Lífið

Hugsum til Hemma með sárum söknuði

Ellý Ármanns skrifar
Myndir/Bylgjan

Við fengum leyfi hjá starfsfólki Bylgjunnar til að birta brota brot af myndunum sem teknar voru af Hermanni Gunnarssyni sem lést aðeins 66 ára í gær og viðmælendum, samstarfsfélögum og vinum hans.

Þá þakkar Bylgjan Hemma Gunn samfylgdina, tryggðina og gleðina með eftirfarandi kveðju: „Hemmi átti samleið með hlustendum Bylgjunnar í ótal þáttum, viðtölum og uppákomum allt frá stofnun hennar árið 1986 og þar til hann lét af störfum í vor. Samstarfsfólk Hemma á Bylgjunni og hjá 365 hugsa nú til hans með sárum söknuði en jafnframt með gleði og þakklæti fyrir samveruna og samstarfið."

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða allar 100 myndirnar af Hemma og gestum hans og samstarfsélögum á Bylgjunni.

„Elsku Hemmi kær vinur og Valsari sem fékk alla til þess að brosa og sá alltaf það fallega í fari fólks- hans verður sárt saknað - hvíl í friði!" skrifaði Breki Logason fréttamaður á Facebook.
Stebbi, Hemmi og Eyfi. Myndin sýnir kærleikann sem ríkti milli þeirra.
Gissur Sigurðsson og Hemmi. Tveir eðalnáungar með fallegt hjartalag.
„Elsku Hemmi frændi, gaman að fá að kynnast þér síðustu ár hjá 365, ekki hægt annað en að brosa af minningunum enda bara jákvæðni og gleði sem skein úr hverju brosi, eitthvað sem allir geta tekið sér til fyrirmyndar," skrifaði Jóhanna Margrét Gísladóttir sjónvarpsfréttakona á Facebooksíðuna sína í gær.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.