Sport

Þorgerður endurkjörin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Egill Gunnar Kristjánsson varð um helgina Norðurlandameistari unglinga 14 ára og yngri. Hér er hann ásamt þjálfurum, Sigurði og Axel Bragasyni.
Egill Gunnar Kristjánsson varð um helgina Norðurlandameistari unglinga 14 ára og yngri. Hér er hann ásamt þjálfurum, Sigurði og Axel Bragasyni. Mynd/FSÍ
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir var endurkjörinn formaður Fimleikasambands Íslands á fimleikaþingi sem haldið var um helgina.

Ekkert mótframboð barst og var Þorgerður því endurkjörin. Þingið var fjölmennt 89 fulltrúar frá 7 héraðsamböndum og íþróttabandalögum mættu til þings og var unnið í 8 starfsnefndum.

Í stjórn FSÍ voru kjörin þau Arnar Ólafsson, Einar Ólafsson, Jósep Húnfjōrð, Guðrún Dóra Harðardóttir. Í varastjórn voru kjörin Guðrún Vaka Sigurðardóttir, Krístin Ívarsdóttir, Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir og Hlin Bjarnadóttir.

Evrópumeistaramót í hópfimleikum fer fram hér á landi á næsta ári auk Smáþjóðaleikanna árið 2015. Þar verða fimleikar ein af keppnisgreinunum.

Íslendingar stóðu í ströngu um helgina. Á myndinni fyrir ofan má sjá nýkrýndan Norðurlandameistara Egil Gunnar Kristjánsson. Fjallað var um afrek hans á Vísi í gær. Sjá frétt að neðan.


Tengdar fréttir

Egill Gunnar vann gull í Halmstad

Egill Gunnar Kristjánsson sigraði í úrslitum á stökki á Norðurlandamóti drengja 14 ára og yngri í fimleikum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×