Finnst afsökunarbeiðnin ekki sannfærandi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. apríl 2013 19:59 Hildi fannst afsökunarbeiðnin ósannfærandi, en segir að batnandi mönnum sé best að lifa. Ingi Karl Sigríðarson, frambjóðandi Pírata í norðausturkjördæmi, hefur beðið femínistann Hildi Lilliendahl afsökunar á skrifum sínum um hana á Facebook og í athugasemdakerfi Vísis í fyrra. „Það þarf að gefa Hildi lilendal high five með sleggu í andlitið úr bíl á 200km/h,“ var meðal þess sem Ingi Karl skrifaði, en einnig kallaði hann femínista almennt öllum illum nöfnum. Eva Lind Þuríðardóttir, framkvæmdastjóri Pírata, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að sér væri brugðið, og oddviti kjördæmis Inga Karls hefði fengið hann á sinn fund. Hann hygðist biðja Hildi afsökunar á ummælunum. Hildur Lilliendahl staðfestir að sér hafi borist afsökunarbeiðni. „Hún barst vissulega,“ segir Hildur, en Ingi Karl sendi hana í gegnum skilaboðakerfi Facebook fyrr í kvöld. „Viðbrögð framboðsins og annarra fulltrúa þess hafa verið mjög jákvæð og full ástæða til að fagna þeim. Mér finnst gott að sjá að þau skuli taka þetta alvarlega. Að því sögðu er þessi afsökunarbeiðni mjög seint fram komin. Það er verið að biðjast afsökunar á ummælum sem féllu fyrir löngu síðan.“ Hildur segir að það að afsökunarbeiðnin berist í dag, eftir að fjölmiðlar hafa fjallað um málið og það hefur verið til umfjöllunar í netheimum, geri það að verkum að sér finnist hún ekki sérlega sannfærandi. „Mér finnst ágætt að fólk reyni að taka ábyrgð á orðum sínum en ég er ekki viss um að þetta sé beinlínis afsökunarbeiðni sem ég get hugsað mér að taka til greina. En batnandi mönnum er best að lifa.“ Kosningar 2013 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Ingi Karl Sigríðarson, frambjóðandi Pírata í norðausturkjördæmi, hefur beðið femínistann Hildi Lilliendahl afsökunar á skrifum sínum um hana á Facebook og í athugasemdakerfi Vísis í fyrra. „Það þarf að gefa Hildi lilendal high five með sleggu í andlitið úr bíl á 200km/h,“ var meðal þess sem Ingi Karl skrifaði, en einnig kallaði hann femínista almennt öllum illum nöfnum. Eva Lind Þuríðardóttir, framkvæmdastjóri Pírata, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að sér væri brugðið, og oddviti kjördæmis Inga Karls hefði fengið hann á sinn fund. Hann hygðist biðja Hildi afsökunar á ummælunum. Hildur Lilliendahl staðfestir að sér hafi borist afsökunarbeiðni. „Hún barst vissulega,“ segir Hildur, en Ingi Karl sendi hana í gegnum skilaboðakerfi Facebook fyrr í kvöld. „Viðbrögð framboðsins og annarra fulltrúa þess hafa verið mjög jákvæð og full ástæða til að fagna þeim. Mér finnst gott að sjá að þau skuli taka þetta alvarlega. Að því sögðu er þessi afsökunarbeiðni mjög seint fram komin. Það er verið að biðjast afsökunar á ummælum sem féllu fyrir löngu síðan.“ Hildur segir að það að afsökunarbeiðnin berist í dag, eftir að fjölmiðlar hafa fjallað um málið og það hefur verið til umfjöllunar í netheimum, geri það að verkum að sér finnist hún ekki sérlega sannfærandi. „Mér finnst ágætt að fólk reyni að taka ábyrgð á orðum sínum en ég er ekki viss um að þetta sé beinlínis afsökunarbeiðni sem ég get hugsað mér að taka til greina. En batnandi mönnum er best að lifa.“
Kosningar 2013 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira