Bayern München fékk í dag afhentan skjöldinn fyrir sigur í þýsku úrvalsdeildinni. Var mikil gleði á Allianz-vellinum.
Leikmenn sturtuðu meðal annars tugum lítra af bjór yfir hvorn annan en hefð er fyrir því í Þýskalandi að fagna með stórum bjórum.
Bayern hefur átt frábært tímabil og er fyrir löngu síðan búið að tryggja sér titilinn heima fyrir og liðið er á leið í úrslit Meistaradeildarinnar.
Meistararnir unnu 3-0 sigur á Augsburg í þessum síðasta heimaleik sínum í vetur. Deildin klárast um næstu helgi.
Hægt er að skoða myndar af fagnaðarlátunum hér að ofan.

