Grét yfir tíufréttunum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 23. maí 2013 17:00 Guðrún Arndís Tryggvadóttir, umhverfissinni og ritstjóri vefsíðunnar nattura.is. „Nú er komin upp sú staða að manni er ætlað að passa hvað maður lætur út úr sér um þessa nýju ríkisstjórn ef að maður á að eiga einhverja framtíð í umhverfisbransanum. Ég verð víst að fylgja því kalli en verð að vera hreinskilin og segja ykkur að ég hágrét yfir tíufréttunum núna áðan. Grét svo sárt og lengi og með svo miklum ekkasogum að hundurinn minn hafði miklar áhyggjur af mér. Ég aftur á móti hef miklar áhyggjur af landinu mínu.“ Svona hljómaði stöðuuppfærsla Guðrúnar Tryggvadóttir, umhverfissinna og ristjóra vefsíðunnar Náttúra.is, á facebook í gærkvöldi. Umhverfismál á Íslandi næstu fjögur árin eru henni mikið áhyggjuefni. Í losti yfir sameiningunni Guðrún segist vera í losti yfir því að skipa eigi sama ráðherra yfir umhverfisráðuneyti og sjávarútvegs – og landbúnaðarráðuneyti. „Það er ekkert sem bendir til þess að þessi ríkisstjórn sé að fara að vera umhverfisvæn. Framsóknarflokkurinn stofnaði umhverfisráðuneytið fyrir 21 ári síðan og ætlar nú að leggja það niður. Þetta er svo stórt skref aftur á bak að mér finnst þetta vera óraunverulegt“, segir hún. Ráðherra ekki annt um umhverfið Guðrún segir umhverfismálin vera mikilvægasta málaflokk líðandi stundar og næstu ára. Hún segir svör frá ríkissstjórn í þessum málum vera loðin og einkennast af vankunnáttu. „Að taka umhverfisráðuneytið og búta það niður er út í hött. Ef það verður af þessari sameiningu er ríkisstjórnin gjörsamlega að gera sig að atlægi á erlendum vettvangi. Fyrir utan að það hefur sýnt sig að verðandi sjávarútvegs, landbúnaðar – og umhverfisráðherra er alls ekki umhverfissinni “ Umhverfisverndunarsinnar uggandi Umhverfisverndunarsinnar eru uggandi að Guðrúnar sögn. „Við erum stödd í miðri matröð. Umhverfissinnar hafa unnið alla daga frá árinu 2004 við að efla umhverfisvitund og höfum lagt hundruði tíma af eigin vinnu til að sjá framþróun í þessu málum. Guðrún segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðustu fjögur ár og aðspurð segist hún ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir frekari spillingu á náttúru Íslands. Hún fullyrðir að fjölmargir séu á sama máli. „Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að sýna þor áður en það verður um seinan.“ Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Nú er komin upp sú staða að manni er ætlað að passa hvað maður lætur út úr sér um þessa nýju ríkisstjórn ef að maður á að eiga einhverja framtíð í umhverfisbransanum. Ég verð víst að fylgja því kalli en verð að vera hreinskilin og segja ykkur að ég hágrét yfir tíufréttunum núna áðan. Grét svo sárt og lengi og með svo miklum ekkasogum að hundurinn minn hafði miklar áhyggjur af mér. Ég aftur á móti hef miklar áhyggjur af landinu mínu.“ Svona hljómaði stöðuuppfærsla Guðrúnar Tryggvadóttir, umhverfissinna og ristjóra vefsíðunnar Náttúra.is, á facebook í gærkvöldi. Umhverfismál á Íslandi næstu fjögur árin eru henni mikið áhyggjuefni. Í losti yfir sameiningunni Guðrún segist vera í losti yfir því að skipa eigi sama ráðherra yfir umhverfisráðuneyti og sjávarútvegs – og landbúnaðarráðuneyti. „Það er ekkert sem bendir til þess að þessi ríkisstjórn sé að fara að vera umhverfisvæn. Framsóknarflokkurinn stofnaði umhverfisráðuneytið fyrir 21 ári síðan og ætlar nú að leggja það niður. Þetta er svo stórt skref aftur á bak að mér finnst þetta vera óraunverulegt“, segir hún. Ráðherra ekki annt um umhverfið Guðrún segir umhverfismálin vera mikilvægasta málaflokk líðandi stundar og næstu ára. Hún segir svör frá ríkissstjórn í þessum málum vera loðin og einkennast af vankunnáttu. „Að taka umhverfisráðuneytið og búta það niður er út í hött. Ef það verður af þessari sameiningu er ríkisstjórnin gjörsamlega að gera sig að atlægi á erlendum vettvangi. Fyrir utan að það hefur sýnt sig að verðandi sjávarútvegs, landbúnaðar – og umhverfisráðherra er alls ekki umhverfissinni “ Umhverfisverndunarsinnar uggandi Umhverfisverndunarsinnar eru uggandi að Guðrúnar sögn. „Við erum stödd í miðri matröð. Umhverfissinnar hafa unnið alla daga frá árinu 2004 við að efla umhverfisvitund og höfum lagt hundruði tíma af eigin vinnu til að sjá framþróun í þessu málum. Guðrún segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðustu fjögur ár og aðspurð segist hún ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir frekari spillingu á náttúru Íslands. Hún fullyrðir að fjölmargir séu á sama máli. „Nú þurfa allir sem vettlingi geta valdið að sýna þor áður en það verður um seinan.“
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira