Bjarnfreður var fullur efasemda Stígur Helgason skrifar 6. maí 2013 11:26 Bjarnfreður Ólafsson, lengst til hægri á myndinni, er ákærður fyrir að hafa sent inn falska tilkynningu um viðskiptin. Mynd/ Stefán. Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafi verið fullir efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. Bjarnfreður segist engu að síður hafa gert rétt með því að senda tilkynningu um hækkunina til Fyrirtækjaskrár, enda hafi hann þar bara verið að sinna skyldu sinni sem lögmaður félagsins. Tilkynningin hafi verið sannleikanum samkvæm, enda hækkunin samþykkt með þessum hætti í stjórn Existu. „Hún er 100% hárrétt og ég mundi orða hana eins aftur í dag. Það var rétt ákvörðun hjá mér að gera eins og mér var boðið af umbjóðanda mínum," sagði Bjarnfreður þegar hann gaf skýrslu í máli sérstaks saksóknara á hendur honum og Lýði í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Exista hafi talið sig hafa fengið sanngjarnt verð fyrir hækkunina og jafnframt talið sig hafa fengið lögfræðiráðgjöf um að hún væri eðlileg. Hann sagði hins vegar að sú túlkun að þessi leið væri heimil hafi mætt miklum efasemdum hjá lögfræðingum Logos. „Ég efaðist ekki um það eina ekúndu að það mundi reyna á þessa túlkun," sagði Bjarnfreður, með vísan til þess að hann hafi talið að málið mundi líklega stoppa á Fyrirtækjaskrá. Það hafi hins vegar ekki gerst. „Starfsmenn fyrirtækjaskrár, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, brugðust þeirri lagaskyldu sinni að einfaldlega lesa tilkynninguna. Það er með ólíkindum," sagði Bjarnfreður. Það var ekki fyrr en sumarið eftir sem málið var skoðað, hlutafjáraukningin lýst ólögmæt og hlutaféð lækkað aftur. Í millitíðinni, eftir að Lýður og Ágúst treystu tök sín á Existu með hlutafjáraukningunni, hafði hins vegar myndast yfirtökuskylda og þeir keypt hluti annarra, sem varð til þess að þeir héldu yfirráðum yfir félaginu þótt hlutafjáraukningin gengi til baka og milljarðurinn væri greiddur aftur. Bjarnfreður staðfesti að milljarðurinn hefði legið á reikningi á vegum Logos allan tímann þangað til hlutafjáraukningin gekk til baka sumarið 2009. Hann kom því aldrei formlega inn í rekstur Existu. Tengdar fréttir Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54 Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50 Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira
Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafi verið fullir efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. Bjarnfreður segist engu að síður hafa gert rétt með því að senda tilkynningu um hækkunina til Fyrirtækjaskrár, enda hafi hann þar bara verið að sinna skyldu sinni sem lögmaður félagsins. Tilkynningin hafi verið sannleikanum samkvæm, enda hækkunin samþykkt með þessum hætti í stjórn Existu. „Hún er 100% hárrétt og ég mundi orða hana eins aftur í dag. Það var rétt ákvörðun hjá mér að gera eins og mér var boðið af umbjóðanda mínum," sagði Bjarnfreður þegar hann gaf skýrslu í máli sérstaks saksóknara á hendur honum og Lýði í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Exista hafi talið sig hafa fengið sanngjarnt verð fyrir hækkunina og jafnframt talið sig hafa fengið lögfræðiráðgjöf um að hún væri eðlileg. Hann sagði hins vegar að sú túlkun að þessi leið væri heimil hafi mætt miklum efasemdum hjá lögfræðingum Logos. „Ég efaðist ekki um það eina ekúndu að það mundi reyna á þessa túlkun," sagði Bjarnfreður, með vísan til þess að hann hafi talið að málið mundi líklega stoppa á Fyrirtækjaskrá. Það hafi hins vegar ekki gerst. „Starfsmenn fyrirtækjaskrár, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, brugðust þeirri lagaskyldu sinni að einfaldlega lesa tilkynninguna. Það er með ólíkindum," sagði Bjarnfreður. Það var ekki fyrr en sumarið eftir sem málið var skoðað, hlutafjáraukningin lýst ólögmæt og hlutaféð lækkað aftur. Í millitíðinni, eftir að Lýður og Ágúst treystu tök sín á Existu með hlutafjáraukningunni, hafði hins vegar myndast yfirtökuskylda og þeir keypt hluti annarra, sem varð til þess að þeir héldu yfirráðum yfir félaginu þótt hlutafjáraukningin gengi til baka og milljarðurinn væri greiddur aftur. Bjarnfreður staðfesti að milljarðurinn hefði legið á reikningi á vegum Logos allan tímann þangað til hlutafjáraukningin gekk til baka sumarið 2009. Hann kom því aldrei formlega inn í rekstur Existu.
Tengdar fréttir Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54 Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50 Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira
Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54
Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50