Lífið

Kolbrún Björnsdóttir segir upp á Bylgjunni

Ellý Ármanns skrifar
Mynd/Stefán Karlsson
Eftirfarandi skilaboð skrifaði Kolbrún Björnsdóttir útvarpskona á Bylgjunni á Facebook síðuna sína rétt í þessu:

,,Las einhvers staðar að 2013 væri ár breytinga. Tók því svo bókstaflega að ég sagði upp starfi mínu. Svona lifir kona á brúninni..."



Hættir eftir ríflega sex ár


,,Ég er að hætta út af vinnutímanum. Ríflega sex ár svona snemma á morgnana er alveg nóg," svarar Kolbrún þegar við spyrjum hana af hverju hún sagði starfi sínu lausu á Bylgjunni.

Tekur sinn toll

"Ég er farin að finna fyrir því hvaða toll þessi vinnutími tekur af mér," bætir hún við en útvarpsþátturinn Í bítið hefst klukkan 06:50 á hverjum morgni."

Óljóst hvað tekur við

Hvenær hættir þú og hvað tekur við hjá þér? ,,Ég veit ekki hvenær ég hætti eða hvað tekur við. Það er óljóst."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.