Sport

Risaleikvangar í háskólaboltanum | Myndir

Michigan Stadium er sá stærsti. Hér er pláss fyrir um 110 þúsund manns.
Michigan Stadium er sá stærsti. Hér er pláss fyrir um 110 þúsund manns.
Háskólaíþróttir í Bandaríkjunum eru afar vinsælar og leikvangarnir sem spilað er á eru í mörgum tilfellum stærri en í atvinnumannaíþróttunum.

Texas A&M-skólinn hefur nú ákveðið að eyða 450 milljónum dollara til þess að stækka völlinn sinn. Hann mun því taka 102.500 í stað 82.589.

Það verður því sjöunda völlurinn sem getur tekið við yfir 100 þúsund áhorfendum sem er magnað.

Það dugar samt aðeins til þess að komast í þriðja sæti yfir stærstu vellina í háskólaboltanum. Bæði Michigan og Penn State geta tekið við fleiri áhorfendum.

Stærstu vellirnir í háskólaboltanum.

1. Michigan | Michigan Stadium - 109.901 áhorfendur.

2. Penn State | Beaver Stadium - 106.572

3. Tennessee | Neyland Stadium - 102.455

4. Ohio State | Ohio Stadium - 102.329

5. Alabama  Bryant Denny Stadium - 101.821

6. Texas | DKR-Texas Memorial Stadium - 100.119.



NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×