Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 19-20 | Stjarnan í úrslit Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 22. apríl 2013 15:57 Mynd/Vilhelm Stjarnan mætir Fram í úrslitum N1 deildar kvenna í handbolta eftir sigur á Val 20-19 í Vodafonehöllinni. Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins. Gríðarleg spenna var í leiknum og var jafnt á nánast öllum tölum í seinni hálfleik. Valur var lengst af yfir en Stjarnan skoraði tvö síðustu mörk leiksins þar sem Valur náði ekki að skora fjórar síðustu mínúturnar og ljóst að Íslandsmeistarar síðustu þriggja ára eru úr leik. Taugarnar voru að stríða báðum liðum fyrstu 10 mínútur leiksins. Sóknarleikur Vals var í molum og skoraði liðið annað mark sitt ekki fyrr en á 13. mínútu. Það kom ekki að sök því leikmenn Stjörnunnar virkuðu taugatrektar og lítið gekk í sókninni hjá þeim. Stjarnan komst í 3-1 en þá hrökk Valur í gang og skoraði liðið sjö mörk gegn einu á 15 mínútna kafla og komst Valur í 8-4. Lykilmenn í sókn Stjörnunnar náðu sér ekki á strik en þó náði liðið að minnka muninn í tvö mörk fyrir hálfleik 9-7. Munurinn var eitt til tvö mörk þar til á 39. mínútu þegar Stjarnan náði að jafna metin í 12-12. Bæði lið léku mjög góða vörn og sóknarleikurinn var að sama skapi liðunum erfiður. Valur hélt frumkvæðinu og náði Stjarnan ekki að komast yfir fyrr en á síðustu sekúndu leiksins. Þorgerður Anna Atladóttir bar sóknarleik Vals uppi og tók Stjarnan hana úr umferð stóran hluta seinni hálfleiks með góðum árangri þar sem aðrir leikmenn liðsins náðu sér ekki á strik. Jóna Margrét skoraði sigurmark Stjörnunnar en hún klikkaði úr sjö fyrstu skotum sínum í leiknum en bætti hressilega fyrir það. Markverðir liðanna voru góðir að vanda og lokaði Sunneva Einarsdóttir markinu á loka kaflanum. Sunneva var maður leiksins þó Jóna Margrét hafi stolið senunni í lokin. Stjarnan mætir Fram í úrslitum og verður fyrsti leikurinn leikinn í Safamýrinni á fimmtudaginn klukkan 15:00. Jóna Margrét: Var ömurleg en bætti það upp„Ég var búin að vera ömurleg allan leikinn og ef maður bætir það ekki upp svona þá veit ég ekki hvernig,“ sagði skælbrosandi Jóna Margrét Ragnarsdóttir eftir að hún var búin að fagna sigurmarki sínu vel og innilega. „Við erum með frábært lið sem er að toppa á réttum tíma. Við höldum þessu áfram á móti Fram,“ sagði Jóna Margrét sem viðurkenndi að leikmenn voru stressaðir í upphafi leiks. „Við vorum ótrúlega stressaðar. Ég fann það á sjálfri mér, ég var mjög andstutt. Svo komumst við yfir það og fórum að vinna hver fyrir aðra. Það átti engin stjörnuleik hjá okkur, þetta var liðsheildin sem skilaði þessu. „Við náðum að klóra í bakkann undir lok fyrri hálfleiks og oft byrjum við seinni hálfleik ömurlega en við vorum staðráðnar í að koma brjálaðar inn í seinni hálfleik og við gerðum það. „Sóknarleikurinn var ekki upp á marga fiska, þetta var vörn númer eitt, tvö og þrjú og Sunneva frábær fyrir aftan okkur,“ sagði Jóna að lokum. Stefán: Stjarnan er frábært lið„Við vorum með yfirhöndina allan leikinn en misstum þetta aðeins niður í lokin. Maður er mjög svekktur að hafa tapað þessum leik,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Vals. „Það er ljóst að leikmenn Vals lögðu sig alla í þennan leik og ég er gríðarlega stoltur af liðinu. Stundum er það í íþróttum að þegar tvö góð lið eigast við þá þarf eitt að detta út og það voru við í dag. „Við gerðum okkur grein fyrir að þetta væri erfitt verkefni og þetta var það. Stjarnan er með frábært lið og það verður gaman að sjá þessa rimmu, Fram - Stjarnan. Það verður hörku rimma. „Við byrjum illa en svo erum við með forystu allan leikinn. Við gerðum klaufa mistök og eigum fimm eða sex stangarskot í seinni hálfleik. Ég er hundfúll yfir að hafa tapað en ég er stoltur af mínu liði og ég held að það væru öll lið á Íslandi ánægð með þennan árangur sem við höfum náð þó við séum