Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Valur 1-2 Kristinn Páll Teitsson á Árbæjarvelli skrifar 6. maí 2013 10:27 Mynd/Ernir Rautt spjald á Finn Ólafsson, leikmann Fylkis reyndist vendipunkturinn í 2-1 sigri Valsmanna í Pepsi deild karla. Fylkismenn sem voru 1-0 yfir fengu dæmt á sig víti og rautt spjald og eftir það tóku Valsmenn völdin og unnu að lokum sigur. Bæði liðin styrktu sig vel fyrir tímabilið og var því mikil eftirvænting að sjá hvernig nýju mennirnir myndu standa sig. Það var töluverður vorbragur yfir fyrri hálfleik, sóknarleikurinn var slakur og lítið um færi. Besta færi hálfleiksins fékk Viðar Örn Kjartansson eftir stungusendingu frá Tryggva en skot hans fór framhjá. Þá átti James Hurst skalla sem var varinn á línu um miðbik hálfleiksins. Heimamenn náðu forskotinu eftir aðeins nokkrar mínútur í seinni hálfleik, eftir fyrirgjöf skallaði Tryggvi boltann aftur inn í teiginn og Viðar Örn skóflaði lausu skoti í hornið. Valsmenn virtust vakna við þetta og fóru að sækja meira á mark Fylkismanna. Upp úr hornspyrnu á 60. mínútu kom svo vendipunktur leiksins. Haukur Páll náði góðum skalla sem var á leiðinni í netið en Finnur Ólafsson blakaði boltanum í burtu og fékk dæmt á sig víti og rautt spjald. Á vítapunktinn steig Kristinn Freyr Sigurðsson og skoraði afar örugglega. Eftir þetta reyndu heimamenn að verja stigið og Valsarar tóku völdin í leiknum. Á 78. mínútu kom svo sigurmarkið, eftir fyrirgjöf datt boltinn fyrir Hauk Pál fyrir utan vítateig sem var ekkert að hika og smellti boltanum í hornið, óverjandi fyrir Bjarna í markinu. Fylkismenn fengu ágætt færi til að jafna strax úr miðjunni, eftir langa sendingu fram átti Viðar Örn hörku skot sem endaði í slánni. Þetta reyndist seinasta tilraun heimamanna, Rúnar Már sem kom inná átti ágætis tilraun fyrir gestina en Bjarni varði vel frá honum. Bæði liðin geta verið nokkuð sátt með sitt, heimamenn spiluðu vel og voru í fínum málum allt fram að rauða spjaldinu sem breytti gangi leiksins. Valsmenn geta verið ánægðir með stigin þrjú, það var vorbragur á báðum liðum og bæði liðin voru með fjölda nýrra leikmanna en Valsarar tóku stigin þrjú. Haukur Páll átti góðan leik, hann stjórnaði miðjunni vel ásamt því að skora eitt og fá víti. Í liði Fylkismanna var Viðar Örn síógnandi og var óheppin að bæta ekki við marki á lokamínútum leiksins. Magnús: Gott próf að lenda undir„Ég var ekki ánægður með okkur í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá okkur þegar leið á leikinn," sagði Magnús Gylfason, þjálfari Vals eftir leikinn. „Við vorum tilbúnir í baráttuna, við ætluðum að pressa á þá og spila taktík en þeir spiluðu á löngum boltum og það breytti taktíkinni okkar. Við urðum að aðlaga okkur og mér fannst við gera það vel, sérstaklega eftir fyrsta markið þegar við byrjum að skapa okkur fullt af færum." „Ég veit ekki hvað menn voru að gera í markinu þeirra, hvort þeir væru að bíða eftir að einhver annar myndi taka hann. Fyrsta reglan í eigin teig er að losa boltann út en við gerðum það ekki í markinu," Haukur Páll sem tók við fyrirliðabandinu af Atla Sveini eftir síðasta tímabil steig upp og átti stóran þátt í fyrra markinu og skora seinna markið. „Ég er gríðarlega ánægður með hann eins og alltaf. Hann fær vítið og skorar svo frábært mark, hann er nagli og steig upp. Mér fannst allt liðið bregðast vel við þegar við lentum undir, við erum ekki oft búnir að lenda undir í vetur og þetta var gott próf fyrir liðið," Margir nýjir leikmenn voru í báðum liðum og tók það tíma fyrir menn að ná áttum. „Ég gaf mér að þetta yrði ekki knattspyrna á hæsta gæðaflokki og ég sagði þeim að ná bara í þrjú stig. Ég átti von að við myndum spila aðeins betur í sóknarleiknum en vellirnir eru ekki alveg tilbúnir og við erum nýbyrjaðir að spila á grasi svo þetta tekur smá tíma." „Það eru flestir búnir að vera lengi hjá mér svo ég ætla ekki að vera kvarta of mikið. Það er auðvitað frábært að vera í upphafi móts með 22 leikmenn sem eru heilir til að velja úr," sagði Magnús. Ásmundur: Ánægður með spilamennskuna„Mér fannst við hafa þokkaleg tök á leiknum lengst af og í forystunni leið mér nokkuð vel. Svo breytist allt þegar vítið kemur," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis eftir leikinn. „Að fá á sig víti, rautt spjald og lenda manni undir er erfitt. Það breytir því ekki að við unnum vel, menn stigu upp og við fengum færi í framhaldinu, meðal annars þegar þeir eru nýbúnir að ná forystunni," Vendipunkturinn í leiknum var rautt spjald á 60. mínútu, Fylkismenn voru 1-0 yfir en eftir rauða spjaldið tóku Valsarar völdin. „Þetta var vendipunkturinn í leiknum en ég verð að hrósa leikmönnunum, þetta var heilt yfir fínt leikur og eitthvað til að byggja á. Það var fúlt að fá ekki neitt úr þessu, við fengum færin til þess," Mikið var um nýja leikmenn hjá báðum liðum. „Það tekur eflaust smá tíma að spila sig saman. Menn eru búnir að vera detta inn í vetur og Tommi kemur inn bara fyrir nokkrum dögum, þótt hann sé ekki nýr leikmaður þá kemur hann aftur inn í þetta með stuttum fyrirvara. Það er ekki óeðlilegt að það þurfi smá tíma til að slípast saman," sagði Ásmundur. Haukur: Fyrstu leikirnir eru baráttuleikir„Maður reynir að gera sitt besta á vellinum fyrir liðið og ég tel mig svo sannarlega hafa gert það í dag," sagði Haukur Páll Sigurðsson, leikmaður Vals léttur eftir leikinn. „Ég hitti hann vel, bæði í skallanum sem gaf okkur vítið og svo í sigurmarkinu. Það var ánægjulegt að sjá seinni boltann inni," Mikil barátta var í leiknum og var jafnt með liðunum allt fram að vítinu sem Valsmenn fengu. „Þetta einkennir yfirleitt fyrstu leikina í Pepsi deildinni, baráttuleikir og Fylkismenn gáfu ekkert eftir. Þetta gat dottið báðu megin en sem betur fer datt þetta fyrir okkur í dag." „Þeir misstu mann af velli í vítinu og fyrir vikið gátum við farið að spila boltanum meira niðri. Þeir gátu ekki verið að pressa okkur jafn hátt og þegar við vorum 11 gegn 11, um leið og þeir misstu mann af velli stigum við upp." Margir nýjir leikmenn spiluðu í báðum liðum fyrsta leik sinn fyrir liðið í dag. „Það tekur tíma, við erum búnir að vera með stíganda í undirbúningnum okkar í vetur sem mér líst vel á. Vonandi heldur þetta áfram í sumar og þá er ég bara bjartsýnn á sumarið." „Við þurfum að finna jafnvægi milli ára að skipta svona mörgum inn og út. Þeir sem komu inn í ár hafa smollið beint inn og mér finnst Maggi hafa gert vel með að ná í jafnt reynsluríka og unga og efnilega leikmenn," sagði Haukur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 2-1 KR-ingar unnu í kvöld góðan 2-1 sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var svona miðað við allt nokkuð fjörugur og skemmtilegur og hefðu úrslitin hæglega getað endað öðruvísi. 6. maí 2013 10:24 Fyrsta umferð Pepsi-deildarinnar klárast - allir leikir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis. 6. maí 2013 18:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 2-1 Íslandsmeistarar FH hófu titilvörnina á 2-1 sigri á Keflavík á Kaplakrikavelli í kvöld. Atli Viðar Björnsson og Albert Brynjar Gunnarsson skoruðu mörk liðsins í fyrri hálfleiknum. 6. maí 2013 10:23 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Rautt spjald á Finn Ólafsson, leikmann Fylkis reyndist vendipunkturinn í 2-1 sigri Valsmanna í Pepsi deild karla. Fylkismenn sem voru 1-0 yfir fengu dæmt á sig víti og rautt spjald og eftir það tóku Valsmenn völdin og unnu að lokum sigur. Bæði liðin styrktu sig vel fyrir tímabilið og var því mikil eftirvænting að sjá hvernig nýju mennirnir myndu standa sig. Það var töluverður vorbragur yfir fyrri hálfleik, sóknarleikurinn var slakur og lítið um færi. Besta færi hálfleiksins fékk Viðar Örn Kjartansson eftir stungusendingu frá Tryggva en skot hans fór framhjá. Þá átti James Hurst skalla sem var varinn á línu um miðbik hálfleiksins. Heimamenn náðu forskotinu eftir aðeins nokkrar mínútur í seinni hálfleik, eftir fyrirgjöf skallaði Tryggvi boltann aftur inn í teiginn og Viðar Örn skóflaði lausu skoti í hornið. Valsmenn virtust vakna við þetta og fóru að sækja meira á mark Fylkismanna. Upp úr hornspyrnu á 60. mínútu kom svo vendipunktur leiksins. Haukur Páll náði góðum skalla sem var á leiðinni í netið en Finnur Ólafsson blakaði boltanum í burtu og fékk dæmt á sig víti og rautt spjald. Á vítapunktinn steig Kristinn Freyr Sigurðsson og skoraði afar örugglega. Eftir þetta reyndu heimamenn að verja stigið og Valsarar tóku völdin í leiknum. Á 78. mínútu kom svo sigurmarkið, eftir fyrirgjöf datt boltinn fyrir Hauk Pál fyrir utan vítateig sem var ekkert að hika og smellti boltanum í hornið, óverjandi fyrir Bjarna í markinu. Fylkismenn fengu ágætt færi til að jafna strax úr miðjunni, eftir langa sendingu fram átti Viðar Örn hörku skot sem endaði í slánni. Þetta reyndist seinasta tilraun heimamanna, Rúnar Már sem kom inná átti ágætis tilraun fyrir gestina en Bjarni varði vel frá honum. Bæði liðin geta verið nokkuð sátt með sitt, heimamenn spiluðu vel og voru í fínum málum allt fram að rauða spjaldinu sem breytti gangi leiksins. Valsmenn geta verið ánægðir með stigin þrjú, það var vorbragur á báðum liðum og bæði liðin voru með fjölda nýrra leikmanna en Valsarar tóku stigin þrjú. Haukur Páll átti góðan leik, hann stjórnaði miðjunni vel ásamt því að skora eitt og fá víti. Í liði Fylkismanna var Viðar Örn síógnandi og var óheppin að bæta ekki við marki á lokamínútum leiksins. Magnús: Gott próf að lenda undir„Ég var ekki ánægður með okkur í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá okkur þegar leið á leikinn," sagði Magnús Gylfason, þjálfari Vals eftir leikinn. „Við vorum tilbúnir í baráttuna, við ætluðum að pressa á þá og spila taktík en þeir spiluðu á löngum boltum og það breytti taktíkinni okkar. Við urðum að aðlaga okkur og mér fannst við gera það vel, sérstaklega eftir fyrsta markið þegar við byrjum að skapa okkur fullt af færum." „Ég veit ekki hvað menn voru að gera í markinu þeirra, hvort þeir væru að bíða eftir að einhver annar myndi taka hann. Fyrsta reglan í eigin teig er að losa boltann út en við gerðum það ekki í markinu," Haukur Páll sem tók við fyrirliðabandinu af Atla Sveini eftir síðasta tímabil steig upp og átti stóran þátt í fyrra markinu og skora seinna markið. „Ég er gríðarlega ánægður með hann eins og alltaf. Hann fær vítið og skorar svo frábært mark, hann er nagli og steig upp. Mér fannst allt liðið bregðast vel við þegar við lentum undir, við erum ekki oft búnir að lenda undir í vetur og þetta var gott próf fyrir liðið," Margir nýjir leikmenn voru í báðum liðum og tók það tíma fyrir menn að ná áttum. „Ég gaf mér að þetta yrði ekki knattspyrna á hæsta gæðaflokki og ég sagði þeim að ná bara í þrjú stig. Ég átti von að við myndum spila aðeins betur í sóknarleiknum en vellirnir eru ekki alveg tilbúnir og við erum nýbyrjaðir að spila á grasi svo þetta tekur smá tíma." „Það eru flestir búnir að vera lengi hjá mér svo ég ætla ekki að vera kvarta of mikið. Það er auðvitað frábært að vera í upphafi móts með 22 leikmenn sem eru heilir til að velja úr," sagði Magnús. Ásmundur: Ánægður með spilamennskuna„Mér fannst við hafa þokkaleg tök