Vigdís telur að manni sé borgað fyrir að rægja hana Karen Kjartansdóttir skrifar 27. maí 2013 19:29 Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur augljóst að einhver fái greitt fyrir að rægja hana á netinu og spilla trúverðugleika hennar. Maður að nafni Eiríkur Magnússon sem hefur lengst af sagst vera verkfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur hefur mikið tjáð sig í gegnum Facebook og í athugasemdakerfum um Vigdísi. Hann virðist hreint ekki hrifinn af henni eins og sjá má af ummælum sem fylgja sjónvarpsútgáfu þessarar fréttar. Um síðustu helgi þótti Vigdísi nóg um illsku mannsins í sinn garð og hafði samband við félaga sinn hjá Orkuveitunni og spurði hvaða maður þetta væri sem svona skrifaði og hvað hún hefði gert honum. Kom þá í ljós að enginn maður með þessu nafni starfaði hjá fyrirtækinu. Og það sem meira var -- maðurinn virtist einnig tvífari norsks pínanóleikara á heimsmælikvarða, eða með öðrum orðum myndin var tekin af síðu þess norska. „Þessi maður er ekki til og líklega er þetta einhver sem þiggur laun fyrir að elta mig eða slíkt því umræðan síðustu fjögur ár í kommentakerfunum er náttúrulega alveg einstök. Oftast er þetta fólk sem er ekki til, þannig það hljóta einhverjir peningar að vera í dæminu Það getur ekki annað verið. Það er enginn sem leggur sig fram við það að elta stjórnmálamann eins og hefur verið gert í mínu tilfelli. Það er búið að skrifa um mig óhróður í fjögur ár og menn virðast ekki gefast upp," segir hún. Vigdís segist ekki gruna neinn um græsku. Það sé vond tilfinning að vita ekkert hvaðan óvildin sprettur. Undanfarin fjögur ár hafi ýmsir hvatt hana til að reyna uppræta nafnlaus níðskrif en hún ætli þó ekki að standa í því nema hótanir um líkamsmeiðingar eða líflát berist. Erfitt sé því við þetta að eiga og alltaf spretti upp nýir einstaklingar. Þannig ákvað þessi að loka síðunni sinni eftir að Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, spurði hvort hann vildi ekki fara láta sjá sig við störf fyrst hann skrifaði undir merkjum fyrirtækisins. Síðunni var þá lokað en önnur eins og hefur nú verið stofnuð utan þess að þar er Orkuveitunnar hvergi getið. En telur Vigdís að þetta hafi orðið til þess að hún fékk ekki ráðherraembætti eins og hún vonaðist til? „Allt þetta hjálpar til við að skapa neikvæða ímynd af mér, að ég sé æst og ég sé heimsk. Þetta snertir mig ekki neitt en þetta hjálpar til við að skapa þessa neikvæðu ímynd af mér sem persónu en þetta kostaði mig ekkert ráðherraembættið. Því ég þarf fyrst og fremst traust formannsins til að setjast í ráðherrastól, ekkert annað," segir Vigdís. Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur augljóst að einhver fái greitt fyrir að rægja hana á netinu og spilla trúverðugleika hennar. Maður að nafni Eiríkur Magnússon sem hefur lengst af sagst vera verkfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur hefur mikið tjáð sig í gegnum Facebook og í athugasemdakerfum um Vigdísi. Hann virðist hreint ekki hrifinn af henni eins og sjá má af ummælum sem fylgja sjónvarpsútgáfu þessarar fréttar. Um síðustu helgi þótti Vigdísi nóg um illsku mannsins í sinn garð og hafði samband við félaga sinn hjá Orkuveitunni og spurði hvaða maður þetta væri sem svona skrifaði og hvað hún hefði gert honum. Kom þá í ljós að enginn maður með þessu nafni starfaði hjá fyrirtækinu. Og það sem meira var -- maðurinn virtist einnig tvífari norsks pínanóleikara á heimsmælikvarða, eða með öðrum orðum myndin var tekin af síðu þess norska. „Þessi maður er ekki til og líklega er þetta einhver sem þiggur laun fyrir að elta mig eða slíkt því umræðan síðustu fjögur ár í kommentakerfunum er náttúrulega alveg einstök. Oftast er þetta fólk sem er ekki til, þannig það hljóta einhverjir peningar að vera í dæminu Það getur ekki annað verið. Það er enginn sem leggur sig fram við það að elta stjórnmálamann eins og hefur verið gert í mínu tilfelli. Það er búið að skrifa um mig óhróður í fjögur ár og menn virðast ekki gefast upp," segir hún. Vigdís segist ekki gruna neinn um græsku. Það sé vond tilfinning að vita ekkert hvaðan óvildin sprettur. Undanfarin fjögur ár hafi ýmsir hvatt hana til að reyna uppræta nafnlaus níðskrif en hún ætli þó ekki að standa í því nema hótanir um líkamsmeiðingar eða líflát berist. Erfitt sé því við þetta að eiga og alltaf spretti upp nýir einstaklingar. Þannig ákvað þessi að loka síðunni sinni eftir að Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, spurði hvort hann vildi ekki fara láta sjá sig við störf fyrst hann skrifaði undir merkjum fyrirtækisins. Síðunni var þá lokað en önnur eins og hefur nú verið stofnuð utan þess að þar er Orkuveitunnar hvergi getið. En telur Vigdís að þetta hafi orðið til þess að hún fékk ekki ráðherraembætti eins og hún vonaðist til? „Allt þetta hjálpar til við að skapa neikvæða ímynd af mér, að ég sé æst og ég sé heimsk. Þetta snertir mig ekki neitt en þetta hjálpar til við að skapa þessa neikvæðu ímynd af mér sem persónu en þetta kostaði mig ekkert ráðherraembættið. Því ég þarf fyrst og fremst traust formannsins til að setjast í ráðherrastól, ekkert annað," segir Vigdís.
Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Sjá meira