Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 28-24 Stefán Árni Pálsson í Mýrinni skrifar 14. apríl 2013 00:01 Stjarnan vann magnaðan sigur, 28-24, á Val í undanúrslitum N1-deildar kvenna í handknattleik og jöfnuðu þar með einvígið 1-1. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn og áttu sigurinn fyllilega skilið. Rakel Dögg Bragadóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna í leiknum en Þorgerður Anna Atladóttir var með tíu hjá Val. Valur byrjaði leikinn mikið mun betur og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins en það tók Stjörnuna rúmlega fimm mínútur að komast á blað. Stjarnan lét samt ekki slæma byrjun hafa áhrifa á leik sinn og breyttu stöðunni fljótlega í 3-3. Hálfleikurinn var virkilega spennandi eftir það og var staðan 11-10 fyrir Stjörnunni eftir 30 mínútur. Stjörnustúlkur voru virkilega ákveðnar í vörninni og agaðar í sínum sóknaraðgerðum. Þorgerður Anna Atladóttir dró vagninn fyrir Val en hún gerði fimm mörk í fyrri hálfleiknum. Rakel Dögg Bragadóttir var einnig með fimm mörk fyrir Stjörnuna í hálfleiknum. Stjörnustúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn betur og náðu fljótlega tökum á leiknum. Heimamenn sýndu frábæran varnarleik og sóknarleikurinn var sem fyrr agaður. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 17-14 fyrir Stjörnuna. Stjörnustúlkur héldum áfram uppteknum hætti og Jóna Margrét Ragnarsdóttir var frábæra undir lokin en hún skoraði mörg mikilvæg mörk. Leiknum lauk með góðum fjögra marka sigri Stjörnunnar 28-24 og þær jöfnuðu því einvígið 1-1. Skúli: Það gekk allt upp í dag„Ég er mjög sáttur,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í dag. „Við náðum að spila góða vörn allan leikinn sem við gerðum reyndar líka í fyrri hálfleiknum í síðasta leik.“ „Við náðum ekki að nýta okkur góða vörn í síðasta leik til að fá ódýr mörk úr hraðaupphlaupi en í dag gekk það upp.“ „Við vorum búnar að undirbúa okkur mjög vel fyrir þennan leik og það gekk í raun allt upp sem við lögðum upp með.“ „Við ætlum okkur að leggja Val af velli í þessu einvígi þó við séum kannski eina fólkið á Íslandi sem hefur trú á því, þá er það markmiðið.“ Hægt er að sjá myndbandið af viðtalinu hér að ofan. Stefán: Þurfum að bæta allt sem kemur nálægt handbolta„Það er auðvitað ákveðin vonbrigði að tapa leiknum en Stjarnan var bara heilt yfir miklu betra liðið í þessum leik,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Stjarnan átti þennan sigur fyllilega skilið. Varnarleikur, sóknarleikur og hraðaupphlaup voru bara slök hjá okkur í dag.“ „Við vorum ekki að spila sem ein liðsheild og þá erum við oft á tíðum bara lélegar.“ „Við þurfum að fara í gegnum allt sem snýr að handbolta fyrir næsta leik og bæta margt.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild kvenna Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Stjarnan vann magnaðan sigur, 28-24, á Val í undanúrslitum N1-deildar kvenna í handknattleik og jöfnuðu þar með einvígið 1-1. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn og áttu sigurinn fyllilega skilið. Rakel Dögg Bragadóttir skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna í leiknum en Þorgerður Anna Atladóttir var með tíu hjá Val. Valur byrjaði leikinn mikið mun betur og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins en það tók Stjörnuna rúmlega fimm mínútur að komast á blað. Stjarnan lét samt ekki slæma byrjun hafa áhrifa á leik sinn og breyttu stöðunni fljótlega í 3-3. Hálfleikurinn var virkilega spennandi eftir það og var staðan 11-10 fyrir Stjörnunni eftir 30 mínútur. Stjörnustúlkur voru virkilega ákveðnar í vörninni og agaðar í sínum sóknaraðgerðum. Þorgerður Anna Atladóttir dró vagninn fyrir Val en hún gerði fimm mörk í fyrri hálfleiknum. Rakel Dögg Bragadóttir var einnig með fimm mörk fyrir Stjörnuna í hálfleiknum. Stjörnustúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn betur og náðu fljótlega tökum á leiknum. Heimamenn sýndu frábæran varnarleik og sóknarleikurinn var sem fyrr agaður. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 17-14 fyrir Stjörnuna. Stjörnustúlkur héldum áfram uppteknum hætti og Jóna Margrét Ragnarsdóttir var frábæra undir lokin en hún skoraði mörg mikilvæg mörk. Leiknum lauk með góðum fjögra marka sigri Stjörnunnar 28-24 og þær jöfnuðu því einvígið 1-1. Skúli: Það gekk allt upp í dag„Ég er mjög sáttur,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í dag. „Við náðum að spila góða vörn allan leikinn sem við gerðum reyndar líka í fyrri hálfleiknum í síðasta leik.“ „Við náðum ekki að nýta okkur góða vörn í síðasta leik til að fá ódýr mörk úr hraðaupphlaupi en í dag gekk það upp.“ „Við vorum búnar að undirbúa okkur mjög vel fyrir þennan leik og það gekk í raun allt upp sem við lögðum upp með.“ „Við ætlum okkur að leggja Val af velli í þessu einvígi þó við séum kannski eina fólkið á Íslandi sem hefur trú á því, þá er það markmiðið.“ Hægt er að sjá myndbandið af viðtalinu hér að ofan. Stefán: Þurfum að bæta allt sem kemur nálægt handbolta„Það er auðvitað ákveðin vonbrigði að tapa leiknum en Stjarnan var bara heilt yfir miklu betra liðið í þessum leik,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Stjarnan átti þennan sigur fyllilega skilið. Varnarleikur, sóknarleikur og hraðaupphlaup voru bara slök hjá okkur í dag.“ „Við vorum ekki að spila sem ein liðsheild og þá erum við oft á tíðum bara lélegar.“ „Við þurfum að fara í gegnum allt sem snýr að handbolta fyrir næsta leik og bæta margt.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira