Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júní 2013 19:21 Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Húsnæðisverð er þegar farið að rjúka upp. Matthías Garðarsson, aðaleigandi Arnarlax, segist tala af reynslu frá Noregi þegar hann segi að mörghundruð störf geti skapast við laxeldið, bara í kringum Arnarfjörð. Áhrifin eru þegar farin að sjást. Fyrirtækið Fjarðalax er komið með nærri fjörutíu manns í vinnu og stefnir á fleiri. Arnarlax er kominn með sjö manns við seiðaeldisstöð, en stefnir á sextíu starfsmenn eftir þrjú ár og 150 eftir sjö ár. „Ég hugsa að það megi alveg bera þetta saman við uppbygginguna á Austurlandi á sínum tíma þegar álverið í Reyðarfirði var byggt," segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, í viðtali á Stöð 2. Laxeldið geti jafnvel verið stærra fyrir þetta svæði. Ef allt gangi eftir sé starfsmannafjöldinn tvöföldun á íbúafjölda á Bíldudal. „Bara sú uppbygging sem hefur orðið hjá Fjarðalaxi nú þegar er stórkostleg innspýting inn í samfélagið og er upp á marga milljarða," segir bæjarstjórinn. Húsnæðisverð er farið að rjúka upp í Vesturbyggð og kominn þrýstingur á launin. Þeir sem vilja fólk í vinnu þurfa helst að yfirborga. Ásthildur segir að erfitt hafi verið að fá fólk í sumarafleysingar og sumarstörf. „Það er bara það mikið í boði. Það er bara farið í það sem býður best." Þá segir hún fasteignaverð heldur betur farið að hækka. Fasteignamatið á svæðinu muni hækka mjög mikið á þessu ári. Tengdar fréttir Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Húsnæðisverð er þegar farið að rjúka upp. Matthías Garðarsson, aðaleigandi Arnarlax, segist tala af reynslu frá Noregi þegar hann segi að mörghundruð störf geti skapast við laxeldið, bara í kringum Arnarfjörð. Áhrifin eru þegar farin að sjást. Fyrirtækið Fjarðalax er komið með nærri fjörutíu manns í vinnu og stefnir á fleiri. Arnarlax er kominn með sjö manns við seiðaeldisstöð, en stefnir á sextíu starfsmenn eftir þrjú ár og 150 eftir sjö ár. „Ég hugsa að það megi alveg bera þetta saman við uppbygginguna á Austurlandi á sínum tíma þegar álverið í Reyðarfirði var byggt," segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, í viðtali á Stöð 2. Laxeldið geti jafnvel verið stærra fyrir þetta svæði. Ef allt gangi eftir sé starfsmannafjöldinn tvöföldun á íbúafjölda á Bíldudal. „Bara sú uppbygging sem hefur orðið hjá Fjarðalaxi nú þegar er stórkostleg innspýting inn í samfélagið og er upp á marga milljarða," segir bæjarstjórinn. Húsnæðisverð er farið að rjúka upp í Vesturbyggð og kominn þrýstingur á launin. Þeir sem vilja fólk í vinnu þurfa helst að yfirborga. Ásthildur segir að erfitt hafi verið að fá fólk í sumarafleysingar og sumarstörf. „Það er bara það mikið í boði. Það er bara farið í það sem býður best." Þá segir hún fasteignaverð heldur betur farið að hækka. Fasteignamatið á svæðinu muni hækka mjög mikið á þessu ári.
Tengdar fréttir Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45