Lífið

Veitingastaðurinn Vegamót dregur úr djamminu

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Óli Már Ólason, annar eigandi Vegamóta, vonast eftir að sjá sem flesta í kokkteil og bjór um helgina.
Óli Már Ólason, annar eigandi Vegamóta, vonast eftir að sjá sem flesta í kokkteil og bjór um helgina.

„Okkur langaði að færa okkur nær veitinga- og kaffihúsinu Vegamótum,“ segir Óli Már Ólason, annar eigandi veitingastaðarins Vegamóta.



Í hartnær fimmtán ár hefur staðurinn verið einn af stóru skemmtistöðum bæjarins en nú er breyting á. „Við ákváðum að nú væri kominn tími til að breyta til. Við ætlum ekki að loka á djammið en þetta verður meiri bjór- og kokkteilastemning. Framvegis lokum við því klukkan tvö um helgar en eldhúsið verður opið lengur, til miðnættis á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum,“ segir Óli Már.



Hann segir breytingarnar vera kærkomnar en það hafi verið orðið erfitt að sameina veitingareksturinn og partístemninguna. „Þegar eldhúsið er opið lengi rekst það stundum á við þá sem eru að koma og djamma. Við viljum því frekar ná að teygja matinn aðeins lengur.“



Á næstu vikum verða gerðar örlitlar andlitslyftingar á Vegamótum en um komandi helgi lokar staðurinn klukkan tvö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.