á leiknum lengst af og í forystunni leið mér nokkuð vel. Svo breytist allt þegar vítið kemur," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis eftir leikinn. „Að fá á sig víti, rautt spjald og lenda manni undir er erfitt. Það breytir því ekki að við unnum vel, menn stigu upp og við fengum færi í framhaldinu, meðal annars þegar þeir eru nýbúnir að ná forystunni," Vendipunkturinn í leiknum var rautt spjald á 60. mínútu, Fylkismenn voru 1-0 yfir en eftir rauða spjaldið tóku Valsarar völdin. „Þetta var vendipunkturinn í leiknum en ég verð að hrósa leikmönnunum, þetta var heilt yfir fínt leikur og eitthvað til að byggja á. Það var fúlt að fá ekki neitt úr þessu, við fengum færin til þess," Mikið var um nýja leikmenn hjá báðum liðum. „Það tekur eflaust smá tíma að spila sig saman. Menn eru búnir að vera detta inn í vetur og Tommi kemur inn bara fyrir nokkrum dögum, þótt hann sé ekki nýr leikmaður þá kemur hann aftur inn í þetta með stuttum fyrirvara. Það er ekki óeðlilegt að það þurfi smá tíma til að slípast saman," sagði Ásmundur. Haukur: Fyrstu leikirnir eru baráttuleikir„Maður reynir að gera sitt besta á vellinum fyrir liðið og ég tel mig svo sannarlega hafa gert það í dag," sagði Haukur Páll Sigurðsson, leikmaður Vals léttur eftir leikinn. „Ég hitti hann vel, bæði í skallanum sem gaf okkur vítið og svo í sigurmarkinu. Það var ánægjulegt að sjá seinni boltann inni," Mikil barátta var í leiknum og var jafnt með liðunum allt fram að vítinu sem Valsmenn fengu. „Þetta einkennir yfirleitt fyrstu leikina í Pepsi deildinni, baráttuleikir og Fylkismenn gáfu ekkert eftir. Þetta gat dottið báðu megin en sem betur fer datt þetta fyrir okkur í dag." „Þeir misstu mann af velli í vítinu og fyrir vikið gátum við farið að spila boltanum meira niðri. Þeir gátu ekki verið að pressa okkur jafn hátt og þegar við vorum 11 gegn 11, um leið og þeir misstu mann af velli stigum við upp." Margir nýjir leikmenn spiluðu í báðum liðum fyrsta leik sinn fyrir liðið í dag. „Það tekur tíma, við erum búnir að vera með stíganda í undirbúningnum okkar í vetur sem mér líst vel á. Vonandi heldur þetta áfram í sumar og þá er ég bara bjartsýnn á sumarið." „Við þurfum að finna jafnvægi milli ára að skipta svona mörgum inn og út. Þeir sem komu inn í ár hafa smollið beint inn og mér finnst Maggi hafa gert vel með að ná í jafnt reynsluríka og unga og efnilega leikmenn," sagði Haukur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 2-1 KR-ingar unnu í kvöld góðan 2-1 sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var svona miðað við allt nokkuð fjörugur og skemmtilegur og hefðu úrslitin hæglega getað endað öðruvísi. 6. maí 2013 10:24 Fyrsta umferð Pepsi-deildarinnar klárast - allir leikir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis. 6. maí 2013 18:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 2-1 Íslandsmeistarar FH hófu titilvörnina á 2-1 sigri á Keflavík á Kaplakrikavelli í kvöld. Atli Viðar Björnsson og Albert Brynjar Gunnarsson skoruðu mörk liðsins í fyrri hálfleiknum. 6. maí 2013 10:23 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 2-1 KR-ingar unnu í kvöld góðan 2-1 sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var svona miðað við allt nokkuð fjörugur og skemmtilegur og hefðu úrslitin hæglega getað endað öðruvísi. 6. maí 2013 10:24
Fyrsta umferð Pepsi-deildarinnar klárast - allir leikir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis. 6. maí 2013 18:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 2-1 Íslandsmeistarar FH hófu titilvörnina á 2-1 sigri á Keflavík á Kaplakrikavelli í kvöld. Atli Viðar Björnsson og Albert Brynjar Gunnarsson skoruðu mörk liðsins í fyrri hálfleiknum. 6. maí 2013 10:23