsins frá 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×