Lífið

Með augastað á íbúð í New York

Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen og ruðningsstjarnan Tom Brady eru sannkallað ofurpar. Þau þéna pening á tá og fingri og eru nú að leita sér að íbúð í New York.

Gisele skoðaði íbúð í Chelsea-hverfinu á Manhattan um daginn sem er búin þremur svefnherbergjum og fjórum baðherbergjum. Íbúðin er langt frá því að vera gefins og er ásett verð 11,5 milljónir dollara, tæplega 1,4 milljarðar króna.

Tignarleg bæði tvö.

Gisele og Tom eru afar hrifin af rándýrum eignum og eiga fyrir tuttugu milljón dollara heimili í Los Angeles. Þar væsir aldeilis ekki um þau né börnin þeirra tvö, Benjamin, þriggja ára og Vivian sem fæddist í desember á síðasta ári.

Þennan koss þarf ekki að fótósjoppa.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.