Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Slóvenía 2-4 Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. júní 2013 17:28 Sterkur seinni hálfleikur nægði Slóvenum í 4-2 sigri þeirra á Íslendingum í undankeppni HM í kvöld. Staðan var jöfn í hálfleik en í upphafi seinni hálfleiks náðu gestirnir aftur forskotinu og gerðu svo út um leikinn rétt fyrir lok leiksins. Slóvenar sátu í botnsæti E-riðils fyrir leiki kvöldsins með 3 stig úr 5 leikjum. Íslendingar voru í betri málum í öðru sæti með 9 stig eftir 5 leiki og vissu að með sigri næðu þeir efsta sætinu tímabundið af Svisslendingum sem eiga leik á morgun. Litlu mátti muna að Íslendingar fengu sannkallaða drauma byrjun, Kolbeinn Sigþórsson fékk þá stungusendingu inn fyrir vörn Slóvena og en Handanovic náði boltanum. Boltinn hrökk þá fyrir Alfreð sem náði ekki nægilega góðu skoti á markið og endaði boltinn í hliðarnetinu. Það voru hinsvegar gestirnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 11. mínútu. Eftir snyrtilegt samspil og fallega hælspyrnu Milivoje Novakovic fyrir utan vítateig Íslendinga átti Andraz Kirm fast skot niðri í hornið sem Hannes réði ekki við. Íslendingar voru ekki lengi að svara marki Slóvena. Emil Hallfreðsson átti þá stórhættulega fyrirgjöf sem rataði alla leið á fjærstöng þar sem Birkir Bjarnason var mættur til að skalla boltann í netið. Handanovic var í boltanum en skallinn var fastur og endaði niðri í horninu. Aðeins þremur mínútum seinna fengu Íslendingar vítaspyrnu, eftir góða rispu Kolbeins upp hægri kantinn var greinilega togað í Alfreð Finnbogason inn í vítateignum. Dómari leiksins dæmdi réttilega víti og á punktinn steig Alfreð sjálfur sem var öryggið uppmálað og nelgdi boltanum í netið. Markasúpan hélt áfram því aðeins fimm mínútum eftir að Alfreð krækti í víti fengu Slóvenar víti. Kevin Kampl komst inn fyrir vörn Íslendinga og féll við er virtist litla snertingu við Ara Frey Skúlason. Valter Birsa steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Þetta reyndist það síðasta markverða í fyrri hálfleik og gengu liðin til hálfleiks jöfn 2-2. Íslendingar urðu fyrir áfalli eftir aðeins 5 mínútur í seinni hálfleik, Aron Einar Gunnarsson var mættur í teiginn til að hreinsa og var brotið á honum. Aron lenti illa og fór úr axlarlið gat því ekki haldið leik áfram. Á 60. mínútu náðu Slóvenar forskotinu aftur, eftir hornspyrnu Valter Birsa fékk Bostjan Cesar frían skalla af stuttu færi sem hann afgreiddi vel. Aðeins 2 mínútum seinna fékk Alfreð færi til að jafna metin en Handanovic varði vel frá Alfreði úr þröngu færi. Slóvenar gerðu út um leikinn þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leikhluta, eftir góða rispu Milivoje Novakovic upp vinstri kantinn áttu Íslendingar erfitt með að hreinsa fyrirgjöf hans. Boltinn endaði fyrir fótum Rene Krhin sem átti skot niðri í hornið sem Hannes réði ekki við. Eftir þetta fjaraði leikur Íslendinga út og náðu þeir ekki að skapa sér góð færi það sem eftir var leiks. Markið í upphafi seinni hálfleiks reyndist vega þungt í kvöld, eftir það settust gestirnir aftur og beittu skyndisóknum líkt og fjórða markið kom úr. Flestir leikmenn Íslands áttu góðan leik í kvöld en mistök í vörninni kostaði Íslendinga allaveganna stig í kvöld. Hannes: Klaufalegt að hleypa þeim aftur inn í þetta„,Þetta var furðulegur leikur, það er skrítið að fá á sig fjögur mörk. Við höfðum gert vel að ná leiknum aftur í hendur okkar í stöðunni 2-1 og byggja stemminguna í dalnum," sagði Hannes Þór Halldórsson, markmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn. „Við höfðum sýnt karakter með að ná forskotinu aftur en við fáum á okkur slæm mörk og klaufar að hleypa þeim aftur inn í þetta. Við eigum samt að geta höndlað það betur," Stuttu eftir að Íslendingar náðu forskotinu jöfnuðu Slóvenar úr vítaspyrnu. „,Við vorum komnir með allt með okkur svo það var virkilega klaufalegt að fá þetta jöfnunarmark á okkur sem hleypir þeim aftur inn í leikinn. Hefðum við hangið á því aðeins lengur held ég að við hefðum klárað leikinn," Íslendingar höfðu aðeins fengið á sig fimm mörk í undankeppninni fyrir kvöldið. „Leikurinn þróaðist öðruvísi en oft áður, við erum meira með boltann heldur en á erfiðum útivöllum þar sem við liggjum til baka og sækjum hratt. Afhverju við opnum okkur svona í kvöld er erfitt að segja og verður einfaldlega að laga," Eftir tapið er Ísland í þriðja sæti riðilsins, stigi á eftir Albaníu eftir jafntefli þeirra við Norðmenn. „,Það er nóg eftir af þessu en það er ömurlegt að fara svona með þetta frábæra tækifæri í kvöld. Við gátum tekið toppsætið og koma okkur í frábæra stöðu en við gátum það ekki þótt það væri frábær stemming hérna í kvöld. Ég verð að þakka stuðningsmönnunum fyrir frábæra frammistöðu," Eftir þriðja markið bökkuðu Slóvenar og beittu skyndisóknum sem fjórða markið kom uppúr. „,Það er það sem gerist í svona stöðu, við förum í 3 manna vörn og erum að gera allt sem við getum til að skora jöfnunarmarkið. Þá er alltaf hætta að fá rothöggið og það er það sem gerðist hérna undir lokin, fjórða markið var mjög vel útfærð skyndisókn sem heppnaðist vel," sagði Hannes. Eiður Smári: Vorum ekki nægilega þéttir„Það gefur augaleið, þetta voru gríðarleg vonbrigði. Alveg sama í hvaða leik þú ert þá er slakt að fá á sig fjögur mörk, hvað þá á heimavelli," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn. „Mér fannst ekkert vanta upp á kraft eða vilja, sérstaklega fram á við. Þegar við sóttum vorum við oft á tíðum hættulegir, sérstaklega í seinni hálfleik þegar við fáum nokkur færi til að jafna leikinn." „Þegar þú færð þessi færi verðuru að nýta þau, sérstaklega þegar þú ert að elta leikinn. Annars ertu alltaf opinn fyrir skyndisóknum eins og kom á daginn í fjórða marki Slóvena," Eiði Smára fannst ekki mikill munur á hvernig Slóvenarnir spiluðu í kvöld og í síðasta leik liðanna í mars. „Mér fannst það ekki, mér fannst mesti munurinn á okkur. Við vorum ekki nægilega þéttir, ég er ekki að kenna varnarlínunni um það heldur okkur sem slíkum. Við vorum að skilja of mikið af svæðum eftir milli línanna," „Það þýðir ekkert að hengja haus, við verðum að reyna að sýna karakter og koma til baka og sýna karakter í næsta leik. Vissulega hefði verið sætt að fá eitthvað úr þessum leik en við vissum að þetta yrði erfiður leikur," sagði Eiður. Kolbeinn: Óásættanlegt að fá á sig fjögur mörk á heimavelli„Að tapa á heimavelli og fá á sig fjögur mörk er óásættanlegt, að sama skapi erum við ennþá í séns í riðlinum. Albanía og Noregur gerði jafntefli sem voru góð úrslit fyrir okkur," sagði Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn. „Það vantaði bara að koma boltanum inn, það var það eina sem vantaði. Ég fékk fínt færi strax í upphafi og reyndi að setja boltann í hornið úr þröngu færi en hann varði vel," Íslendingar urðu fyrir áfalli þegar Aron Einar meiddist snemma í seinni hálfleik. „Það er skelfilegt að missa Aron þarna, hann er mikilvægur leikmaður fyrir liðið. En það kemur maður í manns stað, við erum með góðan hóp. Við héldum tempóinu vel en náðum ekki að nýta okkur spilamennskuna betur," Íslendingar náðu forskotinu í fyrri hálfleik en misstu það um leið þegar Slóvenar fengu víti. „Það er mjög pirrandi, við erum komnir inn í leikinn og finnum tilfinninguna að við séum komnir yfir. Vítið var gríðarleg blóðtaka, þá fá þeir stemminguna og halda áfram. Við þurfum að taka á þessum atvikum og fá ekki á okkur mörk svona, sérstaklega úr vítum og hornspyrnum," sagði Kolbeinn. Valter Bistra: Vanmátum ekki Íslendinga„Í Slóveníu bjuggumst við við öðruvísi úrslitum, það gerði það að verkum að við gátum farið inn í leikinn í kvöld með engu að tapa," sagði Valter Bistra, leikmaður slóvenska landsliðsins eftir leikinn. „Við vanmátum Ísland alls ekki og við gerðum það sem við lögðum upp með í kvöld fullkomlega. Við vissum að Íslendingar væru með frábæra leikmenn í stórum liðum út um alla Evrópu," Slóvenar lentu undir um miðbik fyrri hálfleiks en voru fljótir að jafna metin. „Í fyrri leiknum misstum við hausinn eftir aukaspyrnuna hjá Gylfa en við brugðumst betur við í kvöld. Þegar þú lendir undir verðuru að taka áhættur en við höfðum nægann tíma til að vinna með, við vissum að við hefðum klukkutíma til að ná einhverju úr leiknum." „Það er auðvitað frábært að ná jöfnunarmarkinu strax, hefði staðan verið 2-1 í hálfleik hefðu Íslendingarnir geta endurskipulagt sig út frá skyndisóknum svo það var frábært að ná markinu strax. Bæði liðin hefðu getað skorað fleiri mörk en mér fannst úrslitin sanngjörn," Sigurinn var einfaldlega lífsnauðsynlegur fyrir Slóvena, hefðu þeir tapað í kvöld væri HM draumur þeirra einfaldlega út um gluggann. „Við munum bara taka einn leik í einu, við erum í þeirri stöðu að eiga ekki að hugsa mikið út í þetta. Við höfum engu að tapa og sjáum hverju það skilar okkar núna," sagði Valter. Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sjá meira
Sterkur seinni hálfleikur nægði Slóvenum í 4-2 sigri þeirra á Íslendingum í undankeppni HM í kvöld. Staðan var jöfn í hálfleik en í upphafi seinni hálfleiks náðu gestirnir aftur forskotinu og gerðu svo út um leikinn rétt fyrir lok leiksins. Slóvenar sátu í botnsæti E-riðils fyrir leiki kvöldsins með 3 stig úr 5 leikjum. Íslendingar voru í betri málum í öðru sæti með 9 stig eftir 5 leiki og vissu að með sigri næðu þeir efsta sætinu tímabundið af Svisslendingum sem eiga leik á morgun. Litlu mátti muna að Íslendingar fengu sannkallaða drauma byrjun, Kolbeinn Sigþórsson fékk þá stungusendingu inn fyrir vörn Slóvena og en Handanovic náði boltanum. Boltinn hrökk þá fyrir Alfreð sem náði ekki nægilega góðu skoti á markið og endaði boltinn í hliðarnetinu. Það voru hinsvegar gestirnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 11. mínútu. Eftir snyrtilegt samspil og fallega hælspyrnu Milivoje Novakovic fyrir utan vítateig Íslendinga átti Andraz Kirm fast skot niðri í hornið sem Hannes réði ekki við. Íslendingar voru ekki lengi að svara marki Slóvena. Emil Hallfreðsson átti þá stórhættulega fyrirgjöf sem rataði alla leið á fjærstöng þar sem Birkir Bjarnason var mættur til að skalla boltann í netið. Handanovic var í boltanum en skallinn var fastur og endaði niðri í horninu. Aðeins þremur mínútum seinna fengu Íslendingar vítaspyrnu, eftir góða rispu Kolbeins upp hægri kantinn var greinilega togað í Alfreð Finnbogason inn í vítateignum. Dómari leiksins dæmdi réttilega víti og á punktinn steig Alfreð sjálfur sem var öryggið uppmálað og nelgdi boltanum í netið. Markasúpan hélt áfram því aðeins fimm mínútum eftir að Alfreð krækti í víti fengu Slóvenar víti. Kevin Kampl komst inn fyrir vörn Íslendinga og féll við er virtist litla snertingu við Ara Frey Skúlason. Valter Birsa steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Þetta reyndist það síðasta markverða í fyrri hálfleik og gengu liðin til hálfleiks jöfn 2-2. Íslendingar urðu fyrir áfalli eftir aðeins 5 mínútur í seinni hálfleik, Aron Einar Gunnarsson var mættur í teiginn til að hreinsa og var brotið á honum. Aron lenti illa og fór úr axlarlið gat því ekki haldið leik áfram. Á 60. mínútu náðu Slóvenar forskotinu aftur, eftir hornspyrnu Valter Birsa fékk Bostjan Cesar frían skalla af stuttu færi sem hann afgreiddi vel. Aðeins 2 mínútum seinna fékk Alfreð færi til að jafna metin en Handanovic varði vel frá Alfreði úr þröngu færi. Slóvenar gerðu út um leikinn þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leikhluta, eftir góða rispu Milivoje Novakovic upp vinstri kantinn áttu Íslendingar erfitt með að hreinsa fyrirgjöf hans. Boltinn endaði fyrir fótum Rene Krhin sem átti skot niðri í hornið sem Hannes réði ekki við. Eftir þetta fjaraði leikur Íslendinga út og náðu þeir ekki að skapa sér góð færi það sem eftir var leiks. Markið í upphafi seinni hálfleiks reyndist vega þungt í kvöld, eftir það settust gestirnir aftur og beittu skyndisóknum líkt og fjórða markið kom úr. Flestir leikmenn Íslands áttu góðan leik í kvöld en mistök í vörninni kostaði Íslendinga allaveganna stig í kvöld. Hannes: Klaufalegt að hleypa þeim aftur inn í þetta„,Þetta var furðulegur leikur, það er skrítið að fá á sig fjögur mörk. Við höfðum gert vel að ná leiknum aftur í hendur okkar í stöðunni 2-1 og byggja stemminguna í dalnum," sagði Hannes Þór Halldórsson, markmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn. „Við höfðum sýnt karakter með að ná forskotinu aftur en við fáum á okkur slæm mörk og klaufar að hleypa þeim aftur inn í þetta. Við eigum samt að geta höndlað það betur," Stuttu eftir að Íslendingar náðu forskotinu jöfnuðu Slóvenar úr vítaspyrnu. „,Við vorum komnir með allt með okkur svo það var virkilega klaufalegt að fá þetta jöfnunarmark á okkur sem hleypir þeim aftur inn í leikinn. Hefðum við hangið á því aðeins lengur held ég að við hefðum klárað leikinn," Íslendingar höfðu aðeins fengið á sig fimm mörk í undankeppninni fyrir kvöldið. „Leikurinn þróaðist öðruvísi en oft áður, við erum meira með boltann heldur en á erfiðum útivöllum þar sem við liggjum til baka og sækjum hratt. Afhverju við opnum okkur svona í kvöld er erfitt að segja og verður einfaldlega að laga," Eftir tapið er Ísland í þriðja sæti riðilsins, stigi á eftir Albaníu eftir jafntefli þeirra við Norðmenn. „,Það er nóg eftir af þessu en það er ömurlegt að fara svona með þetta frábæra tækifæri í kvöld. Við gátum tekið toppsætið og koma okkur í frábæra stöðu en við gátum það ekki þótt það væri frábær stemming hérna í kvöld. Ég verð að þakka stuðningsmönnunum fyrir frábæra frammistöðu," Eftir þriðja markið bökkuðu Slóvenar og beittu skyndisóknum sem fjórða markið kom uppúr. „,Það er það sem gerist í svona stöðu, við förum í 3 manna vörn og erum að gera allt sem við getum til að skora jöfnunarmarkið. Þá er alltaf hætta að fá rothöggið og það er það sem gerðist hérna undir lokin, fjórða markið var mjög vel útfærð skyndisókn sem heppnaðist vel," sagði Hannes. Eiður Smári: Vorum ekki nægilega þéttir„Það gefur augaleið, þetta voru gríðarleg vonbrigði. Alveg sama í hvaða leik þú ert þá er slakt að fá á sig fjögur mörk, hvað þá á heimavelli," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn. „Mér fannst ekkert vanta upp á kraft eða vilja, sérstaklega fram á við. Þegar við sóttum vorum við oft á tíðum hættulegir, sérstaklega í seinni hálfleik þegar við fáum nokkur færi til að jafna leikinn." „Þegar þú færð þessi færi verðuru að nýta þau, sérstaklega þegar þú ert að elta leikinn. Annars ertu alltaf opinn fyrir skyndisóknum eins og kom á daginn í fjórða marki Slóvena," Eiði Smára fannst ekki mikill munur á hvernig Slóvenarnir spiluðu í kvöld og í síðasta leik liðanna í mars. „Mér fannst það ekki, mér fannst mesti munurinn á okkur. Við vorum ekki nægilega þéttir, ég er ekki að kenna varnarlínunni um það heldur okkur sem slíkum. Við vorum að skilja of mikið af svæðum eftir milli línanna," „Það þýðir ekkert að hengja haus, við verðum að reyna að sýna karakter og koma til baka og sýna karakter í næsta leik. Vissulega hefði verið sætt að fá eitthvað úr þessum leik en við vissum að þetta yrði erfiður leikur," sagði Eiður. Kolbeinn: Óásættanlegt að fá á sig fjögur mörk á heimavelli„Að tapa á heimavelli og fá á sig fjögur mörk er óásættanlegt, að sama skapi erum við ennþá í séns í riðlinum. Albanía og Noregur gerði jafntefli sem voru góð úrslit fyrir okkur," sagði Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður íslenska landsliðsins eftir leikinn. „Það vantaði bara að koma boltanum inn, það var það eina sem vantaði. Ég fékk fínt færi strax í upphafi og reyndi að setja boltann í hornið úr þröngu færi en hann varði vel," Íslendingar urðu fyrir áfalli þegar Aron Einar meiddist snemma í seinni hálfleik. „Það er skelfilegt að missa Aron þarna, hann er mikilvægur leikmaður fyrir liðið. En það kemur maður í manns stað, við erum með góðan hóp. Við héldum tempóinu vel en náðum ekki að nýta okkur spilamennskuna betur," Íslendingar náðu forskotinu í fyrri hálfleik en misstu það um leið þegar Slóvenar fengu víti. „Það er mjög pirrandi, við erum komnir inn í leikinn og finnum tilfinninguna að við séum komnir yfir. Vítið var gríðarleg blóðtaka, þá fá þeir stemminguna og halda áfram. Við þurfum að taka á þessum atvikum og fá ekki á okkur mörk svona, sérstaklega úr vítum og hornspyrnum," sagði Kolbeinn. Valter Bistra: Vanmátum ekki Íslendinga„Í Slóveníu bjuggumst við við öðruvísi úrslitum, það gerði það að verkum að við gátum farið inn í leikinn í kvöld með engu að tapa," sagði Valter Bistra, leikmaður slóvenska landsliðsins eftir leikinn. „Við vanmátum Ísland alls ekki og við gerðum það sem við lögðum upp með í kvöld fullkomlega. Við vissum að Íslendingar væru með frábæra leikmenn í stórum liðum út um alla Evrópu," Slóvenar lentu undir um miðbik fyrri hálfleiks en voru fljótir að jafna metin. „Í fyrri leiknum misstum við hausinn eftir aukaspyrnuna hjá Gylfa en við brugðumst betur við í kvöld. Þegar þú lendir undir verðuru að taka áhættur en við höfðum nægann tíma til að vinna með, við vissum að við hefðum klukkutíma til að ná einhverju úr leiknum." „Það er auðvitað frábært að ná jöfnunarmarkinu strax, hefði staðan verið 2-1 í hálfleik hefðu Íslendingarnir geta endurskipulagt sig út frá skyndisóknum svo það var frábært að ná markinu strax. Bæði liðin hefðu getað skorað fleiri mörk en mér fannst úrslitin sanngjörn," Sigurinn var einfaldlega lífsnauðsynlegur fyrir Slóvena, hefðu þeir tapað í kvöld væri HM draumur þeirra einfaldlega út um gluggann. „Við munum bara taka einn leik í einu, við erum í þeirri stöðu að eiga ekki að hugsa mikið út í þetta. Við höfum engu að tapa og sjáum hverju það skilar okkar núna," sagði Valter.
Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sjá meira