Viðskipti innlent

Kínverjar vilja kaupa jörð í Reykjadal

Myndin er á vefsíðu Akureyri vikublað.
Myndin er á vefsíðu Akureyri vikublað.
Kínverjar leita nú leiða til að fá áratuga aðgang að jörð í Reykjadal vegna norðurljósarannsókna. Til skoðunar er að stofnað verði félag um málið með Arctic Portal, Eyþingi og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga.

Þetta kemur fram á vefsíðu blaðsins Akureyri vikublað. Um er að ræða opinbera rannsóknarstofnun eða stofnanir í Kína sem hafa áhuga á jörðinni.

Á vefsíðunni  segir að ef af stofnun félagsins verður myndi það kaupa jörðina Kárhól í Reykjadal og leigja hana Kínverjum til langs tíma ekki ósvipað og á Grímsstöðum á Fjöllum. Eftir því sem heimildir blaðsins herma vilja Kínverjar njóta aðgangs að jörðinni að lágmarki 33 ár.

Kárhóll var auglýstur til sölu á dögunum en er ekki á söluskrá sem stendur. Heimamenn eru missáttir með framtíðaráformin, m.a. vegna þess að Kínverjar hyggjast byggja upp fjölda húsa auk þeirra sem fyrir eru. Hermt er að þeir hyggist stunda fleiri rannsóknir en bara norðurljósarannsóknir.

Samkvæmt heimildum blaðsins vilja Kínverjarnir hefja starfsemi strax í haust. Þeir vilja keyra málið í gegn. Stjórnvöld, ekki síst utanríkisráðuneytið, hafa krafist meiri upplýsinga og hafa spyrnt við fótum samkvæmt heimildum blaðsins. Sjá má fréttina hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×