Fótbolti

Silkeborg nánast fallið og þjálfarinn að hætta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Bjarni Þór Viðarsson og félagar hans í Silkeborg eru svo gott sem fallnir úr dönsku úrvalsdeildnini eftir að hafa tapað, 2-0, fyrir Horsens í gær.

Silkeborg þyrfti að vinna síðustu tvo leikina með meira en tíu marka mun og treysta á hagstæð úrslit í síðustu leikjunum til að bjarga sæti sínu. Það verður að teljast afar ólíkleg niðurstaða.

Bjarni Þór sat á bekknum eins og áður en hann hefur lítið sem ekkert fengið að spila undir stjórn Viggo Jensen, núverandi þjálfara.

Jensen sagði reyndar eftir leik að hann væri sennilega hættur afskiptum af fótbolta. Jensen er reyndur og hefur einnig stýrt Esbjerg, OB og Aarhus Fremad í efstu deild.

„Það kemur að því að ég hætti. Ég samþykkti að taka að mér þetta verkefni í Silkeborg en það gekk ekki upp,“ sagði hinn 65 ára gamli Jensen.


Tengdar fréttir

Bjarni: Ég er ekki týpan hans Viggó

Bjarni Þór Viðarsson segir í samtali við danska fjölmiðla að það sé erfitt að sætta sig við að vera utan hóps hjá danska liðinu Silkeborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×