Lífið

Í fyrsta sinn saman á rauða dreglinum

Leikaraparið Rose Byrne og Bobby Cannavale mættu í fyrsta sinn saman á rauða dregilinn á CFDA-tískuverðlaunahátíðinni í New York í vikunni.

Þau hafa verið að deita síðan haustið 2012 en hafa aldrei opinberað samband sitt á þennan hátt áður.

Glæsilegt par.

Rose var glæsileg í kjól frá Thakoon, með tösku frá Swarovski, skart frá Rona Pfeiffer og í hælum frá Salvatore Ferragamo.

Dásamlegur kjóll.

Bobby var áður kvæntur leikkonunni og handritshöfundinum Jenny Lumet og eiga þau soninn Jake saman. Rose deitaði áður leikstjórann og leikarann Brendan Cowell og leikstjórann og handritshöfundinn Gregor Jordan.

Margir kannast eflaust við Bobby úr Boardwalk Empire.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.