Skiluðu seðlaveskinu til Sir Alex Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2013 14:18 Frá vinstri: Árni Gautur, Sir Alex, Orri Þórðarson og hárprúður Gunnlaugur Jónsson. Mynd/Gunnlaugur Jónsson „Það var fallega gert hjá konunni í búðinni að treysta okkur fyrir því að skila veskinu," segir Gunnlaugur Jónsson. Gunnlaugur var ásamt félögum sínum í 16 ára landsliðinu á Heathrow flugvelli í London þar sem liðið millilenti á leið sinni til og frá Möltu vorið 1991. Á göngu sinni með Árna Gaut Arasyni og Orra Þórðarsyni urðu þeir varir við knattspyrnustjóra Manchester United, Alex Ferguson. „Við vorum bara að þræða búðirnar og þá sáum við goðið. Við vorum reyndar hálffeimnir en gripum tækifærið þegar við sáum hann gleyma veskinu," segir Gunnlaugur sem lék um árabil með Skagamönnum og KR en þjálfar í dag meistaraflokk HK. Á þessum tíma hafði Ferguson stýrt United í fjögur og hálft ár og aðeins landað einum titli af þeim 38 sem áttu eftir að koma í hús hjá Rauðu djöflunum. „Við vorum með það alveg á tandurhreinu hver þetta var. Við vorum og erum allir harðir United aðdáendur," segir Gunnlaugur um sig og félaga sína. Hann minnir á að Ferguson hafi í tvígang komið með lið Aberdeen á Skipasaga á níunda áratugnum. Gunnlaugur segir að sérstaklega góður vinskapur hafi tekist með þeim Gunnari Sigurðarsyni knattspyrnufrömuði á Skaganum. Þeir hafi skipst á jólakortum í mörg ár og vinskapurinn varð til þess að Gunnlaugi bauðst að fara út og æfa einn veturinn og stóð valið á milli Aberdeen og United. „Það var valið að fara til Aberdeen af því það var minna félag og meiri fjölskyldustemmning. Ég hef hugsað um það síðan af hverju ég barðist ekki fyrir því að fara til United og æfa með Beckham og félögum sem eru á svipuðum aldrei," segir Gunnlaugur og hlær. Skagamaðurinn er árinu eldri en David Beckham, Gary Neville, Paul Scholes og Nicky Butt. Ferguson er vel stæður eftir árin 26 á Old Trafford. Gunnlaug rekur ekki minni hvort seðlaveskið hafi verið úttroðið hjá þeim skoska. „Við vorum svo góðir strákar að við opnuðum veskið ekki einu sinni."Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Enski boltinn Tengdar fréttir Gullkorn úr smiðju Sir Alex Sir Alex Ferguson hefur verið óhræddur við að segja blaðamönnum skoðun sína í gegnum árin. Mörg gullkornin hafa fallið og margir fengið að heyra það. 8. maí 2013 12:12 Svipmyndir frá litríkum ferli Ferguson Sir Alex Ferguson lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United í lok leiktíðar eftir einstakan feril. 8. maí 2013 09:53 Moyes sagður taka við af Ferguson The Times greinir frá því að David Moyes verði næsti knattspyrnustjóri Manchester United. 8. maí 2013 12:56 Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
„Það var fallega gert hjá konunni í búðinni að treysta okkur fyrir því að skila veskinu," segir Gunnlaugur Jónsson. Gunnlaugur var ásamt félögum sínum í 16 ára landsliðinu á Heathrow flugvelli í London þar sem liðið millilenti á leið sinni til og frá Möltu vorið 1991. Á göngu sinni með Árna Gaut Arasyni og Orra Þórðarsyni urðu þeir varir við knattspyrnustjóra Manchester United, Alex Ferguson. „Við vorum bara að þræða búðirnar og þá sáum við goðið. Við vorum reyndar hálffeimnir en gripum tækifærið þegar við sáum hann gleyma veskinu," segir Gunnlaugur sem lék um árabil með Skagamönnum og KR en þjálfar í dag meistaraflokk HK. Á þessum tíma hafði Ferguson stýrt United í fjögur og hálft ár og aðeins landað einum titli af þeim 38 sem áttu eftir að koma í hús hjá Rauðu djöflunum. „Við vorum með það alveg á tandurhreinu hver þetta var. Við vorum og erum allir harðir United aðdáendur," segir Gunnlaugur um sig og félaga sína. Hann minnir á að Ferguson hafi í tvígang komið með lið Aberdeen á Skipasaga á níunda áratugnum. Gunnlaugur segir að sérstaklega góður vinskapur hafi tekist með þeim Gunnari Sigurðarsyni knattspyrnufrömuði á Skaganum. Þeir hafi skipst á jólakortum í mörg ár og vinskapurinn varð til þess að Gunnlaugi bauðst að fara út og æfa einn veturinn og stóð valið á milli Aberdeen og United. „Það var valið að fara til Aberdeen af því það var minna félag og meiri fjölskyldustemmning. Ég hef hugsað um það síðan af hverju ég barðist ekki fyrir því að fara til United og æfa með Beckham og félögum sem eru á svipuðum aldrei," segir Gunnlaugur og hlær. Skagamaðurinn er árinu eldri en David Beckham, Gary Neville, Paul Scholes og Nicky Butt. Ferguson er vel stæður eftir árin 26 á Old Trafford. Gunnlaug rekur ekki minni hvort seðlaveskið hafi verið úttroðið hjá þeim skoska. „Við vorum svo góðir strákar að við opnuðum veskið ekki einu sinni."Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gullkorn úr smiðju Sir Alex Sir Alex Ferguson hefur verið óhræddur við að segja blaðamönnum skoðun sína í gegnum árin. Mörg gullkornin hafa fallið og margir fengið að heyra það. 8. maí 2013 12:12 Svipmyndir frá litríkum ferli Ferguson Sir Alex Ferguson lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United í lok leiktíðar eftir einstakan feril. 8. maí 2013 09:53 Moyes sagður taka við af Ferguson The Times greinir frá því að David Moyes verði næsti knattspyrnustjóri Manchester United. 8. maí 2013 12:56 Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Gullkorn úr smiðju Sir Alex Sir Alex Ferguson hefur verið óhræddur við að segja blaðamönnum skoðun sína í gegnum árin. Mörg gullkornin hafa fallið og margir fengið að heyra það. 8. maí 2013 12:12
Svipmyndir frá litríkum ferli Ferguson Sir Alex Ferguson lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Manchester United í lok leiktíðar eftir einstakan feril. 8. maí 2013 09:53
Moyes sagður taka við af Ferguson The Times greinir frá því að David Moyes verði næsti knattspyrnustjóri Manchester United. 8. maí 2013 12:56
Sir Alex kveður United Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. 8. maí 2013 08:47