Erlent

Meðlimur Pussy Riot í hungurverkfall

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Maria Alyokhina, einn meðlimur Pussy Riot, ætlar í hungurverkfall þar til hún fær að vera viðstödd eigin réttarhöld.
Maria Alyokhina, einn meðlimur Pussy Riot, ætlar í hungurverkfall þar til hún fær að vera viðstödd eigin réttarhöld. MYND/AFP

Maria Alyokhina, einn þriggja meðlima feminísku pönkhljómsvetiarinnar Pussy Riot, hefur lýst því yfir að hún ætli að fara í hungurverkfall þar til hún fær að sitja eigin réttarhöld um mögulega reynslulausn.



Eins og frægt er orðið voru meðlimir Pussy Riot dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir óspektir og guðlast í kirkju í Moskvu í fyrra. Málið hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim og tónlistarmennirnir Björk, Paul McCartney og Madonna meðal annars kallað eftir því að konurnar verði látnar lausar.

 

Hugsanleg reynslulausn Maríu var tekin fyrir í morgun, en þangað fékk hún ekki að mæta í eigin persónu heldur var gert að fylgjast með í gegnum þar til gerðan fjarskiptabúnað. Þá fékk hún aðeins að tala við lögfræðinga sína í gegnum síma. Maria segist staðráðin í að láta ekki bjóða sér slíkt og telur alvarlega brotið á sér. Hún tilkynnti um verkfallið í gegnum fjarskiptabúnaðinn og hefur bannað lögfræðingum sínum að taka þátt í réttarhöldunum þar til hún fær sjálf að vera viðstödd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×