„Það væri rétt að hafa sérstakan heilbrigðisráðherra,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fésbókarsíðu sinni. Áður en bankahrunið skall á var félagsmálaráðherra sem sá hafði umsjón með tryggingamálum, málefnum fatlaðra og Íbúðalánasjóði svo dæmi séu tekin. Annar ráðherra, heilbrigðisráðherra, hafði umsjón með heilbrigðismálum. Á miðju kjörtímabili eftir hrun voru ráðuneytin svo sameinuð í eitt velferðarráðuneyti og Guðbjartur Hannesson skipaður ráðherra í því.
„Málaflokkurinn er einfaldlega það stór og mikilvægur og verkefnin framundan svo aðkallandi að ráðherrann ætti ekki samhliða að hafa á sinni könnu endurskoðun tryggingakerfisins, vanda Íbúðalánasjóðs og annað sem tilheyrði áður félags- og tryggingamálaráðuneytinu,“segir Bjarni.
Bjarni vill skipta verkefnum velferðarráðherra í tvennt
Jón Hákon Halldórsson skrifar
