Dómarinn brást ekki við söngvum um kynferðisbrot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2013 19:45 Bojan Pandzic ásamt aðstoðarmönnum sínum á góðri stundu, Mynd/www.daladomare.n.nu Stuðningsmenn Djurgården sungu svæsna söngva um leikmann Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Umræða stuðningsmanna á knattspyrnuleikjum hefur verið til umræðu hér á landi undanfarið eftir að Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, söng óviðeigandi söng um Bjarna Guðjónsson leikmann KR á dögunum. Silfurskeiðin bað Bjarna afsökunar og er málið úr sögunni. Ekki hefur komið til þess að dómari hafi þurft að flauta leik af vegna hegðunar stuðningsmanna hér á landi. Hins vegar virðist hafa verið tilefni til í umræddum leik í Svíþjóð um helgina. Tilefni söngva stuðningsmanna Djurgården var að Miiko Albornoz, bakvörður Malmö, var dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart barni í febrúar. Minntu stuðningsmennirnir á dóminn í tíma og ótíma og var orðbragðið ljótt. Eftirlitsmaðurinn Göran Lundberg sagði í viðtali eftir leikinn að ekkert væri hægt að gera. Sömuleiðis sagði dómarinn, Bojan Pandzic, að hann hefði spurt eftirlitsmanninn ráða og fengið sömu svör. Hann gæti ekkert gert.Expressen í Svíþjóð fylgir málinu eftir og afhjúpar vanþekkingu eftirlitsdómarans og dómarans í umræddu máli. Blaðamaður Expressen hafði samband við Gerhard Sager, formann Knattspyrnusambands Svíþjóðar, sem leiðrétti dómarann og eftirlitsmanninn. „Það er hlutverk dómarans að ákveða hvort flauta eigi leikinn af. Það er líka dómarans að meta hvort hróp séu það alvarleg að ástæða sé til að flauta leikinn af,“ segir Sager við Expressen. Því sé ekki rétt að ekkert hafi verið við hegðun stuðningsmannanna að gera. Sager vísar í reglur Evrópska knattspyrnusambandsins sem séu skýrar hvað þetta varði. Ef um meiðandi hróp séu að ræða eða snúi að kynþáttafordómum, sem líkja mætti hrópum stuðningsmanna Djurgården við, þurfi dómarinn að ákveða sig. Reglan sé sú að áhorfendur fái tvær viðvararnir en láti þeir ekki segjast skuli flauta leikinn af. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Stuðningsmenn Djurgården sungu svæsna söngva um leikmann Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Umræða stuðningsmanna á knattspyrnuleikjum hefur verið til umræðu hér á landi undanfarið eftir að Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, söng óviðeigandi söng um Bjarna Guðjónsson leikmann KR á dögunum. Silfurskeiðin bað Bjarna afsökunar og er málið úr sögunni. Ekki hefur komið til þess að dómari hafi þurft að flauta leik af vegna hegðunar stuðningsmanna hér á landi. Hins vegar virðist hafa verið tilefni til í umræddum leik í Svíþjóð um helgina. Tilefni söngva stuðningsmanna Djurgården var að Miiko Albornoz, bakvörður Malmö, var dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart barni í febrúar. Minntu stuðningsmennirnir á dóminn í tíma og ótíma og var orðbragðið ljótt. Eftirlitsmaðurinn Göran Lundberg sagði í viðtali eftir leikinn að ekkert væri hægt að gera. Sömuleiðis sagði dómarinn, Bojan Pandzic, að hann hefði spurt eftirlitsmanninn ráða og fengið sömu svör. Hann gæti ekkert gert.Expressen í Svíþjóð fylgir málinu eftir og afhjúpar vanþekkingu eftirlitsdómarans og dómarans í umræddu máli. Blaðamaður Expressen hafði samband við Gerhard Sager, formann Knattspyrnusambands Svíþjóðar, sem leiðrétti dómarann og eftirlitsmanninn. „Það er hlutverk dómarans að ákveða hvort flauta eigi leikinn af. Það er líka dómarans að meta hvort hróp séu það alvarleg að ástæða sé til að flauta leikinn af,“ segir Sager við Expressen. Því sé ekki rétt að ekkert hafi verið við hegðun stuðningsmannanna að gera. Sager vísar í reglur Evrópska knattspyrnusambandsins sem séu skýrar hvað þetta varði. Ef um meiðandi hróp séu að ræða eða snúi að kynþáttafordómum, sem líkja mætti hrópum stuðningsmanna Djurgården við, þurfi dómarinn að ákveða sig. Reglan sé sú að áhorfendur fái tvær viðvararnir en láti þeir ekki segjast skuli flauta leikinn af.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira