Segir evruna eiga fimm ár eftir ólifað Jóhannes Stefánsson skrifar 24. apríl 2013 16:43 Efnahagslegir erfiðleikar hafa hrjáð evrusvæðið Mynd/ Getty Dr. Kai Konrad, formaður ráðgjafarnefndar í þýska fjármálaráðuneytinu gaf frá sér harðorð ummæli um evruna þegar hann sagði: „Evrópa skiptir mig máli. Evran gerir það ekki. Ég held að evran eigi sér takmarkaðar lífslíkur." Aðspurður hvort hann teldi gjaldmiðilinn munu endast í fimm ár, sagði hagfræðingurinn: „Það er erfitt að áætla afmörkuð tímamörk, enda veltur það á mörgum þáttum. Fimm ár hljómar raunhæft." Þessi neikvæðu ummæli háttsetts aðila í Þýskalandi ganga í berhögg við afstöðu þýskra stjórnvalda þess efnis að mikilvægt sé að halda evrunni sem gjaldmiðli til heilla fyrir öll lönd Evrópu. Dr. Konrad lét ummælin falla í viðtali við Welt am Sonntag um fjármálaerfiðleika Evrópu. Ráðgjafinn sagði: „Ekkert land getur hlaðið upp skuldum án þess að eiga hættu á því að fjárfestar kippi úr sambandi. Það er hagur hvers og eins lands að halda skuldum sínum eins lágum og hægt er." Dr. Konrad bætti svo við „Hvar þessi mörk liggja er metið í hverju tilfelli fyrir sig. Það veltur meðal annars á þáttum eins og hagvexti og fólksfjölgun. Dr. Konrad telur að lönd eigi að hafa frelsi til þess að safna skuldum, svo lengi sem þeim væri ekki velt yfir á þegna annarra landa. Þetta sagði Konrad í kjölfar þess að viðmælandi hans gaf í skyn að hann væri að mæla fyrir auknu sjálfstæði og minni miðstýringu. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, hefur alltaf haldið því fram að hún vilji viðhalda evrunni sem mynt allrar Evrópu í þeirri mynd sem hún er nú. Í ræðu sinni í þýska þinginu fyrir tveimur árum síðan sagði hún við þingmenn: „Enginn ætti að ganga að öðrum 50 árum af frið og farsæld í Evrópu sem vísum... þess vegna segi ég: Ef evran fellur, fellur Evrópa." Opinber afstaða þýskra yfirvalda er að evran sé nauðsynleg fyrir farsæld hinnar útflutningsmiðuðu þjóðar. Í stað þess að tala fyrir upplausn evrunnar, tala þýsk yfirvöld fyrir ströngum stjórnartaumum og miðstýringu yfir fjárlögum Evrópuþjóðanna. Fjármálaráðherrann Wolfgang Schaeuble varaði nýverið við því að lausafé yrði aukið til að örva hagvöxt en hann hefur á sama tíma bent á að eitthvað þurfi að gera til að takast á við stóraukið atvinnuleysi í suðurhluta Evrópu. Fjármálaráðherrann sagði í viðtali við Wirtschaftswoche: „Við erum að takast á við einhverskonar efnahagslegan geðklofa. Allir segja að verið sé að viðhalda of miklum hallarekstri og að aukið lausafé myndi gera stöðuna verri. Síðan eru aðrir sem segja að hagvöxturinn sé of lítill og því þurfi að auka lausafé." Sjá frétt um málið á vef Telegraph. Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Dr. Kai Konrad, formaður ráðgjafarnefndar í þýska fjármálaráðuneytinu gaf frá sér harðorð ummæli um evruna þegar hann sagði: „Evrópa skiptir mig máli. Evran gerir það ekki. Ég held að evran eigi sér takmarkaðar lífslíkur." Aðspurður hvort hann teldi gjaldmiðilinn munu endast í fimm ár, sagði hagfræðingurinn: „Það er erfitt að áætla afmörkuð tímamörk, enda veltur það á mörgum þáttum. Fimm ár hljómar raunhæft." Þessi neikvæðu ummæli háttsetts aðila í Þýskalandi ganga í berhögg við afstöðu þýskra stjórnvalda þess efnis að mikilvægt sé að halda evrunni sem gjaldmiðli til heilla fyrir öll lönd Evrópu. Dr. Konrad lét ummælin falla í viðtali við Welt am Sonntag um fjármálaerfiðleika Evrópu. Ráðgjafinn sagði: „Ekkert land getur hlaðið upp skuldum án þess að eiga hættu á því að fjárfestar kippi úr sambandi. Það er hagur hvers og eins lands að halda skuldum sínum eins lágum og hægt er." Dr. Konrad bætti svo við „Hvar þessi mörk liggja er metið í hverju tilfelli fyrir sig. Það veltur meðal annars á þáttum eins og hagvexti og fólksfjölgun. Dr. Konrad telur að lönd eigi að hafa frelsi til þess að safna skuldum, svo lengi sem þeim væri ekki velt yfir á þegna annarra landa. Þetta sagði Konrad í kjölfar þess að viðmælandi hans gaf í skyn að hann væri að mæla fyrir auknu sjálfstæði og minni miðstýringu. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, hefur alltaf haldið því fram að hún vilji viðhalda evrunni sem mynt allrar Evrópu í þeirri mynd sem hún er nú. Í ræðu sinni í þýska þinginu fyrir tveimur árum síðan sagði hún við þingmenn: „Enginn ætti að ganga að öðrum 50 árum af frið og farsæld í Evrópu sem vísum... þess vegna segi ég: Ef evran fellur, fellur Evrópa." Opinber afstaða þýskra yfirvalda er að evran sé nauðsynleg fyrir farsæld hinnar útflutningsmiðuðu þjóðar. Í stað þess að tala fyrir upplausn evrunnar, tala þýsk yfirvöld fyrir ströngum stjórnartaumum og miðstýringu yfir fjárlögum Evrópuþjóðanna. Fjármálaráðherrann Wolfgang Schaeuble varaði nýverið við því að lausafé yrði aukið til að örva hagvöxt en hann hefur á sama tíma bent á að eitthvað þurfi að gera til að takast á við stóraukið atvinnuleysi í suðurhluta Evrópu. Fjármálaráðherrann sagði í viðtali við Wirtschaftswoche: „Við erum að takast á við einhverskonar efnahagslegan geðklofa. Allir segja að verið sé að viðhalda of miklum hallarekstri og að aukið lausafé myndi gera stöðuna verri. Síðan eru aðrir sem segja að hagvöxturinn sé of lítill og því þurfi að auka lausafé." Sjá frétt um málið á vef Telegraph.
Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira