Fótbolti

Malmö komst á toppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þóra Björg Helgadóttir
Þóra Björg Helgadóttir Mynd/NordicPhotos/Getty
LdB FC Malmö er komið í efsta sætið í sænsku kvennadeildinni í fótbolta eftir 2-1 sigur í Íslendingaslag í 4.umferðinni í dag. LdB FC Malmö og Tyresö eru með jafnmörg stig en Malmö er með betri markatölu.

Sara Björk Gunnarsdóttir og Katrín Jónsdóttir misstu báðar af leik Umeå og LdB FC Malmö sem Malmö-liðið vann 2-1. Þóra Björg Helgadóttir spilaði allan leikinn í marki LdB FC Malmö. Manon Melis og Yoreli Rincón skoruðu mörk Malmö-liðsins í leiknum.

Hallbera Gísladóttir og félagar í Piteå steinlágu 3-0 á útivelli á móti nýliðum Mallbacken. Hallber spilaði allan leikinn í vinstri bakverðinum.

Malmö og Tyresö háðu mikið einvígið um sænska meistaratitilinn í fyrra og það lítur út fyrir að svo verði einnig í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×