mjög fúl yfir að hafa ekki farið í úrslit,“ sagði Stefán sem segir ekki ljós hvort hann haldi áfram með liðið eða hætti. Skúli: Tókum þetta á skynseminni og karakternum„Þetta var kyngi magnaður leikur og þvílík spenna. Þú færð ekki mikið betri úrslitaleik en þetta. Það var mikil barátta og mikið haft fyrir mörkunum. Þetta var alvöru úrslitaleikur,“ sagði Skúli Gunnsteinsson sigurreifur þjálfari Stjörnunnar. „Ég er hrikalega stoltur af stelpunum. Við vorum ekki annálað varnarlið fyrir nokkrum mánuðum. Það var frekar okkar hausverkur en þær eru búnar að sýna að við getum spilað mjög öfluga vörn. Við getum spilað frábæra vörn. „Svo er það karakterinn í liðinu. Við gefumst aldrei upp og trúum alltaf á þetta þó Valur sé eitthvað að leiða og svo klárum við þetta og það er það sem skiptir máli. „Eftir 12 mínútur var búið að skora 4 mörk, þetta er ótrúlegur leikur og við vissum í hálfleik að við ættum töluvert inni í sókninni og vorum því rólegar þó við værum tveimur mörkum undir. Við vorum ánægðar með að halda þeim í 9 mörkum í hálfleik og það er frábært að halda þeim í 19 mörkum í leiknum. „Við tókum þetta á skynseminni og karakternum í sókninni í seinni hálfleik sem var frábært að sjá. „Úrslitakeppni kostar kraft og við erum að spila við frábært lið Vals. Auðvitað þurfti kraft í að klára dæmið og það sýndi sig í dag. „Það er svo merkilegt að á fjórum leikjum á 90 dögum hér á Hlíðarenda höfum við unnið þrjá. Eins og einhver Garðbæingur sagði þá er þetta að verða okkar heimavöllur,“ sagði Skúli sem hlakkar til að fá að kljást við Fram. „Fram er með frábært lið sem okkur hefur ekki gengið neitt allt of vel á móti í vetur og við þurfum að undirbúa okkur gríðarlega vel. „Við erum farnar að spila betri vörn og ég vona að það nýtist okkur gegn Fram. Ég óttast ekkert úti leikina. Við höfum verið betri á útivelli en heimavelli í vetur. „Eitt er víst að stúkan verður vel blá,“ sagði Skúli sem býst við fjölmenni á úrslitaleikina. Olís-deild kvenna Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Stjarnan mætir Fram í úrslitum N1 deildar kvenna í handbolta eftir sigur á Val 20-19 í Vodafonehöllinni. Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins. Gríðarleg spenna var í leiknum og var jafnt á nánast öllum tölum í seinni hálfleik. Valur var lengst af yfir en Stjarnan skoraði tvö síðustu mörk leiksins þar sem Valur náði ekki að skora fjórar síðustu mínúturnar og ljóst að Íslandsmeistarar síðustu þriggja ára eru úr leik. Taugarnar voru að stríða báðum liðum fyrstu 10 mínútur leiksins. Sóknarleikur Vals var í molum og skoraði liðið annað mark sitt ekki fyrr en á 13. mínútu. Það kom ekki að sök því leikmenn Stjörnunnar virkuðu taugatrektar og lítið gekk í sókninni hjá þeim. Stjarnan komst í 3-1 en þá hrökk Valur í gang og skoraði liðið sjö mörk gegn einu á 15 mínútna kafla og komst Valur í 8-4. Lykilmenn í sókn Stjörnunnar náðu sér ekki á strik en þó náði liðið að minnka muninn í tvö mörk fyrir hálfleik 9-7. Munurinn var eitt til tvö mörk þar til á 39. mínútu þegar Stjarnan náði að jafna metin í 12-12. Bæði lið léku mjög góða vörn og sóknarleikurinn var að sama skapi liðunum erfiður. Valur hélt frumkvæðinu og náði Stjarnan ekki að komast yfir fyrr en á síðustu sekúndu leiksins. Þorgerður Anna Atladóttir bar sóknarleik Vals uppi og tók Stjarnan hana úr umferð stóran hluta seinni hálfleiks með góðum árangri þar sem aðrir leikmenn liðsins náðu sér ekki á strik. Jóna Margrét skoraði sigurmark Stjörnunnar en hún klikkaði úr sjö fyrstu skotum sínum í leiknum en bætti hressilega fyrir það. Markverðir liðanna voru góðir að vanda og lokaði Sunneva Einarsdóttir markinu á loka kaflanum. Sunneva var maður leiksins þó Jóna Margrét hafi stolið senunni í lokin. Stjarnan mætir Fram í úrslitum og verður fyrsti leikurinn leikinn í Safamýrinni á fimmtudaginn klukkan 15:00. Jóna Margrét: Var ömurleg en bætti það upp„Ég var búin að vera ömurleg allan leikinn og ef maður bætir það ekki upp svona þá veit ég ekki hvernig,“ sagði skælbrosandi Jóna Margrét Ragnarsdóttir eftir að hún var búin að fagna sigurmarki sínu vel og innilega. „Við erum með frábært lið sem er að toppa á réttum tíma. Við höldum þessu áfram á móti Fram,“ sagði Jóna Margrét sem viðurkenndi að leikmenn voru stressaðir í upphafi leiks. „Við vorum ótrúlega stressaðar. Ég fann það á sjálfri mér, ég var mjög andstutt. Svo komumst við yfir það og fórum að vinna hver fyrir aðra. Það átti engin stjörnuleik hjá okkur, þetta var liðsheildin sem skilaði þessu. „Við náðum að klóra í bakkann undir lok fyrri hálfleiks og oft byrjum við seinni hálfleik ömurlega en við vorum staðráðnar í að koma brjálaðar inn í seinni hálfleik og við gerðum það. „Sóknarleikurinn var ekki upp á marga fiska, þetta var vörn númer eitt, tvö og þrjú og Sunneva frábær fyrir aftan okkur,“ sagði Jóna að lokum. Stefán: Stjarnan er frábært lið„Við vorum með yfirhöndina allan leikinn en misstum þetta aðeins niður í lokin. Maður er mjög svekktur að hafa tapað þessum leik,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Vals. „Það er ljóst að leikmenn Vals lögðu sig alla í þennan leik og ég er gríðarlega stoltur af liðinu. Stundum er það í íþróttum að þegar tvö góð lið eigast við þá þarf eitt að detta út og það voru við í dag. „Við gerðum okkur grein fyrir að þetta væri erfitt verkefni og þetta var það. Stjarnan er með frábært lið og það verður gaman að sjá þessa rimmu, Fram - Stjarnan. Það verður hörku rimma. „Við byrjum illa en svo erum við með forystu allan leikinn. Við gerðum klaufa mistök og eigum fimm eða sex stangarskot í seinni hálfleik. Ég er hundfúll yfir að hafa tapað en ég er stoltur af mínu liði og ég held að það væru öll lið á Íslandi ánægð með þennan árangur sem við höfum náð þó við séum mjög fúl yfir að hafa ekki farið í úrslit,“ sagði Stefán sem segir ekki ljós hvort hann haldi áfram með liðið eða hætti. Skúli: Tókum þetta á skynseminni og karakternum„Þetta var kyngi magnaður leikur og þvílík spenna. Þú færð ekki mikið betri úrslitaleik en þetta. Það var mikil barátta og mikið haft fyrir mörkunum. Þetta var alvöru úrslitaleikur,“ sagði Skúli Gunnsteinsson sigurreifur þjálfari Stjörnunnar. „Ég er hrikalega stoltur af stelpunum. Við vorum ekki annálað varnarlið fyrir nokkrum mánuðum. Það var frekar okkar hausverkur en þær eru búnar að sýna að við getum spilað mjög öfluga vörn. Við getum spilað frábæra vörn. „Svo er það karakterinn í liðinu. Við gefumst aldrei upp og trúum alltaf á þetta þó Valur sé eitthvað að leiða og svo klárum við þetta og það er það sem skiptir máli. „Eftir 12 mínútur var búið að skora 4 mörk, þetta er ótrúlegur leikur og við vissum í hálfleik að við ættum töluvert inni í sókninni og vorum því rólegar þó við værum tveimur mörkum undir. Við vorum ánægðar með að halda þeim í 9 mörkum í hálfleik og það er frábært að halda þeim í 19 mörkum í leiknum. „Við tókum þetta á skynseminni og karakternum í sókninni í seinni hálfleik sem var frábært að sjá. „Úrslitakeppni kostar kraft og við erum að spila við frábært lið Vals. Auðvitað þurfti kraft í að klára dæmið og það sýndi sig í dag. „Það er svo merkilegt að á fjórum leikjum á 90 dögum hér á Hlíðarenda höfum við unnið þrjá. Eins og einhver Garðbæingur sagði þá er þetta að verða okkar heimavöllur,“ sagði Skúli sem hlakkar til að fá að kljást við Fram. „Fram er með frábært lið sem okkur hefur ekki gengið neitt allt of vel á móti í vetur og við þurfum að undirbúa okkur gríðarlega vel. „Við erum farnar að spila betri vörn og ég vona að það nýtist okkur gegn Fram. Ég óttast ekkert úti leikina. Við höfum verið betri á útivelli en heimavelli í vetur. „Eitt er víst að stúkan verður vel blá,“ sagði Skúli sem býst við fjölmenni á úrslitaleikina.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti