Lífið

Stephen Fry reyndi sjálfsvíg

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Leikarinn og grínistinn Stephen Fry þjáist af geðhvarfasýki.
Leikarinn og grínistinn Stephen Fry þjáist af geðhvarfasýki.

Stephen Fry gerði tilraun til sjálfsvígs í fyrra, en hinn 55 ára gamli leikari þjáist af geðhvarfasýki. Gleypti leikarinn töflur í bland við vodka en það var framleiðandi hans sem fann hann meðvitundarlausan inn á hótelherbergi.

„Ég er fórnarlamb eigin skapgerðar, líklega meira fórnarlamb en flest annað fólk. Ég er með sjúkdóm sem veldur því að ef ég tek ekki inn lyfin mín verð ég annað hvort ofvirkur eða þunglyndur með sjálfsvígshugsanir,“ sagði leikarinn í viðtali við grínistann Richard Herring á uppistandi í Leicester Square leikhúsinu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Stephen gerir tilraun til sjálfsvígs. Árið 1995 reyndi leikarinn að binda enda á líf sitt eftir að hafa gengið út af leikritinu Cell Mates sem sýnt var í West End-leikhúsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.