Gróska í Hipphopp senunni María Lilja Þrastardóttir skrifar 2. júní 2013 20:22 Mikil gróska hefur verið í íslensku hipphoppsenunni síðustu ár. Fréttablaðið tók saman hluta þeirra fjölmörgu banda sem hafa mótað og haft leiðandi áhrif á stefnuna, sem virðist vaxa og dafna ár frá ári. Hipphopp ruddi sér fyrst til rúms á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar. Það náði hins vegar ekki flugi fyrr en í byrjun þess tíunda. Hipphopp ruddi sér fyrst til rúms á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar. Það náði hins vegar ekki flugi fyrr en í byrjun þess tíunda. Að margra mati er tíundi áratugurinn einmitt blómaskeið íslensku hipphopp-senunnar. Skemmtistaðurinn var Tetriz, búðin var Jónas á milli. Subterranean steig sín fyrstu skref. Róbert Aron Magnússon gekk undir nafninu Rampage og bræðurnir Eyvindarsynir voru sakleysið uppmálað. Quarashi-drengir skiptu út rokki fyrir rapp og urðu fljótlega á meðal þekktustu hljómsveita Íslandssögunnar. Team 13 voru agnarsmáir vandræðaunglingar sem seinna meir áttu eftir að setja spor sitt á íslenskt tónlistarlíf, meðal annars á sviði raf- og popptónlistar. Forgotten Lores tóku einnig að myndast með pólitísku og sterku ádeilurappi og eftir aldamótin tóku við kyndlinum sigurvegarar Músíktilrauna, þá 110 Rottweilerhundar. Sesar A boðaði svo breytta tíma, rappað skyldi á íslensku. Dóri DNA grínaðist minna og rappaði meira um Mosó og aðra merka staði, ásamt félaga sínum Danna Deluxe í Bæjarins bestu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í heimi hipphoppsins á undanförnum árum og ljóst er að ekki er pláss á síðum Fréttablaðsins fyrir nema aðeins brot af þeim listamönnum sem mótað hafa og munu móta stefnuna. Að undanförnu virðist mikill vöxtur hafa færst í senuna og við tekur senn nýtt blómaskeið. Nadia gaf tóninn í laginu Passaðu þig þar sem hún sagði karllægum bransanum stríð á hendur. Gísli Pálmi, Emmsjé Gauti, Geimfarar, Lord Pusswhip, Shades of Reykjavik, Gervisykur og Kött grá Pé eru á meðal heitustu hipphopp-listamannanna í dag. Sá síðastnefndi á eitt vinsælasta lag landsins um þessar mundir, Aheybaró sem er reggískotið og hrátt. Einnig tók hjarta margs hipphopp-unnandans kipp þegar Ragna, Cell 7, tilkynnti endurkomu sína, en hún hefur lítið sést síðan á gullaldarárum Subterranean. Rottweiler minntu á sig af krafti og boða meira partí svo ljóst er að engin ein stefna er ríkjandi í dag og allt virðist í boði. Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Mikil gróska hefur verið í íslensku hipphoppsenunni síðustu ár. Fréttablaðið tók saman hluta þeirra fjölmörgu banda sem hafa mótað og haft leiðandi áhrif á stefnuna, sem virðist vaxa og dafna ár frá ári. Hipphopp ruddi sér fyrst til rúms á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar. Það náði hins vegar ekki flugi fyrr en í byrjun þess tíunda. Hipphopp ruddi sér fyrst til rúms á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar. Það náði hins vegar ekki flugi fyrr en í byrjun þess tíunda. Að margra mati er tíundi áratugurinn einmitt blómaskeið íslensku hipphopp-senunnar. Skemmtistaðurinn var Tetriz, búðin var Jónas á milli. Subterranean steig sín fyrstu skref. Róbert Aron Magnússon gekk undir nafninu Rampage og bræðurnir Eyvindarsynir voru sakleysið uppmálað. Quarashi-drengir skiptu út rokki fyrir rapp og urðu fljótlega á meðal þekktustu hljómsveita Íslandssögunnar. Team 13 voru agnarsmáir vandræðaunglingar sem seinna meir áttu eftir að setja spor sitt á íslenskt tónlistarlíf, meðal annars á sviði raf- og popptónlistar. Forgotten Lores tóku einnig að myndast með pólitísku og sterku ádeilurappi og eftir aldamótin tóku við kyndlinum sigurvegarar Músíktilrauna, þá 110 Rottweilerhundar. Sesar A boðaði svo breytta tíma, rappað skyldi á íslensku. Dóri DNA grínaðist minna og rappaði meira um Mosó og aðra merka staði, ásamt félaga sínum Danna Deluxe í Bæjarins bestu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í heimi hipphoppsins á undanförnum árum og ljóst er að ekki er pláss á síðum Fréttablaðsins fyrir nema aðeins brot af þeim listamönnum sem mótað hafa og munu móta stefnuna. Að undanförnu virðist mikill vöxtur hafa færst í senuna og við tekur senn nýtt blómaskeið. Nadia gaf tóninn í laginu Passaðu þig þar sem hún sagði karllægum bransanum stríð á hendur. Gísli Pálmi, Emmsjé Gauti, Geimfarar, Lord Pusswhip, Shades of Reykjavik, Gervisykur og Kött grá Pé eru á meðal heitustu hipphopp-listamannanna í dag. Sá síðastnefndi á eitt vinsælasta lag landsins um þessar mundir, Aheybaró sem er reggískotið og hrátt. Einnig tók hjarta margs hipphopp-unnandans kipp þegar Ragna, Cell 7, tilkynnti endurkomu sína, en hún hefur lítið sést síðan á gullaldarárum Subterranean. Rottweiler minntu á sig af krafti og boða meira partí svo ljóst er að engin ein stefna er ríkjandi í dag og allt virðist í boði.
Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira