Ekki á leið í loforðakapphlaup Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. apríl 2013 16:57 Katrín er ósátt við fylgið en gefst ekki upp. Mynd/Stefán „Ég er mjög ósátt við fylgið,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna (VG) og oddviti flokksins í Reykjavík - norður, en samkvæmt nýjustu könnun MMR um fylgi flokkanna mælist VG með 6,7 prósent fylgi. Það er talsverð lækkun frá síðustu könnun, þegar flokkurinn mældist með 8,1 prósent. Katrín var á leið á fund þegar fréttamaður Vísis náði tali af henni. „Ég á bara bágt með að skilja þetta þegar við sjáum það í skoðanakönnunum að kjósendur setji til að mynda málefni heilbrigðisþjónustunnar og velferðarkerfisins á oddinn eins og við erum að gera. Kjósendur eru að segja það í öðrum könnunum að þeir vilji ekki fleiri álver og vilji sjá fjölbreyttari atvinnustefnu, nákvæmlega eins og okkar stefna er. Þá auðvitað finnst mér það áhyggjuefni að sá flokkur sem hefur verið lengst til vinstri inni á þingi og hefur verið eini flokkurinn sem hefur tekið upp græna fánann sé við það að detta út af þingi.“ Það var þó enginn uppgjafartónn í formanninum þrátt fyrir fylgistapið. „Við auðvitað höldum áfram okkar kosningabaráttu og vonum að hún eigi eftir að skila sér. Við höldum okkar stefnu að því leyti að við ætlum ekki í neitt loforðakapphlaup. Það er bara kjósenda að vega og meta okkar stefnu. Við verðum að treysta á að fólk veiti þessum sjónarmiðum fylgi. En núna er ég að detta inn á fund,“ segir Katrín hress í bragði. Kosningar 2013 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
„Ég er mjög ósátt við fylgið,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna (VG) og oddviti flokksins í Reykjavík - norður, en samkvæmt nýjustu könnun MMR um fylgi flokkanna mælist VG með 6,7 prósent fylgi. Það er talsverð lækkun frá síðustu könnun, þegar flokkurinn mældist með 8,1 prósent. Katrín var á leið á fund þegar fréttamaður Vísis náði tali af henni. „Ég á bara bágt með að skilja þetta þegar við sjáum það í skoðanakönnunum að kjósendur setji til að mynda málefni heilbrigðisþjónustunnar og velferðarkerfisins á oddinn eins og við erum að gera. Kjósendur eru að segja það í öðrum könnunum að þeir vilji ekki fleiri álver og vilji sjá fjölbreyttari atvinnustefnu, nákvæmlega eins og okkar stefna er. Þá auðvitað finnst mér það áhyggjuefni að sá flokkur sem hefur verið lengst til vinstri inni á þingi og hefur verið eini flokkurinn sem hefur tekið upp græna fánann sé við það að detta út af þingi.“ Það var þó enginn uppgjafartónn í formanninum þrátt fyrir fylgistapið. „Við auðvitað höldum áfram okkar kosningabaráttu og vonum að hún eigi eftir að skila sér. Við höldum okkar stefnu að því leyti að við ætlum ekki í neitt loforðakapphlaup. Það er bara kjósenda að vega og meta okkar stefnu. Við verðum að treysta á að fólk veiti þessum sjónarmiðum fylgi. En núna er ég að detta inn á fund,“ segir Katrín hress í bragði.
Kosningar 2013 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira