Lífið

Valsmenn minntust Hemma með þakklæti og virðingu

Ellý Ármanns skrifar
Myndir/Anton Brink

Meðfylgjandi myndir tók Anton Brink þegar fjöldi fólks kom saman í Valsheimilinu að Hlíðarenda í gær til að minnast Hermanns Gunnarssonar, Hemma Gunn, sem varð bráðkvaddur í fríi í Taílandi í fyrradag.

Dætur Hemma, Björg Sigríður, Sigrún, Edda og Eva Laufey mættu á minningarathöfnina í Valsheimilinu í gær. Þar var slegið á létta strengi inni á milli og því brosað í gegnum tárin þegar hans var minnst.

Það var íþróttafélagið Valur sem stóð fyrir athöfninni. "Valsmenn minnast eins af þekktustu og bestu sonum Knattspyrnufélagsins Vals með þakklæti og virðingu," var sagt í tilkynningu félagsins. Séra Vigfús Þór Árnason og Ólafur F. Magnússon héldu meðal annars stutt ávörp.

Óhætt er að segja að skyndilegt andlát Hemma hafi vakið þjóðarathygli undanfarna daga og hans hefur verið minnst víða. Klappað verður fyrir honum í eina mínútu á landsleik Íslands og Slóveníu annað kvöld og leikmenn Íslands munu bera sorgarbönd.

Ungt danspar var fengið til að dansa undir lok athafnarinnar.
Félagar Hemma sungu lagið Valsmenn léttir í lund.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.