Sport

Gull til Jóns Margeirs í Sheffield

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Margeir við laugarbakkann í Sheffield.
Jón Margeir við laugarbakkann í Sheffield. Mynd/Sverrir Gíslason
Jón Margeir Sverrisson vann gullverðlaun í 200 metra skriðsundi í flokki S14 á Opna breska meistaramótinu í sundi í Sheffield á Englandi í kvöld.

Jón Margeir kom í mark á tímanum 2:00,52 mínútum og var tæpa sekúndu frá heims- og ólympíumetinu sem hann setti í úrslitasundinu á Ólympíumóti fatlaðra síðastliðið sumar.

Þetta er besti tími Jóns Margeirs á árinu en hann synti á tímanum 2:01,98 sekúndur á Íslandsmótinu um síðustu helgi.

Thelma Björg fagnar í Sheffield.Mynd/Sverrir Gíslason
Kolbrún Alda Stefánsdóttir vann til bronsverðlauna í youth flokki í 200 metra skriðsundi. Kolbrún Alda, sem einnig keppti í London síðastliðið sumar, kom í mark á tímanum 2:25,13 mínútur.

Aníta Ósk Hrafnsdóttir bætti tíma sinn í 200 metra skriðsundi og var hálfa sekúndu frá lágmarki inn á HM. Þá voru Hjörtur Már Ingvarsson og Thelma Björnsdóttir nærri Íslandsmetum sínum.

Fyrr í dag setti Hjörtur Már Íslandsmet í 50 metra baksundi á tímanum 55,35 sekúndur. Þá setti Thelma Björg Íslandsmet bæði í undanrásum 200 metra skriðsunds og 400 metra skriðsunds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×