Suarez enn á milli tannanna á fólki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2013 00:01 Suarez skorar jöfnunarmarkið í blálokin. Nordicphotos/AFP Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. Það voru leikmenn Chelsea sem voru beittari framan af leik og komust yfir á 26. mínútu leiksins. Juan Mata hélt áfram að leggja upp mörk fyrir félaga sína en hornspyrna Spánverjans rataði á koll Brasilíumannsins Oscar. Mata hefur lagt upp tólf mörk í deildinni á leiktíðinni og stefnir í að verða matari ársins. Fyrri hálfleikur var annars heldur tíðindalítill en áhorfendur voru ekki sviknir af síðari hálfleiknum. Daniel Sturridge kom inn á sem varamaður í hálfleik og Liverpool beit frá sér. Varamaðurinn var búinn að leggja upp dauðafæri og skjóta í stöng á innan við tveimur mínútum svo von kviknaði í hjörtum heimamanna.Oscar kemur Chelsea á bragðið eftir stoðsendingu Juan Mata.Nordicphotos/GettySturridge batt svo enda á frábæra sókn Liverpool með fínu marki á 52. mínútu. Luis Suarez átti stoðsendinguna sem var stórkostleg og Sturridge þurfti aðeins að stýra boltanum í netið af stuttu færi. Enn jókst dramatíkin fimm mínútum síðar þegar Chelsea fékk hornspyrnu. Luis Suarez handlék boltann klaufalega og vítaspyrna réttilega dæmd. Eden Hazard skoraði af fádæma öryggi úr spyrnunni þrátt fyrir að heila eilífð þyrfti að bíða eftir að hún yrði tekin.Ivanovic öskrar eftir að Suarez beit til hans.NordicphotosAFPÁ 65. mínútu gerðist umdeilt atvik. Suarez tapaði þá boltanum eftir baráttu við Branislav Ivanovic og virtist bíta til Ivanovic. Kevin Friend, dómari leiksins, sá ekki atvikið en Ivanovic gerði þó tilraun til að sýna honum tannfarið. Þegar allt stefndi í útisigur Chelsea og sjö mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma dúkkaði umdeildasti maður dagsins upp á nærstönginni og tryggði Liverpool stigið. Stuðningsmenn Arsenal og Tottenham fagna úrslitunum vafalítið enda liðin þrjú í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúleg endurkoma Tottenham Tottenham lagði Manchester City af velli 3-1 á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag. Samir Nasri kom City yfir í fyrri hálfleik með marki á 5. mínútu. Hann fékk góða sendingu frá James Milner og renndi boltanum í fjærhornið. 21. apríl 2013 00:01 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. Það voru leikmenn Chelsea sem voru beittari framan af leik og komust yfir á 26. mínútu leiksins. Juan Mata hélt áfram að leggja upp mörk fyrir félaga sína en hornspyrna Spánverjans rataði á koll Brasilíumannsins Oscar. Mata hefur lagt upp tólf mörk í deildinni á leiktíðinni og stefnir í að verða matari ársins. Fyrri hálfleikur var annars heldur tíðindalítill en áhorfendur voru ekki sviknir af síðari hálfleiknum. Daniel Sturridge kom inn á sem varamaður í hálfleik og Liverpool beit frá sér. Varamaðurinn var búinn að leggja upp dauðafæri og skjóta í stöng á innan við tveimur mínútum svo von kviknaði í hjörtum heimamanna.Oscar kemur Chelsea á bragðið eftir stoðsendingu Juan Mata.Nordicphotos/GettySturridge batt svo enda á frábæra sókn Liverpool með fínu marki á 52. mínútu. Luis Suarez átti stoðsendinguna sem var stórkostleg og Sturridge þurfti aðeins að stýra boltanum í netið af stuttu færi. Enn jókst dramatíkin fimm mínútum síðar þegar Chelsea fékk hornspyrnu. Luis Suarez handlék boltann klaufalega og vítaspyrna réttilega dæmd. Eden Hazard skoraði af fádæma öryggi úr spyrnunni þrátt fyrir að heila eilífð þyrfti að bíða eftir að hún yrði tekin.Ivanovic öskrar eftir að Suarez beit til hans.NordicphotosAFPÁ 65. mínútu gerðist umdeilt atvik. Suarez tapaði þá boltanum eftir baráttu við Branislav Ivanovic og virtist bíta til Ivanovic. Kevin Friend, dómari leiksins, sá ekki atvikið en Ivanovic gerði þó tilraun til að sýna honum tannfarið. Þegar allt stefndi í útisigur Chelsea og sjö mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma dúkkaði umdeildasti maður dagsins upp á nærstönginni og tryggði Liverpool stigið. Stuðningsmenn Arsenal og Tottenham fagna úrslitunum vafalítið enda liðin þrjú í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúleg endurkoma Tottenham Tottenham lagði Manchester City af velli 3-1 á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag. Samir Nasri kom City yfir í fyrri hálfleik með marki á 5. mínútu. Hann fékk góða sendingu frá James Milner og renndi boltanum í fjærhornið. 21. apríl 2013 00:01 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Ótrúleg endurkoma Tottenham Tottenham lagði Manchester City af velli 3-1 á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag. Samir Nasri kom City yfir í fyrri hálfleik með marki á 5. mínútu. Hann fékk góða sendingu frá James Milner og renndi boltanum í fjærhornið. 21. apríl 2013 00:01