Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júní 2013 18:30 Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þessi olíurisi varð í dag formlegur aðili að umsókn Eykons Energy um þriðja leitar- og vinnsluleyfið, sem íslensk stjórnvöld hyggjast úthluta. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. Þegar fyrstu leyfunum á Drekasvæðið var úthlutað í byrjun ársins fengu aðeins tveir af þremur umsækjendum leyfi. Þriðja umsóknin, frá Eykon Energy, fór í bið þar til fyrirtækið hefði fengið samstarfsaðila sem hefði bolmagn til að ráðast í olíuleit. Sá aðili er nú fundinn; China National Offshore Oil Corporation, þekkt sem CNOOC („sínúkk") í vestrænum olíugeira. Orkustofnun var formlega tilkynnt í dag um að CNOOC yrði leiðandi aðili í umsókn Eykons. Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy, segir þetta gjörbreyta Drekaverkefninu. „Þetta félag hefur mjög mikla burði til að gera hvað sem er á sviði olíuleitar og vinnslu, hefur mikla reynslu og er mjög virt í geiranum. Þannig að þetta í raun gjörbreytir stöðunni," segir Gunnlaugur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. CNOOC er þriðja stærsta olíufélag Kínverja, talið 34. stærsta olíufélag heims, og með um eitthundrað þúsund starfsmenn. Gunnlaugur segir markaðsverðmæti félagsins um 80 milljarðar bandaríkjadollara, sem samsvarar um 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Athygli vekur að umsókn kínverska félagsins er kynnt aðeins sex vikum eftir að forsætis- og utanríkisráðherra Íslands voru í opinberri heimsókn í Kína þar sem fríverslunarsamningur milli ríkjanna var undirritaður. En er þetta pólitísk ákvörðun hjá Kínverjum að vilja í olíuleit á Drekasvæðinu? „Það held ég ekki. Við leituðum til þessa félags um samstarf. Þannig að það eru Íslendingar sem leita til kínversks félags, sem er að meirihluta í eigu kínverska ríkisins," svarar Gunnlaugur. Hann kveðst þó ekki útiloka að heimsóknir íslenskra ráðamanna til Kína hafi haft áhrif, en segir þá Eykons-menn ekki hafa haft samband við félagið í gegnum stjórnmálamenn. „En það er aldrei að vita nema tengsl landanna hafi haft einhver áhrif á þær móttökur sem við fengum." Þá kveðst hann ekki óttast hugsanlega umræðu á alþjóðvettvangi um að Kínverjar séu með þessu að seilast til áhrifa á Norðurslóðum. „Það fer gjarnan slík umræða í gang. Það er ekki alslæmt ef svo er vegna þess að það vekur kannski bara meiri áhuga á svæðinu. Það sem við þurfum Íslendingar til þess að sanna að olía sé til staðar er meiri áhugi á þessu svæði. Þannig að ég held að það geti verið gott," segir framkvæmdastjóri Eykons Energy. Frá heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til Kína í apríl. Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þessi olíurisi varð í dag formlegur aðili að umsókn Eykons Energy um þriðja leitar- og vinnsluleyfið, sem íslensk stjórnvöld hyggjast úthluta. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. Þegar fyrstu leyfunum á Drekasvæðið var úthlutað í byrjun ársins fengu aðeins tveir af þremur umsækjendum leyfi. Þriðja umsóknin, frá Eykon Energy, fór í bið þar til fyrirtækið hefði fengið samstarfsaðila sem hefði bolmagn til að ráðast í olíuleit. Sá aðili er nú fundinn; China National Offshore Oil Corporation, þekkt sem CNOOC („sínúkk") í vestrænum olíugeira. Orkustofnun var formlega tilkynnt í dag um að CNOOC yrði leiðandi aðili í umsókn Eykons. Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Eykons Energy, segir þetta gjörbreyta Drekaverkefninu. „Þetta félag hefur mjög mikla burði til að gera hvað sem er á sviði olíuleitar og vinnslu, hefur mikla reynslu og er mjög virt í geiranum. Þannig að þetta í raun gjörbreytir stöðunni," segir Gunnlaugur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. CNOOC er þriðja stærsta olíufélag Kínverja, talið 34. stærsta olíufélag heims, og með um eitthundrað þúsund starfsmenn. Gunnlaugur segir markaðsverðmæti félagsins um 80 milljarðar bandaríkjadollara, sem samsvarar um 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Athygli vekur að umsókn kínverska félagsins er kynnt aðeins sex vikum eftir að forsætis- og utanríkisráðherra Íslands voru í opinberri heimsókn í Kína þar sem fríverslunarsamningur milli ríkjanna var undirritaður. En er þetta pólitísk ákvörðun hjá Kínverjum að vilja í olíuleit á Drekasvæðinu? „Það held ég ekki. Við leituðum til þessa félags um samstarf. Þannig að það eru Íslendingar sem leita til kínversks félags, sem er að meirihluta í eigu kínverska ríkisins," svarar Gunnlaugur. Hann kveðst þó ekki útiloka að heimsóknir íslenskra ráðamanna til Kína hafi haft áhrif, en segir þá Eykons-menn ekki hafa haft samband við félagið í gegnum stjórnmálamenn. „En það er aldrei að vita nema tengsl landanna hafi haft einhver áhrif á þær móttökur sem við fengum." Þá kveðst hann ekki óttast hugsanlega umræðu á alþjóðvettvangi um að Kínverjar séu með þessu að seilast til áhrifa á Norðurslóðum. „Það fer gjarnan slík umræða í gang. Það er ekki alslæmt ef svo er vegna þess að það vekur kannski bara meiri áhuga á svæðinu. Það sem við þurfum Íslendingar til þess að sanna að olía sé til staðar er meiri áhugi á þessu svæði. Þannig að ég held að það geti verið gott," segir framkvæmdastjóri Eykons Energy. Frá heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til Kína í apríl.
Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira