Þorpið þyrstir í fréttir af bormönnum Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2013 19:45 Allra augu á Tálknafirði mæna þessa dagana á þrjá bormenn sem þar bora eftir heitu vatni. Þeir eru komnir niður á það dýpi þar sem heitavatnsæðin átti að vera og bíða heimamenn nú milli vonar og ótta um hvort vatnið finnist. Borinn Nasi, sem heitir svo eftir að hann féll á trýnið við uppskipun, hefur undanfarna tvo mánuði verið að bora eftir heitu vatni í utanverðum Tálknafirði. Bormennirnir þrír frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða, þeir Bergþór Hermannsson, Elías Rúnar Elíasson og Kjartan Þorvarðarson, eru þeir sem Tálknfirðingar fylgjast hvað best með þessa dagana. Borstjórinn Kjartan segir Tálknfirðinga heimsækja þá oft á dag til að forvitnast um hvernig gangi. Sveitarstjórinn Indriði Indriðason er eins og grár köttur í kringum þá enda hver bordagur dýr. Allt þorpið þyrstir í fréttir af bormönnum og er búið að setja upp sérstaka fréttasíðu á facebook til að miðla upplýsingum af gangi borsins. Bormennirnir eru komnir niður á 1.200 metra dýpi, það sem upphaflega átti að bora niður á, en heita vatnið hefur ekki enn fundist. Mikið er í húfi, hitaveita fyrir 300 manna samfélag, sem búið hefur við dýra rafmagnskyndingu, segir sveitarstjórinn að ætlunin sé að bora enn dýpra, hugsanlega niður á 1.500 metra. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Allra augu á Tálknafirði mæna þessa dagana á þrjá bormenn sem þar bora eftir heitu vatni. Þeir eru komnir niður á það dýpi þar sem heitavatnsæðin átti að vera og bíða heimamenn nú milli vonar og ótta um hvort vatnið finnist. Borinn Nasi, sem heitir svo eftir að hann féll á trýnið við uppskipun, hefur undanfarna tvo mánuði verið að bora eftir heitu vatni í utanverðum Tálknafirði. Bormennirnir þrír frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða, þeir Bergþór Hermannsson, Elías Rúnar Elíasson og Kjartan Þorvarðarson, eru þeir sem Tálknfirðingar fylgjast hvað best með þessa dagana. Borstjórinn Kjartan segir Tálknfirðinga heimsækja þá oft á dag til að forvitnast um hvernig gangi. Sveitarstjórinn Indriði Indriðason er eins og grár köttur í kringum þá enda hver bordagur dýr. Allt þorpið þyrstir í fréttir af bormönnum og er búið að setja upp sérstaka fréttasíðu á facebook til að miðla upplýsingum af gangi borsins. Bormennirnir eru komnir niður á 1.200 metra dýpi, það sem upphaflega átti að bora niður á, en heita vatnið hefur ekki enn fundist. Mikið er í húfi, hitaveita fyrir 300 manna samfélag, sem búið hefur við dýra rafmagnskyndingu, segir sveitarstjórinn að ætlunin sé að bora enn dýpra, hugsanlega niður á 1.500 metra.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira