Spurning hvort að Bjarni hafi sagt of mikið Boði Logason skrifar 12. apríl 2013 11:06 "Þetta samtal hans í gær er eitthvað sem maður á við sína nánustu vini, en það fór fram fyrir framan alþjóð," segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. „Þetta samtal hans í gær er eitthvað sem maður á við sína nánustu vini, en það fór fram fyrir framan alþjóð," segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við RÚV í gærkvöldi að hann íhugaði að segja af sér sem formaður flokksins. Það sagðist hann gera eftir könnun Viðskiptablaðsins, sem sýndi að mun fleiri myndu styðja flokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður, myndi leiða flokkinn í komandi kosningum. Stefanía segir að engin dæmi séu um að formaður eins af stærstu stjórnmálaflokkum landsins hætti þegar rúmlega tvær vikur eru til kosninga, líkt og Bjarni gaf í skyn í gær. „Og það vegna persónulegra óvinsælda. Það er spurning hvort að þetta viðtal í gær snúi því við. Því það sem fólk er kannski að upplifa er að hann er einlægur og enginn svikahrappur, en því hefur verið haldið fram út Vafningsmálinu og að hann sé partur af einhverri útrásarelítu," segir Stefanía. Viðtalið við Bjarna hefur vakið mikla athygli enda fór meirihluti viðtalsins að ræða um stöðu hans sem formaður, fremur en stefnu flokksins. „Það er hrikalegt fyrir hann að standa í þessu, að vera einn talinn bera ábyrgð á fylgistapi flokksins og allt væri betra ef Hanna Birna væri formaður. Það er ekkert í hendi þó að Bjarni stígi til hliðar, það er ekkert sjálfgefið að allt komi til baka." Bjarni sagði í gær að hann ætlaði að tilkynna um ákvörðun sína á næstu dögum, í dag eða á morgun. Stefanía segir að vinsældir Bjarna eigi eftir að aukast eftir viðtalið á RÚV í gær en „það er bara spurning hvort að hann hafi sagt of mikið í þessum þætti í gær og verði að stíga til hliðar. En svo gæti Hanna Birna komið sterk inn núna og sagt: Það er ekki í boði að hann hætti og við tökum þetta saman,“ segir hún og bendir á að það sem gæti komið í veg fyrir það að Bjarni myndi stíga til hliðar væri einhverskonar skoðanakönnun, sem sýnir svart á hvítu að vinsældir hans hafi aukist eftir viðtalið. En getur hann hætt sem formaður, þegar tvær vikur eru í kosningar? „Hann getur það, hann er auðvitað frjáls maður. En þá er það spurningin: Er það rétt greining á vandanum? Leysist allt ef Hanna Birna tekur við?“ Kosningar 2013 Vafningsmálið Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
„Þetta samtal hans í gær er eitthvað sem maður á við sína nánustu vini, en það fór fram fyrir framan alþjóð," segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við RÚV í gærkvöldi að hann íhugaði að segja af sér sem formaður flokksins. Það sagðist hann gera eftir könnun Viðskiptablaðsins, sem sýndi að mun fleiri myndu styðja flokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður, myndi leiða flokkinn í komandi kosningum. Stefanía segir að engin dæmi séu um að formaður eins af stærstu stjórnmálaflokkum landsins hætti þegar rúmlega tvær vikur eru til kosninga, líkt og Bjarni gaf í skyn í gær. „Og það vegna persónulegra óvinsælda. Það er spurning hvort að þetta viðtal í gær snúi því við. Því það sem fólk er kannski að upplifa er að hann er einlægur og enginn svikahrappur, en því hefur verið haldið fram út Vafningsmálinu og að hann sé partur af einhverri útrásarelítu," segir Stefanía. Viðtalið við Bjarna hefur vakið mikla athygli enda fór meirihluti viðtalsins að ræða um stöðu hans sem formaður, fremur en stefnu flokksins. „Það er hrikalegt fyrir hann að standa í þessu, að vera einn talinn bera ábyrgð á fylgistapi flokksins og allt væri betra ef Hanna Birna væri formaður. Það er ekkert í hendi þó að Bjarni stígi til hliðar, það er ekkert sjálfgefið að allt komi til baka." Bjarni sagði í gær að hann ætlaði að tilkynna um ákvörðun sína á næstu dögum, í dag eða á morgun. Stefanía segir að vinsældir Bjarna eigi eftir að aukast eftir viðtalið á RÚV í gær en „það er bara spurning hvort að hann hafi sagt of mikið í þessum þætti í gær og verði að stíga til hliðar. En svo gæti Hanna Birna komið sterk inn núna og sagt: Það er ekki í boði að hann hætti og við tökum þetta saman,“ segir hún og bendir á að það sem gæti komið í veg fyrir það að Bjarni myndi stíga til hliðar væri einhverskonar skoðanakönnun, sem sýnir svart á hvítu að vinsældir hans hafi aukist eftir viðtalið. En getur hann hætt sem formaður, þegar tvær vikur eru í kosningar? „Hann getur það, hann er auðvitað frjáls maður. En þá er það spurningin: Er það rétt greining á vandanum? Leysist allt ef Hanna Birna tekur við?“
Kosningar 2013 Vafningsmálið Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira