Pálína Gunnlaugsdóttir hjá Keflavík var í kvöld valinn besti leikmaður úrslitakeppni kvenna í körfuknattleik.
Pálín skoraði 30 stig í 82-70 sigri Keflavíkur á KR í fjórða leik liðanna í kvöld en sigurinn tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn. Pálína var í sérflokki hjá gestaliðinu og hefur átt frábæra leiki í úrslitakeppninni.
Þetta var fimmti Íslandsmeistaratitill Pálínu á átta árum en þetta er í fyrsta skipti sem hún er fyrirliði liðsins. Hún leiddi liðið einnig til bikarmeistaratitils og deildarmeistaratitils fyrr á leiktíðinni.
Pálína valin besti leikmaðurinn

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 70-82 | Keflavík Íslandsmeistari
Keflavík er Íslandsmeistari í körfuknattleik kvenna eftir 82-70 sigur á KR í fjórða leik liðanna í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Keflavík varð þrefaldur meistari í ár.