Lífið

Rocknroll barn í þriðja sinn

Marín Manda skrifar
Kate á von á þriðja barni sínu
Kate á von á þriðja barni sínu

Hin 37 ára Kate Winslet á von á sínu þriðja barni síðar á þessu ári með eiginmanni sínum Ned Rocknroll. Fyrir á hún 12 ára dóttur með fyrrverandi eiginmanni til þriggja ára, Jim Threapleton. Einnig á hún 10 ára son með Sam Mendes en sambandi þeirra lauk árið 2010 eftir sjö ára hjónaband.



„Ég vona að ég eignist fleiri börn, kannski eitt eða tvö, það væri yndislegt“ sagði Kate Winslet í samtali við InStyle árið 2006.



Árið 2011 ferðaðist Kate Winslet til Necker eyja í boði Richards Branson eiganda Virgin stórveldisins og kynntist þar núverandi eiginmanni sínum, Ned Rocknroll frænda Bransons. Þau giftu sig síðastliðinn desember í New York.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.