Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Stígur Helgason skrifar 6. maí 2013 10:54 Lýður Guðmundsson ásamt verjanda sínum, Gesti Jónssyni fyrir rétti í morgun. Mynd/ Stefán. Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. Þetta stangast á við framburð Hilmars og Þorvarðar Gunnarssonar, forstjóra Deloitte, við skýrslutökur hjá sérstökum saksóknara. Lýður og Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður hjá Logos, hafa báðir lokið við að gefa skýrslu fyrir dómi í máli sérstaks saksóknara á hendur þeim fyrir brot á hlutafélagalögum við hlutafjáraukninguna í desember 2008. Lýður er ákærður fyrir að brjóta vísvitandi gegn hlutafélagalögum með því að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu í því skyni að tryggja sér og bróður sínum Ágústi áframhaldandi yfirráð yfir félaginu þegar Nýja Kaupþing áformaði að leysa til sín hlut þeirra. Lýður neitar því alfarið að hafa brotið lög vísvitandi. „Ég tel okkur hafa greitt sannvirði fyrir hlutinn," sagði hann í morgun, og bar fyrir sig mat bæði frá Deloitte og Fjármálaeftirlitinu, sem hafi lagt blessun sína yfir gjörninginn. Kveðið er á um það í 16. grein hlutafélagalaga að ekki megi greiða minna en nafnverð fyrir hlut í félagi. Samkvæmt því hefði átt að greiða 50 milljarða fyrir hlutafjáraukninguna. Sem áður segir var hins vegar aðeins einn milljarður greiddur, tvö prósent af virðinu, og sá milljarður var auk þess fenginn að láni frá Lýsingu, sem var að öllu leyti í eigu Existu. Lýður sagði þó að tryggingar hefðu komið á móti því láni. Í öðrum lið ákærunnar er Lýður ákærður, ásamt Bjarnfreði, fyrir að skýra rangt og villandi frá hlutafjárhækkuninni með tilkynningu til Fyrirtækjaskrár. Í ákærunni er Bjarnfreður sagður hafa sent tilkynninguna að undirlagi Lýðs. Lýður segir hins vegar að þáttur hans í að útbúa og senda tilkynninguna hafi verið „nákvæmlega enginn". Finnur Sveinbjörnsson, fyrrverandi bankastjóri Nýja Kaupþings, var fyrstur í vitnastúku í morgun. Vísir mun flytja frekari fréttir af réttarhöldunum í dag. Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. Þetta stangast á við framburð Hilmars og Þorvarðar Gunnarssonar, forstjóra Deloitte, við skýrslutökur hjá sérstökum saksóknara. Lýður og Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður hjá Logos, hafa báðir lokið við að gefa skýrslu fyrir dómi í máli sérstaks saksóknara á hendur þeim fyrir brot á hlutafélagalögum við hlutafjáraukninguna í desember 2008. Lýður er ákærður fyrir að brjóta vísvitandi gegn hlutafélagalögum með því að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu í því skyni að tryggja sér og bróður sínum Ágústi áframhaldandi yfirráð yfir félaginu þegar Nýja Kaupþing áformaði að leysa til sín hlut þeirra. Lýður neitar því alfarið að hafa brotið lög vísvitandi. „Ég tel okkur hafa greitt sannvirði fyrir hlutinn," sagði hann í morgun, og bar fyrir sig mat bæði frá Deloitte og Fjármálaeftirlitinu, sem hafi lagt blessun sína yfir gjörninginn. Kveðið er á um það í 16. grein hlutafélagalaga að ekki megi greiða minna en nafnverð fyrir hlut í félagi. Samkvæmt því hefði átt að greiða 50 milljarða fyrir hlutafjáraukninguna. Sem áður segir var hins vegar aðeins einn milljarður greiddur, tvö prósent af virðinu, og sá milljarður var auk þess fenginn að láni frá Lýsingu, sem var að öllu leyti í eigu Existu. Lýður sagði þó að tryggingar hefðu komið á móti því láni. Í öðrum lið ákærunnar er Lýður ákærður, ásamt Bjarnfreði, fyrir að skýra rangt og villandi frá hlutafjárhækkuninni með tilkynningu til Fyrirtækjaskrár. Í ákærunni er Bjarnfreður sagður hafa sent tilkynninguna að undirlagi Lýðs. Lýður segir hins vegar að þáttur hans í að útbúa og senda tilkynninguna hafi verið „nákvæmlega enginn". Finnur Sveinbjörnsson, fyrrverandi bankastjóri Nýja Kaupþings, var fyrstur í vitnastúku í morgun. Vísir mun flytja frekari fréttir af réttarhöldunum í dag.
Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira