Borgarstjórn hrósað Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 14. maí 2013 11:30 Skýrsla úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kom út í apríl og hefur verið í umræðunni undanfarna daga. Úttektin nær til árabilsins 2002 til 2011 en sérstaklega er farið yfir viðbrögð borgarstjórnar við efnahagshruninu 2008. Í skýrslunni eru yfir hundrað góðar og þarfar ábendingar um það sem má betur fara í þágu skilvirkara borgarkerfis. Ef rétt verður unnið úr niðurstöðunum eru þarna gríðarleg tækifæri til þess að gera betur við borgarbúa og efla grunnþjónustuna.Pólitísk samstaða Athygli vekur að í kaflanum um úttekt á áhrifum bankahrunsins 2008 er borgarstjórn þess tíma undir forystu Sjálfstæðisflokksins hrósað fyrir viðbrögð við efnahagshruninu og þá sérstaklega þeirri þverpólitísku samstöðu sem innleidd var: "Telur úttektarnefndin að borgaryfirvöld hafi brugðist við þessum áföllum strax og þau þóttu fyrirsjáanleg á árinu 2008 og að sú pólitíska samstaða sem náðist um viðbrögð við vandanum hafi verið mjög mikilvæg í því efni." Það eiga allir hrós skilið fyrir þátttöku í þessu samstarfi, bæði meirihluti og minnihluti borgarstjórnar. Eina markmiðið í slíkri þverpólitískri vinnu er að verja borgarbúa og grunnþjónustuna - flokkspólitískir hagsmunir víkja. Ákallið um ný stjórnmál er sterkt í samfélaginu og þeir sem starfa í stjórnmálum verða að halda áfram að hlusta á það ákall. Að sjálfsögðu eiga þessi vinnubrögð að vera venja en ekki undantekning.Ný vinnubrögð Einnig er fjallað sérstaklega um fjárhagsáætlanagerð 2009, fyrstu fjárhagsáætlun eftir hrun þar sem borgarstjórn fór nýjar leiðir er skiluðu hagræðingu um 2,3 milljarða. Aðferðafræðin þar sem 3.000 starfsmenn borgarinnar tóku þátt og skiluðu 1.500 hagræðingarhugmyndum hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Ný vinnubrögð og þverpólitísk samvinna skilaði sér í aukinni starfsánægju á meðal starfsmanna og lítilli sem engri þjónustuskerðingu við borgarbúa. Markmið borgarstjórnar á að vera að finna lausnir innan stjórnsýslunnar áður en farið er í þjónustuskerðingar sem hafa áhrif á grunnþjónustu við borgarbúa - það skilaði sér á þessum tíma og mun skila sér áfram þar sem þessi góðu vinnubrögð verða við lýði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Skýrsla úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kom út í apríl og hefur verið í umræðunni undanfarna daga. Úttektin nær til árabilsins 2002 til 2011 en sérstaklega er farið yfir viðbrögð borgarstjórnar við efnahagshruninu 2008. Í skýrslunni eru yfir hundrað góðar og þarfar ábendingar um það sem má betur fara í þágu skilvirkara borgarkerfis. Ef rétt verður unnið úr niðurstöðunum eru þarna gríðarleg tækifæri til þess að gera betur við borgarbúa og efla grunnþjónustuna.Pólitísk samstaða Athygli vekur að í kaflanum um úttekt á áhrifum bankahrunsins 2008 er borgarstjórn þess tíma undir forystu Sjálfstæðisflokksins hrósað fyrir viðbrögð við efnahagshruninu og þá sérstaklega þeirri þverpólitísku samstöðu sem innleidd var: "Telur úttektarnefndin að borgaryfirvöld hafi brugðist við þessum áföllum strax og þau þóttu fyrirsjáanleg á árinu 2008 og að sú pólitíska samstaða sem náðist um viðbrögð við vandanum hafi verið mjög mikilvæg í því efni." Það eiga allir hrós skilið fyrir þátttöku í þessu samstarfi, bæði meirihluti og minnihluti borgarstjórnar. Eina markmiðið í slíkri þverpólitískri vinnu er að verja borgarbúa og grunnþjónustuna - flokkspólitískir hagsmunir víkja. Ákallið um ný stjórnmál er sterkt í samfélaginu og þeir sem starfa í stjórnmálum verða að halda áfram að hlusta á það ákall. Að sjálfsögðu eiga þessi vinnubrögð að vera venja en ekki undantekning.Ný vinnubrögð Einnig er fjallað sérstaklega um fjárhagsáætlanagerð 2009, fyrstu fjárhagsáætlun eftir hrun þar sem borgarstjórn fór nýjar leiðir er skiluðu hagræðingu um 2,3 milljarða. Aðferðafræðin þar sem 3.000 starfsmenn borgarinnar tóku þátt og skiluðu 1.500 hagræðingarhugmyndum hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Ný vinnubrögð og þverpólitísk samvinna skilaði sér í aukinni starfsánægju á meðal starfsmanna og lítilli sem engri þjónustuskerðingu við borgarbúa. Markmið borgarstjórnar á að vera að finna lausnir innan stjórnsýslunnar áður en farið er í þjónustuskerðingar sem hafa áhrif á grunnþjónustu við borgarbúa - það skilaði sér á þessum tíma og mun skila sér áfram þar sem þessi góðu vinnubrögð verða við lýði.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar