Lífið

Þessi opnun var skemmtileg

Ellý Ármanns skrifar

Eins og sjá má á myndunum ríkti mikil ánægja meðal gesta með sýninguna „Íslensk myndlist 1900-1950: Frá landslagi til abstraktlistar" þegar hún opnaði á Kjarvalsstöðum á laugardaginn var.

Á sýningunni gefur að líta perlur myndlistarsögunnar frá fyrri hluta tuttugustu aldar þar sem hátt í tvöhundruð málverk og höggmyndir eftir 40 listamenn eru til sýnis í Vestursal og Kjarvalssal. 

Verkin á sýningunni koma víða að, frá listasöfnum, stofnunum og einkasöfnum. Mörg verkanna á sýningunni eru mikilvæg í íslenskri listasögu og hafa ekki verið sýnd um langt árabil.

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða allt albúmið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.