Fótbolti

Meistaradeildarmörkin: Þýskur úrslitaleikur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bayern München sá til þess að Þjóðverjar eiga tvö lið í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti með 3-0 sigri á Barcelona í kvöld. Bæjarar unnu einvígið 7-0 samanlagt.

Eftir 4-0 sigur þeirra þýsku í fyrri leiknum í München var ljóst að róðurinn í kvöld yrði þungur. Ekki batnaði ástand heimamanna þegar ljóst var að Lionel Messi yrði ekki með heimamönnum.

Eftir markalausan fyrri hálfleik tóku þeir þýsku sig til og gerðu það sem engu liði hafði tekist í tólf ár. Liðið skoraði þrisvar á Nývangi og vann sanngjarnan 3-0 sigur.

Farið var yfir þýsku yfirburðina í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í kvöld. Hægt er að fylgjast með sýningu Bæjara í spilaranum hér að ofan.

Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.


Tengdar fréttir

Sötrum öl í kvöld

Philipp Lahm, fyrirliði Bæjara, var að vonum himinlifandi með stórsigur Bayern München á Barcelona á Nývangi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×